Fótbolti

Aron Elís hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Elís Þrándarson og félagar í OB unnu góðan sigur í Íslendingaslag í kvöld.
Aron Elís Þrándarson og félagar í OB unnu góðan sigur í Íslendingaslag í kvöld. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Aron Elís Þrándarson og félagar hans í OB unnu góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Aroni Sigurðarsyni og félögum hans í Horsens í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Aron var í byrjunarliði Horsens og lék rúman klukkutíma fyrir liðið, en nafni hans hjá OB hóf leik á bekknum og kom inn á þegar um fimm mínútur voru til leiksloka.

Gestirnir í Horsens tóku forystuna snemma í síðari hálfleik, en tvö mörk frá Emmanuel Sabbi á stuttum tíma sáu til þess að heimamenn í OB tóku stigin þrjú.

OB situr í næst efsta sæti neðri hluta dönsku deildarinnar með 46 stig eftir 31 leik, en Horsens situr hins vegar í fallsæti með 27 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×