Segir Sveindísi einn besta skyndisóknarleikmann heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 08:30 Sveindís Jane Jónsdóttir þykir einn hættulegasti leikmaður Wolfsburg. getty/Boris Streubel Þjálfari Arsenal segir Sveindísi Jane Jónsdóttur vera einn besta skyndisóknarleikmann heims. Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Í tilefni af því fékk the Guardian Jonas Eidevall, þjálfara Arsenal, til að rýna í liðin sem mætast í Eindhoven. Wolfsburg sló einmitt Arsenal úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eidevall segir að á meðan Barcelona vilji halda boltanum og byggja upp sóknir sínar á þaulæfðan hátt treysti Wolfsburg á skyndisóknir. Og þar sé Sveindís í stóru hlutverki ásamt Ewu Pajor. Eidevall gengur meira að segja svo langt að segja að Sveindís sé einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi. Hann segir jafnframt að lykileinvígi leiksins gæti verið milli Sveindísar og enska bakvarðarins Lucy Bronze hjá Barcelona. Á síðasta tímabili vann Barcelona Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, 5-3 samanlagt. Eidevall segir að Sveindís hafi þurft að verjast mikið í því einvígi sem hafi hamlað henni og þýska liðinu. „Sveindís er margt en frábær varnarmaður er hún ekki. Á hinn bóginn er hún einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi,“ skrifar Eidevall. Sveindís á ferðinni gegn Arsenal.getty/Clive Rose Hann segir að í vetur hafi Sveindís spilað meira á vinstri kantinum en þeim hægri. Hún spilaði meðal annars þar gegn Bayern München í þýsku bikarkeppninni í síðasta mánuði og átti þátt í þremur mörkum í stórsigri Wolfsburg, 5-0. Í öllum tilfellum var hún framarlega gegn hægri bakverði Bayern, fékk boltann frá miðjunni og bjó til mark með hraða sínum. Eidevall segir áhugavert að sjá hvernig Barcelona ætlar að spila gegn Sveindísi, hvort hægri bakvörðurinn verði framar- eða aftarlega gegn henni. Hann segir að í undanúrslitunum hafi hann reynt að láta hana verjast sem mest og draga þannig úr skyndisóknarhættunni sem henni fylgir. Í fyrri leiknum gegn Arsenal skoraði Sveindís eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Wolfsburg vann svo seinni leikinn, 2-3. Pauline Bremer skoraði sigurmark þýska liðsins þegar ein mínútu var eftir af framlengingunni. Lesa má pistil Jonasar Eidevall um úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Sveindís og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Í tilefni af því fékk the Guardian Jonas Eidevall, þjálfara Arsenal, til að rýna í liðin sem mætast í Eindhoven. Wolfsburg sló einmitt Arsenal úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Eidevall segir að á meðan Barcelona vilji halda boltanum og byggja upp sóknir sínar á þaulæfðan hátt treysti Wolfsburg á skyndisóknir. Og þar sé Sveindís í stóru hlutverki ásamt Ewu Pajor. Eidevall gengur meira að segja svo langt að segja að Sveindís sé einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi. Hann segir jafnframt að lykileinvígi leiksins gæti verið milli Sveindísar og enska bakvarðarins Lucy Bronze hjá Barcelona. Á síðasta tímabili vann Barcelona Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, 5-3 samanlagt. Eidevall segir að Sveindís hafi þurft að verjast mikið í því einvígi sem hafi hamlað henni og þýska liðinu. „Sveindís er margt en frábær varnarmaður er hún ekki. Á hinn bóginn er hún einn besti skyndisóknarleikmaður í heimi,“ skrifar Eidevall. Sveindís á ferðinni gegn Arsenal.getty/Clive Rose Hann segir að í vetur hafi Sveindís spilað meira á vinstri kantinum en þeim hægri. Hún spilaði meðal annars þar gegn Bayern München í þýsku bikarkeppninni í síðasta mánuði og átti þátt í þremur mörkum í stórsigri Wolfsburg, 5-0. Í öllum tilfellum var hún framarlega gegn hægri bakverði Bayern, fékk boltann frá miðjunni og bjó til mark með hraða sínum. Eidevall segir áhugavert að sjá hvernig Barcelona ætlar að spila gegn Sveindísi, hvort hægri bakvörðurinn verði framar- eða aftarlega gegn henni. Hann segir að í undanúrslitunum hafi hann reynt að láta hana verjast sem mest og draga þannig úr skyndisóknarhættunni sem henni fylgir. Í fyrri leiknum gegn Arsenal skoraði Sveindís eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Wolfsburg vann svo seinni leikinn, 2-3. Pauline Bremer skoraði sigurmark þýska liðsins þegar ein mínútu var eftir af framlengingunni. Lesa má pistil Jonasar Eidevall um úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira