„Bað strákana afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 16:30 Alfreð Finnbogason leikur undir stjórn fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarans Freys Alexanderssonar hjá Lyngby. Getty/Harry Langer Alfreð Finnbogason gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Lyngby í gær þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í 4-0 tapi gegn OB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lyngby berst enn fyrir lífi sínu í deildinni og á möguleika á að halda sér uppi þrátt fyrir að útlitið hafi verið afar dökkt eftir fyrri hluta leiktíðarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og eru AaB (27 stig), Horsens (27 stig) og Lyngby (24 stig) neðst í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en Lyngby á eftir að mæta bæði AaB og Horsens í lokaumferðunum og því getur enn allt gerst. Í þeim leikjum þarf Lyngby hins vegar að spjara sig án Alfreðs sem er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið, sem hann fékk strax á 18. mínútu gegn OB. Alfreð var rekinn af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. Situationen her giver rødt kort til Alfred Finnbogason efter et kvarter og @LyngbyBoldklub taber 0-4 til @Odense_Boldklub i @SuperligaenBilleder hos @GettySport her https://t.co/lBrCFCgvqr#sldk #lbkob pic.twitter.com/3h70vUWmPp— Lars Rønbøg (@LarsRonbog) May 21, 2023 Hann var skiljanlega dapur yfir því sem gerðist en ætlar sér að hjálpa til eins og hann getur af hliðarlínunni. FINNBOGASON: KED AF SITUATIONEN Alfred Finnbogason havde en uheldig hovedrolle i gårsdagens kamp, og efterfølgende var han naturligvis ked af situationen.Læs Alfreds tanker om gårsdagens kamp her.https://t.co/NSOWOpMAwN#SammenForLyngby pic.twitter.com/9Jv7RRJux8— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 22, 2023 „Ég er auðvitað leiður yfir þessari stöðu, og að þetta hafi haft svona mikil áhrif á leikinn. Ef maður lítur í baksýnisspegilinn þá hefði ég auðvitað ekki átt að gera þetta, en þetta voru ósjálfráð viðbrögð til að koma í veg fyrir að við lentum undir. Ég bað strákana afsökunar eftir leikinn og ég er auðvitað líka leiður vegna stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en svona tap eftir þennan flotta stuðning,“ sagði Alfreð við heimasíðu Lyngby. „Þetta tap var auðvitað högg í andlitið en við teljum okkur svo sannarlega enn vera í baráttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Nú bíður okkar ótrúlega mikilvægur leikur við AaB og þó að ég verði ekki inni á vellinum þá geri ég allt sem ég get til að hjálpa liðinu fram að leik. Ég vona að stuðningsmennirnir mæti með sama raddstyrk og í gær, svo að við getum tekið þrjú stig og verið með í baráttunni fram á síðustu stundu,“ sagði Alfreð en leikurinn við AaB næsta mánudag er heimaleikur. Alfreð, sem er 34 ára, gekk til liðs við Lyngby síðasta haust en hann kom frítt til félagsins eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Samningurinn við Lyngby rennur út í júní. Danski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Lyngby berst enn fyrir lífi sínu í deildinni og á möguleika á að halda sér uppi þrátt fyrir að útlitið hafi verið afar dökkt eftir fyrri hluta leiktíðarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildinni og eru AaB (27 stig), Horsens (27 stig) og Lyngby (24 stig) neðst í deildinni. Tvö neðstu liðin falla en Lyngby á eftir að mæta bæði AaB og Horsens í lokaumferðunum og því getur enn allt gerst. Í þeim leikjum þarf Lyngby hins vegar að spjara sig án Alfreðs sem er kominn í leikbann eftir rauða spjaldið, sem hann fékk strax á 18. mínútu gegn OB. Alfreð var rekinn af velli fyrir að verja með hendi á marklínu. Situationen her giver rødt kort til Alfred Finnbogason efter et kvarter og @LyngbyBoldklub taber 0-4 til @Odense_Boldklub i @SuperligaenBilleder hos @GettySport her https://t.co/lBrCFCgvqr#sldk #lbkob pic.twitter.com/3h70vUWmPp— Lars Rønbøg (@LarsRonbog) May 21, 2023 Hann var skiljanlega dapur yfir því sem gerðist en ætlar sér að hjálpa til eins og hann getur af hliðarlínunni. FINNBOGASON: KED AF SITUATIONEN Alfred Finnbogason havde en uheldig hovedrolle i gårsdagens kamp, og efterfølgende var han naturligvis ked af situationen.Læs Alfreds tanker om gårsdagens kamp her.https://t.co/NSOWOpMAwN#SammenForLyngby pic.twitter.com/9Jv7RRJux8— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 22, 2023 „Ég er auðvitað leiður yfir þessari stöðu, og að þetta hafi haft svona mikil áhrif á leikinn. Ef maður lítur í baksýnisspegilinn þá hefði ég auðvitað ekki átt að gera þetta, en þetta voru ósjálfráð viðbrögð til að koma í veg fyrir að við lentum undir. Ég bað strákana afsökunar eftir leikinn og ég er auðvitað líka leiður vegna stuðningsmannanna. Þeir áttu meira skilið en svona tap eftir þennan flotta stuðning,“ sagði Alfreð við heimasíðu Lyngby. „Þetta tap var auðvitað högg í andlitið en við teljum okkur svo sannarlega enn vera í baráttunni um að halda sæti okkar í deildinni. Nú bíður okkar ótrúlega mikilvægur leikur við AaB og þó að ég verði ekki inni á vellinum þá geri ég allt sem ég get til að hjálpa liðinu fram að leik. Ég vona að stuðningsmennirnir mæti með sama raddstyrk og í gær, svo að við getum tekið þrjú stig og verið með í baráttunni fram á síðustu stundu,“ sagði Alfreð en leikurinn við AaB næsta mánudag er heimaleikur. Alfreð, sem er 34 ára, gekk til liðs við Lyngby síðasta haust en hann kom frítt til félagsins eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Samningurinn við Lyngby rennur út í júní.
Danski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira