Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Kristinn Haukur Guðnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. júní 2023 16:24 Kristrún segir að hægt sé að klára allar tillögurnar fyrir þinglok ef vilji stendur til. Egill Aðalsteinsson Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. „Þetta eru þrjú einföld verkefni sem hægt er að fara í núna strax og munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana,“ segir Kristrún um tillögurnar sem flokkurinn leggur til. Hægt sé að koma breytingunum á fyrir þinglok. Í fyrsta lagi er um að ræða eigna og tekjutengdan vaxtabótaauka fyrir skuldsettheimili. Það er eingreiðsla upp á 200 þúsund krónur fyrir einstaklinga og 350 þúsund fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra á þessu ári. Í öðru lagi er það leigubremsa að danskri fyrirmynd sem ver fólk fyrir fyrirsjáanlegum stórfelldum hækkunum á leigumarkaði. Að lokum er það ívilnun til uppbyggingar til að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar. Loka ehf gatinu Kristrún segir að Samfylkingin sé ábyrg í sinni afstöðu þegar kemur að tillögum sem þessum og því sé mikilvægt að verkefnin séu fjármögnuð. Þetta segir hún að hægt sé að gera með breytingu á skattkerfinu. Þingsalurinn verður brátt tómur því sumarið nálgast.Vísir/Vilhelm „Ein leið til þess að fjármagna allar þessar tillögur er að loka ehf gatinu svokallaða. Það er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja launatekjur sem fjármagnstekjur,“ segir Kristrún. „Með öðrum orðum þá er hópur fólks að borga lægri skatta en þorri almennings út af glufu í kerfinu. Ríkisstjórnin hefur talað fyrir þessu en við erum enn þá að bíða eftir þingmáli þessu tengt.“ Vegna þessarar glufu tapist um átta milljarðar króna af skattfé árlega. Kristrún segir að þó að þessar tillögur séu hugsaðar sem skammtímaaðgerðir til þess að bregðast við ástandinu þá eigi þær erindi inn í framtíðina. „Við viljum sjá réttlátari skattheimtu í landinu og virkara vaxtabótakerfi,“ segir hún. Aðgerðir stjórnarinnar Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir gegn verðbólgunni klukkan 16 í dag. Meðal annars sparnað í ríkisrekstri upp á rúma 36 milljarða með frestun framkvæmda, niðurskurði í ferðakostnaði og fleiru. Munu laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa hækka um 2,5 prósent í stað 6. Örorku og ellilífeyrir verður hækkaður um 2,5 prósent til viðbótar á árinu. Stofnframlög til uppbyggingar almennra leiguíbúða verða tvöfölduð. Þá verður unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda og starfshópur skila tillögum þar af lútandi í sumar. Frítekjumark húsnæðisbóta verður hækkað um 2,5 prósent, afturvirkt frá 1. janúar. Efnahagsmál Samfylkingin Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
„Þetta eru þrjú einföld verkefni sem hægt er að fara í núna strax og munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana,“ segir Kristrún um tillögurnar sem flokkurinn leggur til. Hægt sé að koma breytingunum á fyrir þinglok. Í fyrsta lagi er um að ræða eigna og tekjutengdan vaxtabótaauka fyrir skuldsettheimili. Það er eingreiðsla upp á 200 þúsund krónur fyrir einstaklinga og 350 þúsund fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra á þessu ári. Í öðru lagi er það leigubremsa að danskri fyrirmynd sem ver fólk fyrir fyrirsjáanlegum stórfelldum hækkunum á leigumarkaði. Að lokum er það ívilnun til uppbyggingar til að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar. Loka ehf gatinu Kristrún segir að Samfylkingin sé ábyrg í sinni afstöðu þegar kemur að tillögum sem þessum og því sé mikilvægt að verkefnin séu fjármögnuð. Þetta segir hún að hægt sé að gera með breytingu á skattkerfinu. Þingsalurinn verður brátt tómur því sumarið nálgast.Vísir/Vilhelm „Ein leið til þess að fjármagna allar þessar tillögur er að loka ehf gatinu svokallaða. Það er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja launatekjur sem fjármagnstekjur,“ segir Kristrún. „Með öðrum orðum þá er hópur fólks að borga lægri skatta en þorri almennings út af glufu í kerfinu. Ríkisstjórnin hefur talað fyrir þessu en við erum enn þá að bíða eftir þingmáli þessu tengt.“ Vegna þessarar glufu tapist um átta milljarðar króna af skattfé árlega. Kristrún segir að þó að þessar tillögur séu hugsaðar sem skammtímaaðgerðir til þess að bregðast við ástandinu þá eigi þær erindi inn í framtíðina. „Við viljum sjá réttlátari skattheimtu í landinu og virkara vaxtabótakerfi,“ segir hún. Aðgerðir stjórnarinnar Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir gegn verðbólgunni klukkan 16 í dag. Meðal annars sparnað í ríkisrekstri upp á rúma 36 milljarða með frestun framkvæmda, niðurskurði í ferðakostnaði og fleiru. Munu laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa hækka um 2,5 prósent í stað 6. Örorku og ellilífeyrir verður hækkaður um 2,5 prósent til viðbótar á árinu. Stofnframlög til uppbyggingar almennra leiguíbúða verða tvöfölduð. Þá verður unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda og starfshópur skila tillögum þar af lútandi í sumar. Frítekjumark húsnæðisbóta verður hækkað um 2,5 prósent, afturvirkt frá 1. janúar.
Efnahagsmál Samfylkingin Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Erlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10