Fótbolti

Ólga á Spáni eftir ó­þverra gær­kvöldsins: „Getur ekki haldið á­fram svona“

Aron Guðmundsson skrifar
Vinicius gerði dómara leiksins viðvart en hann afðhafðist ekkert
Vinicius gerði dómara leiksins viðvart en hann afðhafðist ekkert Vísir/Getty

Car­lo Ancelotti, knatt­spyrnu­stjóri Real Madrid, var harð­orður í garð stjórn­enda spænsku úr­vals­deildarinnar eftir að Vinicius Juni­or, leik­maður Real Madrid varð fyrir kyn­þátta­níð í leik með liðinu í gær­kvöldi.

Hópur stuðnings­manna Valencia tók sig til og beindu apa­hljóðum í áttina að Vinicius Juni­or í leik Valencia gegn Real Madrid í gær­kvöldi.

Ancelotti, sem er marg­reyndur knatt­spyrnu­stjóri, sakar stjórn­endur spænsku úr­vals­deildarinnar um getu- og að­gerðar­leysi þegar kemur að því að taka á kyn­þátta­níð á leikjum deildarinnar.

Vinicius gerði dómara leiksins í leik Valencia og Real Madrid við­vart er honum of­bauð hegðun stuðnings­manna Valencia en dómarinn lét leikinn halda á­fram í stað þess að taka á málinu og stöðva leik.

,,Þú verður að stöðva leikinn við svona að­stæður," sagði Ancelotti, knatt­spyrnu­stjóri Real Madrid eftir leik gær­kvöldsins. ,,Það er ekki hægt að halda á­fram við svona að­stæður. Ég sagði við dómarann að ég væri að í­huga að skipta leik­manninum af velli. Það er hugsun sem hefur aldrei áður skotið upp kolli hjá mér."

Um afar sorg­legar að­stæður sé að ræða.

,,Hann vill bara spila knatt­spyrnu, hann er ekki reiður en hann er sorg­mæddur yfir því sem átti sér stað"

Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem Vinicius Juni­or verður fyrir kyn­þátta­níð á knatt­spyrnu­leik­vöngum Spánar.

,,Honum er sýnd van­virðing á öllum knatt­spyrnu­leik­vöngum á Spáni," sagði Dani Ceball­os, liðs­fé­lagi Vinicius. ,,Við verðum að vernda hann, þetta getur ekki haldið á­fram svona."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×