Hetja Everton segist ekki vera nein hetja Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. maí 2023 23:00 Abdoulaye Doucoure bjargaði Everton frá falli í dag. Naomi Baker/Getty Images Abdoulaye Doucoure var hetja dagsins þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton gegn Bournemouth í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Markið tryggði liðinu ekki bara sigur í leiknum, heldur einnig áframhaldandi veru í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Þetta var risaleikur fyrir okkur. Við erum svo glaðir og það er erfitt að lýsa því hvernig okkur líður núna. Við börðumst allt tímabilið til að geta keppt og bjargað félaginu okkar,“ sagði Doucoure að leik loknum. „Við gáfum allt sem við áttum í dag. Þetta var ekki okkar besti leikur, en við gáfum allt í þetta og uppskárum úrslit eftir því.“ Markið sem Doucoure skoraði var afar glæsilegt. Boltinn skoppaði þá út fyrir teig þar sem Malímaðurinn var mættur og hamraði honum viðstöðulaust í netið. „Ég er alltaf að leita að seinni boltanum. Ég vissi að ég þyrfti að skjóta eins fast og ég gæti og hitta markið. Ég þakka guði fyrir að hann hafi farið inn. Það var ótrúleg tilfinning.“ Hann segir þó mikilvægt að hann og aðrir leikmenn Everton fari ekki fram úr sér eftir sigurinn. „Við megum ekki fara fram úr okkur. Ég er engin hetja. Enginn okkar er það. Við vinnum og spilum fyrir Everton og við þurfum að vera miklu betri. Við þurfum að átta okkur á þeim mistökum sem við gerðum á þessu tímabili. Í dag sýndu allir mikla ástríðu, en á næsta tímabili þurfum við að koma sterkari til baka og koma Everton ofar í töflunni,“ sagði Doucoure að lokum. Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira
„Þetta var risaleikur fyrir okkur. Við erum svo glaðir og það er erfitt að lýsa því hvernig okkur líður núna. Við börðumst allt tímabilið til að geta keppt og bjargað félaginu okkar,“ sagði Doucoure að leik loknum. „Við gáfum allt sem við áttum í dag. Þetta var ekki okkar besti leikur, en við gáfum allt í þetta og uppskárum úrslit eftir því.“ Markið sem Doucoure skoraði var afar glæsilegt. Boltinn skoppaði þá út fyrir teig þar sem Malímaðurinn var mættur og hamraði honum viðstöðulaust í netið. „Ég er alltaf að leita að seinni boltanum. Ég vissi að ég þyrfti að skjóta eins fast og ég gæti og hitta markið. Ég þakka guði fyrir að hann hafi farið inn. Það var ótrúleg tilfinning.“ Hann segir þó mikilvægt að hann og aðrir leikmenn Everton fari ekki fram úr sér eftir sigurinn. „Við megum ekki fara fram úr okkur. Ég er engin hetja. Enginn okkar er það. Við vinnum og spilum fyrir Everton og við þurfum að vera miklu betri. Við þurfum að átta okkur á þeim mistökum sem við gerðum á þessu tímabili. Í dag sýndu allir mikla ástríðu, en á næsta tímabili þurfum við að koma sterkari til baka og koma Everton ofar í töflunni,“ sagði Doucoure að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sjá meira