Lífið

Blikaparið tekur sambandið á næsta stig

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ástin blómstrar í Kópavogi.
Ástin blómstrar í Kópavogi. Katrín Ásbjörnsdóttir.

Ástin blómstrar hjá knattspyrnuparinu Katrín Ásbjörnsdóttur og Damir Muminovic. Parið trúlofaði sig á dögunum.

Greint var frá því í fyrra vor þegar parið byrjaði að hittast. Lífið virðist leika við þau innan sem utan vallar en bæði spila þau með meistaraflokkum Breiðabliks og eiga leiki að baki fyrir landslið Íslands í fótbolta.

Parið staðfesti trúlofunina við fréttastofu en vildi lítið segja um bónorðið eða plön um brúðkaup að svo stöddu.

Katrín gekk til liðs við Breiðablik frá Stjörnunni síðastliðið haust en er uppalinn KR-ingur.  Auk þess er hún menntaður skurðhjúkrunarfræðingur og starfar á Landsspítalanum.

Damir er miðvörður Breiðbliks og hefur spilað fyrir félagið síðan 2014. Damir er Kópavogsbúi og uppalinn  HK-ingur.

Katrín á einn son úr fyrra sambandi og Damir er tveggja barna faðir.


Tengdar fréttir

Katrín saumaði saman gatið á höfði Damirs

Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Stjörnunnar, sá um að hlúa að Damir Muminovic eftir sigur liðs hans Breiðabliks 1-0 á HK í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í gærkvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×