Samruninn sé góður fyrir golfíþróttina en segist samt enn hata LIV Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2023 14:45 Rory McIlroy tjáði sig um samruna PGA og LIV í dag. Vaughn Ridley/Getty Images Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, segir að samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi séu þegar allt kemur til alls góðar fréttir fyrir golfíþróttina. Hann segist þó enn hata LIV og vonar að sádiarabíska mótaröðin hverfi alfarið. Eins og greint var frá í gær sameinuðust PGA- og LIV-mótaraðirnar í golfi eftir stormasamt samband frá því að sú síðarnefnda var sett á laggirnar. Margir furðuðu sig á fréttunum, enda höfðu talsmenn PGA-mótaraðarinnar talað opinskátt um það að þeir kylfingar sem myndu yfirgefa PGA og færa sig yfir á LIV aldrei fá að spila á PGA-móti framar. Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að samruninn sé í raun góður fyrir golfíþróttina í heild þá hati hann enn LIV. „Ég held að þegar allt kemur til alls, og ég reyni að halda sjálfum mér fyrir utan jöfnuna og horfi á stóru myndina og hvernig þetta verður eftir tíu ár, þá held ég að þetta sé gott fyrir golfíþróttina,“ sagði McIlroy. „Þetta sameinar hana og tryggir framtíðina fjárhagslega.“ "I still hate LIV, I hope it goes away"Rory McIlroy says the merger between PGA Tour, DP World Tour and LIV Golf 'is not LIV'... pic.twitter.com/9y0b4FOgT5— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 7, 2023 Þá bætir McIlroy einnig við að þrátt fyrir að hann sé langt frá því að vera hrifinn af LIV-mótaröðinni sé það í raun sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn PIF sem er að koma inn í PGA og þannig muni fjármagn mótaraðarinnar aukast. „PIF mun halda áfram að eyða peningum í golf og nú er það allavega þannig að PGA-mótaröðin stjórnar því hvernig þeim peningum er eytt. Þetta er einn stærsti fjárfestingasjóður í heimi. Hvort viltu hafa hann með þér eða á móti þér? Þegar allt kemur til alls þá eru það peningar sem ráða og ég vill allavega frekar hafa þá með okkur í liði.“ „Ég hata enn LIV. Ég hata LIV og vona að sú mótaröð hverfi alveg. Og ég býst við því að hún geri það,“ sagði McIlroy. Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Eins og greint var frá í gær sameinuðust PGA- og LIV-mótaraðirnar í golfi eftir stormasamt samband frá því að sú síðarnefnda var sett á laggirnar. Margir furðuðu sig á fréttunum, enda höfðu talsmenn PGA-mótaraðarinnar talað opinskátt um það að þeir kylfingar sem myndu yfirgefa PGA og færa sig yfir á LIV aldrei fá að spila á PGA-móti framar. Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy, efsti maður heimslistans í golfi, tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag. Hann segir að þrátt fyrir að samruninn sé í raun góður fyrir golfíþróttina í heild þá hati hann enn LIV. „Ég held að þegar allt kemur til alls, og ég reyni að halda sjálfum mér fyrir utan jöfnuna og horfi á stóru myndina og hvernig þetta verður eftir tíu ár, þá held ég að þetta sé gott fyrir golfíþróttina,“ sagði McIlroy. „Þetta sameinar hana og tryggir framtíðina fjárhagslega.“ "I still hate LIV, I hope it goes away"Rory McIlroy says the merger between PGA Tour, DP World Tour and LIV Golf 'is not LIV'... pic.twitter.com/9y0b4FOgT5— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 7, 2023 Þá bætir McIlroy einnig við að þrátt fyrir að hann sé langt frá því að vera hrifinn af LIV-mótaröðinni sé það í raun sádiarabíski fjárfestingasjóðurinn PIF sem er að koma inn í PGA og þannig muni fjármagn mótaraðarinnar aukast. „PIF mun halda áfram að eyða peningum í golf og nú er það allavega þannig að PGA-mótaröðin stjórnar því hvernig þeim peningum er eytt. Þetta er einn stærsti fjárfestingasjóður í heimi. Hvort viltu hafa hann með þér eða á móti þér? Þegar allt kemur til alls þá eru það peningar sem ráða og ég vill allavega frekar hafa þá með okkur í liði.“ „Ég hata enn LIV. Ég hata LIV og vona að sú mótaröð hverfi alveg. Og ég býst við því að hún geri það,“ sagði McIlroy.
Golf LIV-mótaröðin Tengdar fréttir PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44 Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður. 6. júní 2023 14:44