Milos ekki áfram hjá Rauðu Stjörnunni | Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 21:31 Milos Milojevic yfirgefur Rauðu Stjörnuna eftir tímabilið eftir að hafa verið við stjórnvölinn í eitt ár. Vísir/Getty Milos Milojevic fær ekki áframhaldandi samning sem þjáfari Rauðu Stjörnunnar í Serbíu þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu til meistaratitils í ár. Milos gæti tekið við liði í Svíþjóð á nýjan leik. Milos Milojevic tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Rauðu Stjörnunni í ágúst síðastliðnum en hann hafði áður stjórnað Víkingi og Breiðablik hér og landi sem og Mjällby, Hammarby og Malmö FF í Svíþjóð. Það hefur gengið afar vel hjá lærisveinum Milos á tímabilinu en Rauða Stjarnan er ósigrað í þrjátíu leikjum í deildakeppninni og fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn. Þar að auki er liðið komið í bikarúrslitaleik sem fer fram þann 1. júní næstkomandi. Þrátt fyrir þetta hefur Rauða Stjarnan nú tilkynnt að Milos verði ekki áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þakkar Milos fyrir sig. „Ég vil þakka Rauðu Stjörnunni fyrir að hafa gefið mér tækifæri að sanna mig á stóra sviðinu sem þjálfari. Við höfum átt í frábæru samstarfi. Ég hef reynt að vera faglegur, ég gerði mitt besta og það mun ég halda áfram að gera þangað til minn tími á bekknum hjá Rauðu Stjörnunni er liðinn. Mig langar virkilega að vinna serbneska bikarinn og eftir þann 1. júní mun ég, líkt og áður, vera stuðningsmaður liðsins.“ Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Eins og áður segir hefur Milos starfað sem knattspyrnustjóri þriggja félaga í Svíþjóð. Hann var ráðinn til Malmö FF haustið 2021 en sagt upp störfum síðasta sumar eftir erfiða byrjun liðsins. Nú gæti hins vegar farið svo að Milos endi í Svíaríki á nýjan leik. Fjölskylda Milos býr enn í Svíþjóð en í samtali við Fotbollskanalen nýlega viðurkenndi hann að áhugi væri á hans störfum í sænsku deildinni. „Það er áhugi, en ég vill vera hreinskilinn með að það liggur ekkert tilboð á borðinu. Ég hef ekki hugsað um hvað ég vill gera hvað varðar land eða næsta skref á ferlinum. Það skiptir máli og það er erfitt að fjölskyldan er í Svíþjóð. Það er andlega mjög erfitt fyrir mig. Ég verð að íhuga hvert næsta skref verður svo ég og fjölskylda mín verðum ánægð,“ sagði Milos í viðtali við Fotbollskanalen í lok apríl en þá var kominn af stað orðrómur um að samningur hans hjá Rauðu Stjörnunni yrði ekki framlengdur. Í hlaðvarpinu Just nu: Allsvenskan er Milos orðaður við þjálfarastarfið hjá IFK Gautaborg sem hefur farið frekar illa af stað í sænsku deildinni. Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira
Milos Milojevic tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá Rauðu Stjörnunni í ágúst síðastliðnum en hann hafði áður stjórnað Víkingi og Breiðablik hér og landi sem og Mjällby, Hammarby og Malmö FF í Svíþjóð. Það hefur gengið afar vel hjá lærisveinum Milos á tímabilinu en Rauða Stjarnan er ósigrað í þrjátíu leikjum í deildakeppninni og fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn. Þar að auki er liðið komið í bikarúrslitaleik sem fer fram þann 1. júní næstkomandi. Þrátt fyrir þetta hefur Rauða Stjarnan nú tilkynnt að Milos verði ekki áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þakkar Milos fyrir sig. „Ég vil þakka Rauðu Stjörnunni fyrir að hafa gefið mér tækifæri að sanna mig á stóra sviðinu sem þjálfari. Við höfum átt í frábæru samstarfi. Ég hef reynt að vera faglegur, ég gerði mitt besta og það mun ég halda áfram að gera þangað til minn tími á bekknum hjá Rauðu Stjörnunni er liðinn. Mig langar virkilega að vinna serbneska bikarinn og eftir þann 1. júní mun ég, líkt og áður, vera stuðningsmaður liðsins.“ Gæti endað í Svíþjóð á nýjan leik Eins og áður segir hefur Milos starfað sem knattspyrnustjóri þriggja félaga í Svíþjóð. Hann var ráðinn til Malmö FF haustið 2021 en sagt upp störfum síðasta sumar eftir erfiða byrjun liðsins. Nú gæti hins vegar farið svo að Milos endi í Svíaríki á nýjan leik. Fjölskylda Milos býr enn í Svíþjóð en í samtali við Fotbollskanalen nýlega viðurkenndi hann að áhugi væri á hans störfum í sænsku deildinni. „Það er áhugi, en ég vill vera hreinskilinn með að það liggur ekkert tilboð á borðinu. Ég hef ekki hugsað um hvað ég vill gera hvað varðar land eða næsta skref á ferlinum. Það skiptir máli og það er erfitt að fjölskyldan er í Svíþjóð. Það er andlega mjög erfitt fyrir mig. Ég verð að íhuga hvert næsta skref verður svo ég og fjölskylda mín verðum ánægð,“ sagði Milos í viðtali við Fotbollskanalen í lok apríl en þá var kominn af stað orðrómur um að samningur hans hjá Rauðu Stjörnunni yrði ekki framlengdur. Í hlaðvarpinu Just nu: Allsvenskan er Milos orðaður við þjálfarastarfið hjá IFK Gautaborg sem hefur farið frekar illa af stað í sænsku deildinni.
Sænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Sjá meira