Anders Wiklöf, umsvifamikill athafnamaður, var gripinn glóðvolgur á 82 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var fimmtíu kílómetrar á klukkustund nærri Maríuhöfn á Álandseyjum á laugardag. Hann segir staðarblaðinu Nya Åland að hann hafi verið byrjaður að hægja á sér þar sem hámarkshraði lækkaði úr sjötíu í fimmtíu en greinilega ekki nógu mikið þannig að svo fór sem fór.
„Ég harma þetta virkilega og ég vona að peningarnir verði notaðir í heilbrigðisþjónustu í gegnum ríkissjóð,“ sagði Wiklöf sem missti einnig ökuskírteini sitt í tíu daga.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Wiklöf kemst í fréttirnar fyrir háar umferðarsektir. Hann var sektaður um 63.680 evrur, rúmar 9,6 milljónir króna, fyrir hraðakstur árið 2018 og 95.000 evrur, jafnvirði tæpra 14,4 milljóna króna, fimm árum áður.
Þýski fjölmiðillinn Deutsche Welle segir að Wiklöf sér stjórnarformaður eignarhaldsfélag sem heldur meðal annars utan um þyrluþjónustu, fasteignafyrirtæki og fleiri fyrirtæki. Hann sé stundum nefndur „kóngur“ Álandseyja.