„Það hafði enginn trú á okkur“ Aron Guðmundsson skrifar 28. maí 2023 08:00 Guðmundur Guðmundsson er að gera frábæra hluti með Fredericia í Danmörku VÍSIR/VILHELM Fredericia undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hefur komið mörgum á óvart í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið á fyrir höndum ærið verkefni í oddaleik gegn Álaborg í dag í undanúrslitum dönsku deildarinnar. Fredericia hefur ekki fagnað mörgum titlum undanfarin ár en síðasti Danmerkur titill liðsins kom árið 1980. Liðið hefur komið á óvart á yfirstandandi tímabili með því að komast í undanúrslit í úrslitakeppni dönsku deildarinnar en nú blasir við oddaleikur við stjörnuprýtt lið Álaborgar, sem státar meðal annars af Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni. Guðmundur segir mikla stemningu í Fredericia fyrir komandi verkefni. „Stemningin er bara stórkostleg,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Það er alveg sama hvar maður er í bænum, það eru allir að tala um handbolta, spyrja út í leikinn, óska okkur góðs gengis og óska okkur til hamingju. Það er stórkostlega gaman að vera þátttakandi í þessu. Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt, að finna þetta fornfræga félag vera að koma til baka. Það er ofboðslega skemmtilegt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátttakandi í því að vera vekja risann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni.“ Guðmundur segir ofboðslega mikið hjarta og sál í Frederica. „Það byggir meðal annars líka á því að það er saga á bak við þetta félag. Það er það sem maður finnur svo sterkt og er svo skemmtilegt. Það er meðal annars út frá þessu sem handboltafélagið í Danmörku samgleðst okkur.“ Fram undan er oddaleikur við Álaborg í dag, eitt af stærstu liðum Danmörku, ef ekki það stærsta. „Við erum auðvitað litla liðið í þessum undanúrslitum. Það eru allir sammála um það og það hafði enginn trú á okkur, að við myndum hafa þetta af en nú erum við komnir í oddaleik og ætlum að njóta þess að spila þar. En við erum ekki að fara þangað bara til þess að vera með, við erum að fara þangað til þess að vinna og slá þá út. Það er markmiðið.“ Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31 „Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira
Fredericia hefur ekki fagnað mörgum titlum undanfarin ár en síðasti Danmerkur titill liðsins kom árið 1980. Liðið hefur komið á óvart á yfirstandandi tímabili með því að komast í undanúrslit í úrslitakeppni dönsku deildarinnar en nú blasir við oddaleikur við stjörnuprýtt lið Álaborgar, sem státar meðal annars af Mikkel Hansen og Aroni Pálmarssyni. Guðmundur segir mikla stemningu í Fredericia fyrir komandi verkefni. „Stemningin er bara stórkostleg,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Það er alveg sama hvar maður er í bænum, það eru allir að tala um handbolta, spyrja út í leikinn, óska okkur góðs gengis og óska okkur til hamingju. Það er stórkostlega gaman að vera þátttakandi í þessu. Fyrir mig er þetta mjög skemmtilegt, að finna þetta fornfræga félag vera að koma til baka. Það er ofboðslega skemmtilegt en hefur tekið 43 ár. Þetta er langur tími en ég er stoltur af því að vera þátttakandi í því að vera vekja risann. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri, að hafa verið treyst fyrir þessu verkefni.“ Guðmundur segir ofboðslega mikið hjarta og sál í Frederica. „Það byggir meðal annars líka á því að það er saga á bak við þetta félag. Það er það sem maður finnur svo sterkt og er svo skemmtilegt. Það er meðal annars út frá þessu sem handboltafélagið í Danmörku samgleðst okkur.“ Fram undan er oddaleikur við Álaborg í dag, eitt af stærstu liðum Danmörku, ef ekki það stærsta. „Við erum auðvitað litla liðið í þessum undanúrslitum. Það eru allir sammála um það og það hafði enginn trú á okkur, að við myndum hafa þetta af en nú erum við komnir í oddaleik og ætlum að njóta þess að spila þar. En við erum ekki að fara þangað bara til þess að vera með, við erum að fara þangað til þess að vinna og slá þá út. Það er markmiðið.“
Danski handboltinn Tengdar fréttir Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31 „Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grótta - ÍR | Fallslagur á Nesinu Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Sjá meira
Guðmundur í skýjunum: „Sóknin var stórkostleg“ Guðmundur Guðmundsson var í sjöunda himni eftir að hans menn í Fredericia unnu frækinn sigur á stjörnum prýddu liði Álaborgar, 30-29, í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handbolta. 25. maí 2023 14:31
„Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. 16. maí 2023 11:01