Örlygsbörn gengu úr stjórn Njarðvíkur Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 14:01 Systkinin Gunnar, Kristín og Teitur Vísir/Samsett mynd Systkinin Kristín, Teitur og Gunnar, afkomendur Örlygs Þorvaldssonar og Ernu Agnarsdóttur, gengu öll úr stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á aukaaðalfundi deildarinnar í gærkvöldi. Frá þessu er greint í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur á heimasíðu félagsins en Halldór Rúnar Karlsson er nýr formaður deildarinnar. Ljóst er að Örlyggssyni og dóttur verður því ekki að finna í stjórn félagsins næstu árin en ásamt þeim gengu þeir Agnar Mar Gunnarsson, Brenton Birmingham og Einar Jónsson einnig úr stjórn deildarinnar. Agnar Mar er einnig afkomandi Örlygsættarinnar en móðir hans er Hulda Örlygsdóttir, systir Teits, Gunnars og Kristínar. Þó er Eyrún Ósk Elvarsdóttir, dóttir Huldu Örlygsdóttur, ný í stjórn deildarinnar. Kristín Örlygsdóttir varð árið 2019 fyrsta og eina konan til þessa til þess að gegna embætti formanns körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Á þeim tíma tók hún við formannskeflinu af Friðriki Ragnarssyni en hún var síðan endurkjörin formaður deildarinnar í mars árið 2021. Bræður Kristínar, þeir Gunnar- og Teitur Örlygssynir eiga sér ríka sögu með körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Þeir léku saman á sínum tíma með liði félagsins, hafa setið í stjórn þess og þá hefur Teitur áður starfað sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Enn fremur er Teitur sigursælasti leikmaður íslensk körfubolta frá upphafi en á sínum leikmannaferli varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík. Nýja stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur skipa: Halldór Karlsson – formaður Meðstjórnendur:Vala Rún VilhjálmsdóttirHafsteinn SveinssonGeirný GeirsdóttirJón Haukur HafsteinssonEyrún Ósk ElvarsdóttirÓlafur Bergur Ólafsson Varastjórn:Emma Hanna EinarsdóttirÁrni EinarssonMargrét SörensenRagnar ÞórHilmar Þór ÆvarssonÍsak Ragnarsson Er nýrri stjórn óskað velfarnaðar í komandi verkefnum í tilkynningu sem birtist á heimasíðu Njarðvíkur. „Ljóst er að talsverðar breytingar eru að verða hjá liðunum okkar í Subway-deildinni og því forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu. *Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um Eyrúnu Ósk Subway-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Maddison tryggði langþráðan heimasigur Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórslagur í Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur á heimasíðu félagsins en Halldór Rúnar Karlsson er nýr formaður deildarinnar. Ljóst er að Örlyggssyni og dóttur verður því ekki að finna í stjórn félagsins næstu árin en ásamt þeim gengu þeir Agnar Mar Gunnarsson, Brenton Birmingham og Einar Jónsson einnig úr stjórn deildarinnar. Agnar Mar er einnig afkomandi Örlygsættarinnar en móðir hans er Hulda Örlygsdóttir, systir Teits, Gunnars og Kristínar. Þó er Eyrún Ósk Elvarsdóttir, dóttir Huldu Örlygsdóttur, ný í stjórn deildarinnar. Kristín Örlygsdóttir varð árið 2019 fyrsta og eina konan til þessa til þess að gegna embætti formanns körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Á þeim tíma tók hún við formannskeflinu af Friðriki Ragnarssyni en hún var síðan endurkjörin formaður deildarinnar í mars árið 2021. Bræður Kristínar, þeir Gunnar- og Teitur Örlygssynir eiga sér ríka sögu með körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Þeir léku saman á sínum tíma með liði félagsins, hafa setið í stjórn þess og þá hefur Teitur áður starfað sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Enn fremur er Teitur sigursælasti leikmaður íslensk körfubolta frá upphafi en á sínum leikmannaferli varð hann tíu sinnum Íslandsmeistari með Njarðvík. Nýja stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur skipa: Halldór Karlsson – formaður Meðstjórnendur:Vala Rún VilhjálmsdóttirHafsteinn SveinssonGeirný GeirsdóttirJón Haukur HafsteinssonEyrún Ósk ElvarsdóttirÓlafur Bergur Ólafsson Varastjórn:Emma Hanna EinarsdóttirÁrni EinarssonMargrét SörensenRagnar ÞórHilmar Þór ÆvarssonÍsak Ragnarsson Er nýrri stjórn óskað velfarnaðar í komandi verkefnum í tilkynningu sem birtist á heimasíðu Njarðvíkur. „Ljóst er að talsverðar breytingar eru að verða hjá liðunum okkar í Subway-deildinni og því forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu. *Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um Eyrúnu Ósk
Subway-deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Maddison tryggði langþráðan heimasigur Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórslagur í Bítlabænum Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Sjá meira