Kjartan Henry dæmdur í bann fyrir olnbogaskotið Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 17:31 Kjartan Henry Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur dæmd FH-inginn Kjartan Henry Finnbogason í eins leiks bann vegna atviks í leik FH og Víkings í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Aga- og úrskurðanefndin birti úrskurð sinn í dag en þar kemur fram að með vísan til ákvæða 5.2 og 5.3 í reglugerð KSÍ sé ákveðið að úrskurða Kjartan Henry í eins leiks bann. Leikbannið tekur gildi í hádegi á morgun og verður Kjartan Henry því ekki með FH gegn ÍBV þegar liðin mætast í Eyjum á sunnudag. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi sent erindi til nefndarinnar sem varðaði áðurnefnt atvik. Á myndbandsupptökum sást Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot en atvikið fór framhjá dómurum leiksins. Þar kemur einnig fram að þó ekki sé hægt að fullyrða um að brot Kjartans sé framið af ásetningi sé það samt sem áður alvarlegt agabrot. „Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Kjartan Henry Finnbogason, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slær handlegg sínum í andlit Nikolaj Andreas Hansen leikmanns Víkings R. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Víkings R og FH í Bestu deild karla þann 14. maí sl.,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Í greinargerð FH-inga sem send var inn til aga- og úrskurðanefndar kemur fram að engin leið sé fyrir nokkurn að fullyrða um að brotið hafi verið viljaverk og þar af leiðandi óíþróttamannslegt. „Á myndbrotinu þar sem þetta er sýnt aftan frá sést greinilega að Kjartan Henry sveiflar ekki olnboganum heldur lyftir hann höndinni upp þegar Nikolaj Andreas ýtir á bak hans til að koma í veg fyrir að Nikolaj komist fram fyrir sig,“ segir í greinargerð FH. Eins og áður segir verður Kjartan Henry fjarri góðu gamni þegar FH mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir FH á tímabilinu og því töluverð blóðtaka fyrir Hafnfirðinga að missa hann úr liðinu. Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Aga- og úrskurðanefndin birti úrskurð sinn í dag en þar kemur fram að með vísan til ákvæða 5.2 og 5.3 í reglugerð KSÍ sé ákveðið að úrskurða Kjartan Henry í eins leiks bann. Leikbannið tekur gildi í hádegi á morgun og verður Kjartan Henry því ekki með FH gegn ÍBV þegar liðin mætast í Eyjum á sunnudag. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hafi sent erindi til nefndarinnar sem varðaði áðurnefnt atvik. Á myndbandsupptökum sást Kjartan Henry gefa Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, olnbogaskot en atvikið fór framhjá dómurum leiksins. Þar kemur einnig fram að þó ekki sé hægt að fullyrða um að brot Kjartans sé framið af ásetningi sé það samt sem áður alvarlegt agabrot. „Í tilvitnuðu atviki sýnir leikmaður FH, Kjartan Henry Finnbogason, af sér alvarlega grófan og hættulegan leik er hann slær handlegg sínum í andlit Nikolaj Andreas Hansen leikmanns Víkings R. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Víkings R og FH í Bestu deild karla þann 14. maí sl.,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Í greinargerð FH-inga sem send var inn til aga- og úrskurðanefndar kemur fram að engin leið sé fyrir nokkurn að fullyrða um að brotið hafi verið viljaverk og þar af leiðandi óíþróttamannslegt. „Á myndbrotinu þar sem þetta er sýnt aftan frá sést greinilega að Kjartan Henry sveiflar ekki olnboganum heldur lyftir hann höndinni upp þegar Nikolaj Andreas ýtir á bak hans til að koma í veg fyrir að Nikolaj komist fram fyrir sig,“ segir í greinargerð FH. Eins og áður segir verður Kjartan Henry fjarri góðu gamni þegar FH mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. Kjartan Henry hefur skorað fjögur mörk í sex leikjum fyrir FH á tímabilinu og því töluverð blóðtaka fyrir Hafnfirðinga að missa hann úr liðinu.
Íslenski boltinn Besta deild karla FH Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport Fleiri fréttir Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira