Fengu blessun fótboltadoktorsins og fá framhaldslíf í febrúar Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2023 08:28 Ólafur Ásgeirsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson leika bræðurna Óla Gunnar og Dodda, tvo fárveika United-stuðningsmenn í sýningunni. Berglind Rögnvaldsdóttir Leiksýningin Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, sem vakti athygli á nýafstöðnu leikári í Tjarnarbíói, fær framhaldslíf í Borgarleikhúsinu. Ólafur Ásgeirsson, leikari og handritshöfundur, er þakklátur fyrir meðbyrinn og velþóknun helsta doktors Íslendinga í fótboltafræðum. Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki Manchester United. Daginn sem sýningin gerist koma tveir óvæntir gestir að horfa á leikinn, kærasti barnsmóður annars bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem er leikinn af sjálfum sér. Blaðamanni Vísis barst til eyrna að sýningin fengi framhaldslíf á næsta leikári og hafði samband við Ólaf, sem leikur '99-módelið Óla Gunnar í sýningunni, til að sjá hvort það stæðist og til að ræða viðtökurnar. Ólafur Ásgeirsson er ánægður með móttökurnar og er spenntur fyrir því að setja sýninguna á svið á ný.Vísir/Vilhelm „Þetta fer í Borgarleikhúsið í febrúar, það er staðfest,“ sagði Ólafur aðspurður út í fréttir af framhaldslífi. Verður sýningin þá með breyttu sniði? „Sýningin verður aðlöguð að litla sviðinu, það þarf eitthvað að breyta leikmyndinni og kannski að uppfæra handritið ef eitthvað breytist í Manchester,“ sagði Ólafur. Leikhúsgestir að koma í leikhús í fyrsta skipti á ævinni Ólafur segir sýninguna hafa verið talsvert frábrugðna öðrum sýningum sem hann hefur leikið í. Salurinn var oft fullur af fótboltaáhugamönnum sem höfðu ekkert endilega komið í leikhús áður og þekktu því ekki óskrifaðar leikreglur leikhússins. Gestir sýningarinnar voru duglegir við að mæta í herklæðum Manchester United.Berglind Rögnvaldsdóttir „Við vorum með skýran markhóp sem við vorum að tala við, karlmenn sem horfa á fótbolta,“ segir Ólafur og bætir við eftir stutta umhugsun „Það er kannski ekki alveg einskorðað við karlmenn, konur horfa líka á fótbolta.“ „En staðreyndin er sú að fótboltaáhugamenn eru að miklum meirihluta karlmenn,“ segir Ólafur um áhorfendahóp sýningarinnar sem, ólíkt flestum hefðbundnum sýningum, var mjög karllægur. „Þetta var allt öðruvísi upplifun, sérstaklega þegar við vorum með sali sem voru uppfullir af fótboltaáhugamönnum. Það eru alveg staðir í sýningunni sem mæla það.“ Starkaður Pétursson, Poolari og KR-ingur, leikur lýsanda í sýningunni. Upphaflega átti Hákon Jóhannesson, Poolari og Valsari, að leika það hlutverk.Berglind Rögnvaldsdóttir „Á einum stað í sýningunni er verið að reffa í Pippo Inzaghi og það er bara ákveðinn hópur sem veit hver það er og það flýgur yfir hausinn á hinum,“ segir hann. „Svo urðum við vör við það að mikið af fólki væri að mæta í leikhúsi í fyrsta skiptið, í lífinu nánast. Það kunni ekki alveg þessar óskrifuðu reglur í leikhúsinu, að sitja og horfa á. Stundum var verið að gjamma inn á milli en sýningin höndlaði það alveg,“ segir Ólafur um óreynda leikhúsgesti. „Svo kemur hálfleikur í leiknum í sýningunni og það labbaði alltaf einhver út, það klikkaði ekki,“ segir Ólafur um það hvernig fólk hélt að þegar það væri kominn hálfleikur í fótboltaleiknum í sýningunni þá væri komið hlé í sýningunni sjálfri, sem var ekki raunin. Valdimar ástæðan fyrir valinu á Manchester United Ólafur segir meðbyrinn með sýningunni hafa verið gríðarlegan. Hann var sjálfur hræddur um að mikið vægi Manchester United gæti fælt fólk frá henni. Var eitthvað sem kom á óvart við uppsetningu sýningarinnar? „Það kom kannski ekki beint á óvart en þetta stóðst væntingar okkar og miklu meira en það hvernig viðbrögð við fengum við sýningunni. Það var svo geggjaður meðbyr. Ég hafði persónulega áhyggjur að af því þetta var Manchester United-leikrit þá myndi fólk fælast frá,“ segir Ólafur. „Ég skil það reyndar vel, ég held með Liverpool,“ bætir hann við. Af hverju varð Manchester United fyrir valinu? „Ákvörðunin verður eiginlega til á sama tíma og við ákveðum að Valdimar leiki sjálfan sig. Hann heldur með Manchester United. Við höldum tveir með Liverpool og Svenni, sem leikur aðalhlutverkið, heldur með Everton, en heldur samt í alvörunni með Manchester City en á eftir að fatta það,“ segir Ólafur. Það hefur, að ég veit, heldur ekki komið fram af hverju söngvarinn Valdimar er í sýningunni. „Valdimar og Albert Halldórsson, sem leikur Benna, eru æskuvinir alveg eins og í sýningunni. Það er eitthvað satt í öllum karakterunum, sérstaklega í karakter Alberts. Hann er pípari og veit minnst um fótbolta af okkur.“ „Þessi hugmynd með Valdimar kom þess vegna snemma inn,“ segir Ólafur. Valdimar leikur sjálfan sig í sýningunni, fer með eftirhermur og syngur glæsilega eins og honum einum er lagið.Berglind Rögnvaldsdóttir Doktorinn kom fótboltafíklum í sætin Meðal þeirra sem fóru á sýninguna var Hjörvar Hafliðason, fótboltadoktor, sem lýsti yfir ánægju sinni með sýninguna í hlaðvarpinu sínu. Ólafur segir að þær yfirlýsingar hafi haft mikil áhrif. Dr. Football fannst hinn woke og vitlausi Óli Gunnar, sem Ólafur leikur, fyndnastur í sýningunni.Vísir/Vilhelm Þið fenguð góða umsögn hjá Hjörvari Hafliðasyni í Dr. Football. Funduð þið fyrir áhrifum þess? „Algjörlega, hann talaði fyrst um sýninguna í hlaðvarpinu sínu rétt eftir að við frumsýndum og þá kom fullt af fólki sem hafði heyrt af sýningunni hjá honum,“ segir Ólafur um áhugann sem Hjörvar Hafliðason, fjárhirðir íslenskra fótboltaáhugamanna, vakti á sýningunni. „En eftir að hann kom á sýninguna og minntist á hana í svona þremur þáttum þá seldist upp á sýninguna á sólarhring, en þá var reyndar bara lokasýningin eftir,“ segir Ólafur um mátt doktorsins. Útvarpsstjóri og urmull fótboltamanna á lokasýningunni Blaðamaður Vísis mætti sjálfur á lokasýninguna en þar var urmull af íslenskum fótboltamönnum. Fremstur í flokki var Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður, en leikararnir nýttu sér mætingu hans í sjálfri sýningunni. Auk hans voru á lokasýningunni Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram; KR-ingarnir Stefán Árni Geirsson, Ástbjörn Þórðarson (sem spilar fyrir FH) og Guðmundur Andri Tryggvason, nú í Val; Rasmus Christiansen, leikmaður Aftureldingar og Gunnar Jónas Hauksson, leikmaður Gróttu og rakari, betur þekktur sem Guzcut. Valsarar, bæði núverandi og fyrrverandi, mættu á sýninguna. Þar á meðal Rasmus Christiansen, Hannes Þór Halldórsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Svo ekki sé minnst á Adam Ægi Pálsson, kantmanninn knáa.Samsett/Bára Dröfn Kristinsdóttir „Við minntumst aðeins á Adam Ægi í sýningunni og það spurðist út,“ segir Ólafur um kantmann Vals sem kom á endanum á sýninguna. Ég sá að útvarpsstjóri var líka mættur, var hann að skáta ykkur? „Ekki að ég veit, en gaman að hann hafi mætt,“ segir Ólafur og bætir við „Honum var ekkert boðið eða neitt, hann var bara með vinahópnum sínum. Ég tók mynd af þeim við leikmyndina eftir sýninguna, þeir voru ánægðir,“ segir Ólafur. Gummi Magg, Ástbjörn Þórðarson og Stefán Eiríksson mættu allir á lokasýninguna. Það er ekki víst hvort Gói mætti en það er þó ekki útilokað.Samsett/Hulda Margrét/Cieslikiewicz Hið kvenlega auga mikilvægt Sýningin er kynjaskipt á óvenjulegan máta, það er að segja allir leikararnir eru karlar á meðan listrænir stjórnendur sýningarinnar eru allt konur. Ólafur segir það hafa verið listræna ákvörðun og að hið kvenlæga sjónarhorn hafi verið nauðsynlegt við gerð sýningarinnar. Það eru bara karlar á sviðinu og konur baksviðs. Var það mjög markvisst eða atvikaðist það bara þannig? „Það var listræn ákvörðun hjá okkur. Það bjó til sterkan contrast milli okkar á sviðinu og allra kvennanna sem voru að horfa á og gefa feedback.“ Ólafur segir mikilvægt að hafa fleiri en eitt sjónarhorn við skrif og sköpun. Þess vegna hafi hið kvenlega auga verið mikilvægt við gerð sýningarinnar.Vísir/Vilhelm „Ef það eru bara strákar á vellinum þá er gaman að hafa stelpur utan hans,“ var ákveðinn frasi sem varð til við mótun verksins segir Ólafur. „Þetta er líka mikilvægt sjónarhorn, við þekkjum okkar hlið svo vel en það er mikilvægt að vera með allar hliðar upp á borðum. Oft vorum við vissir um að fólk myndi fatta eitthvað sem þær sáu að virkaði ekki,“ segir Ólafur. Reyndar hafi það líka komið fyrir að stelpurnar vildu henda einhverju út sem strákarnir stóðu fastir á að yrði áfram inni. „Það er gott að vera með þetta auga og það hefur líka áhrif á framsetninguna almennt, kvenleikinn hefur áhrif á ákvarðanatökuna. Við tókum til dæmis lag eftir Bríeti, það hefði aldrei gerst í einhverri gaurasýningu,“ segir hann. Fengu fjórar Grímutilnefningar Viðtökurnar við sýningunni hafa ekki bara verið góðar hjá áhorfendum heldur líka gagnrýnendum en sýningin fékk fjórar Grímutilnefningar núna um daginn. Þær voru fyrir leikrit ársins, þ.e. handritið sjálft, Ólafur var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki, Viktoría Blöndal sem leikstjóri ársins og Valdimar Grímsson sem söngvari ársins. „Skemmtilegt að sjálfstæða senan sé að fá mikið af tilnefningum í ár,“ segir Ólafur um Grímtilnefningarnar en á miðvikudaginn kemur síðan í ljós hvort sýningin hreppir Grímustyttu. „Það er mikilvægt að hlúa að sjálfstætt starfandi sviðslistafólki og þeim leikhúsum sem sinna því.“ Þar fari fremst í flokki Tjarnarbíó sem, þrátt fyrir lítið fjármagn frá ríki og Reykjavíkurborg, lyftir grettistaki í að hlúa að grasrót íslenskrar leiklistar. Aðstandendur og leikarar við Tjarnarbíó hafa vakið athygli á bágri stöðu leikhússins undanfarið. Þau segja Tjarnarbíó að þolmörkum komið, það hafi hýst um 40 leikhópa og 300 starfsmenn á leikári en fái ekki fjármagn til samræmis, tæknibúnaður sé úr sér genginn og aðstaðan sé ekki lengur fólki bjóðandi. Leikhús Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira
Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar fjallar um tvo bræður sem horfa saman á alla leiki Manchester United. Daginn sem sýningin gerist koma tveir óvæntir gestir að horfa á leikinn, kærasti barnsmóður annars bróðurins og söngvarinn Valdimar, sem er leikinn af sjálfum sér. Blaðamanni Vísis barst til eyrna að sýningin fengi framhaldslíf á næsta leikári og hafði samband við Ólaf, sem leikur '99-módelið Óla Gunnar í sýningunni, til að sjá hvort það stæðist og til að ræða viðtökurnar. Ólafur Ásgeirsson er ánægður með móttökurnar og er spenntur fyrir því að setja sýninguna á svið á ný.Vísir/Vilhelm „Þetta fer í Borgarleikhúsið í febrúar, það er staðfest,“ sagði Ólafur aðspurður út í fréttir af framhaldslífi. Verður sýningin þá með breyttu sniði? „Sýningin verður aðlöguð að litla sviðinu, það þarf eitthvað að breyta leikmyndinni og kannski að uppfæra handritið ef eitthvað breytist í Manchester,“ sagði Ólafur. Leikhúsgestir að koma í leikhús í fyrsta skipti á ævinni Ólafur segir sýninguna hafa verið talsvert frábrugðna öðrum sýningum sem hann hefur leikið í. Salurinn var oft fullur af fótboltaáhugamönnum sem höfðu ekkert endilega komið í leikhús áður og þekktu því ekki óskrifaðar leikreglur leikhússins. Gestir sýningarinnar voru duglegir við að mæta í herklæðum Manchester United.Berglind Rögnvaldsdóttir „Við vorum með skýran markhóp sem við vorum að tala við, karlmenn sem horfa á fótbolta,“ segir Ólafur og bætir við eftir stutta umhugsun „Það er kannski ekki alveg einskorðað við karlmenn, konur horfa líka á fótbolta.“ „En staðreyndin er sú að fótboltaáhugamenn eru að miklum meirihluta karlmenn,“ segir Ólafur um áhorfendahóp sýningarinnar sem, ólíkt flestum hefðbundnum sýningum, var mjög karllægur. „Þetta var allt öðruvísi upplifun, sérstaklega þegar við vorum með sali sem voru uppfullir af fótboltaáhugamönnum. Það eru alveg staðir í sýningunni sem mæla það.“ Starkaður Pétursson, Poolari og KR-ingur, leikur lýsanda í sýningunni. Upphaflega átti Hákon Jóhannesson, Poolari og Valsari, að leika það hlutverk.Berglind Rögnvaldsdóttir „Á einum stað í sýningunni er verið að reffa í Pippo Inzaghi og það er bara ákveðinn hópur sem veit hver það er og það flýgur yfir hausinn á hinum,“ segir hann. „Svo urðum við vör við það að mikið af fólki væri að mæta í leikhúsi í fyrsta skiptið, í lífinu nánast. Það kunni ekki alveg þessar óskrifuðu reglur í leikhúsinu, að sitja og horfa á. Stundum var verið að gjamma inn á milli en sýningin höndlaði það alveg,“ segir Ólafur um óreynda leikhúsgesti. „Svo kemur hálfleikur í leiknum í sýningunni og það labbaði alltaf einhver út, það klikkaði ekki,“ segir Ólafur um það hvernig fólk hélt að þegar það væri kominn hálfleikur í fótboltaleiknum í sýningunni þá væri komið hlé í sýningunni sjálfri, sem var ekki raunin. Valdimar ástæðan fyrir valinu á Manchester United Ólafur segir meðbyrinn með sýningunni hafa verið gríðarlegan. Hann var sjálfur hræddur um að mikið vægi Manchester United gæti fælt fólk frá henni. Var eitthvað sem kom á óvart við uppsetningu sýningarinnar? „Það kom kannski ekki beint á óvart en þetta stóðst væntingar okkar og miklu meira en það hvernig viðbrögð við fengum við sýningunni. Það var svo geggjaður meðbyr. Ég hafði persónulega áhyggjur að af því þetta var Manchester United-leikrit þá myndi fólk fælast frá,“ segir Ólafur. „Ég skil það reyndar vel, ég held með Liverpool,“ bætir hann við. Af hverju varð Manchester United fyrir valinu? „Ákvörðunin verður eiginlega til á sama tíma og við ákveðum að Valdimar leiki sjálfan sig. Hann heldur með Manchester United. Við höldum tveir með Liverpool og Svenni, sem leikur aðalhlutverkið, heldur með Everton, en heldur samt í alvörunni með Manchester City en á eftir að fatta það,“ segir Ólafur. Það hefur, að ég veit, heldur ekki komið fram af hverju söngvarinn Valdimar er í sýningunni. „Valdimar og Albert Halldórsson, sem leikur Benna, eru æskuvinir alveg eins og í sýningunni. Það er eitthvað satt í öllum karakterunum, sérstaklega í karakter Alberts. Hann er pípari og veit minnst um fótbolta af okkur.“ „Þessi hugmynd með Valdimar kom þess vegna snemma inn,“ segir Ólafur. Valdimar leikur sjálfan sig í sýningunni, fer með eftirhermur og syngur glæsilega eins og honum einum er lagið.Berglind Rögnvaldsdóttir Doktorinn kom fótboltafíklum í sætin Meðal þeirra sem fóru á sýninguna var Hjörvar Hafliðason, fótboltadoktor, sem lýsti yfir ánægju sinni með sýninguna í hlaðvarpinu sínu. Ólafur segir að þær yfirlýsingar hafi haft mikil áhrif. Dr. Football fannst hinn woke og vitlausi Óli Gunnar, sem Ólafur leikur, fyndnastur í sýningunni.Vísir/Vilhelm Þið fenguð góða umsögn hjá Hjörvari Hafliðasyni í Dr. Football. Funduð þið fyrir áhrifum þess? „Algjörlega, hann talaði fyrst um sýninguna í hlaðvarpinu sínu rétt eftir að við frumsýndum og þá kom fullt af fólki sem hafði heyrt af sýningunni hjá honum,“ segir Ólafur um áhugann sem Hjörvar Hafliðason, fjárhirðir íslenskra fótboltaáhugamanna, vakti á sýningunni. „En eftir að hann kom á sýninguna og minntist á hana í svona þremur þáttum þá seldist upp á sýninguna á sólarhring, en þá var reyndar bara lokasýningin eftir,“ segir Ólafur um mátt doktorsins. Útvarpsstjóri og urmull fótboltamanna á lokasýningunni Blaðamaður Vísis mætti sjálfur á lokasýninguna en þar var urmull af íslenskum fótboltamönnum. Fremstur í flokki var Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður, en leikararnir nýttu sér mætingu hans í sjálfri sýningunni. Auk hans voru á lokasýningunni Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram; KR-ingarnir Stefán Árni Geirsson, Ástbjörn Þórðarson (sem spilar fyrir FH) og Guðmundur Andri Tryggvason, nú í Val; Rasmus Christiansen, leikmaður Aftureldingar og Gunnar Jónas Hauksson, leikmaður Gróttu og rakari, betur þekktur sem Guzcut. Valsarar, bæði núverandi og fyrrverandi, mættu á sýninguna. Þar á meðal Rasmus Christiansen, Hannes Þór Halldórsson og Guðmundur Andri Tryggvason. Svo ekki sé minnst á Adam Ægi Pálsson, kantmanninn knáa.Samsett/Bára Dröfn Kristinsdóttir „Við minntumst aðeins á Adam Ægi í sýningunni og það spurðist út,“ segir Ólafur um kantmann Vals sem kom á endanum á sýninguna. Ég sá að útvarpsstjóri var líka mættur, var hann að skáta ykkur? „Ekki að ég veit, en gaman að hann hafi mætt,“ segir Ólafur og bætir við „Honum var ekkert boðið eða neitt, hann var bara með vinahópnum sínum. Ég tók mynd af þeim við leikmyndina eftir sýninguna, þeir voru ánægðir,“ segir Ólafur. Gummi Magg, Ástbjörn Þórðarson og Stefán Eiríksson mættu allir á lokasýninguna. Það er ekki víst hvort Gói mætti en það er þó ekki útilokað.Samsett/Hulda Margrét/Cieslikiewicz Hið kvenlega auga mikilvægt Sýningin er kynjaskipt á óvenjulegan máta, það er að segja allir leikararnir eru karlar á meðan listrænir stjórnendur sýningarinnar eru allt konur. Ólafur segir það hafa verið listræna ákvörðun og að hið kvenlæga sjónarhorn hafi verið nauðsynlegt við gerð sýningarinnar. Það eru bara karlar á sviðinu og konur baksviðs. Var það mjög markvisst eða atvikaðist það bara þannig? „Það var listræn ákvörðun hjá okkur. Það bjó til sterkan contrast milli okkar á sviðinu og allra kvennanna sem voru að horfa á og gefa feedback.“ Ólafur segir mikilvægt að hafa fleiri en eitt sjónarhorn við skrif og sköpun. Þess vegna hafi hið kvenlega auga verið mikilvægt við gerð sýningarinnar.Vísir/Vilhelm „Ef það eru bara strákar á vellinum þá er gaman að hafa stelpur utan hans,“ var ákveðinn frasi sem varð til við mótun verksins segir Ólafur. „Þetta er líka mikilvægt sjónarhorn, við þekkjum okkar hlið svo vel en það er mikilvægt að vera með allar hliðar upp á borðum. Oft vorum við vissir um að fólk myndi fatta eitthvað sem þær sáu að virkaði ekki,“ segir Ólafur. Reyndar hafi það líka komið fyrir að stelpurnar vildu henda einhverju út sem strákarnir stóðu fastir á að yrði áfram inni. „Það er gott að vera með þetta auga og það hefur líka áhrif á framsetninguna almennt, kvenleikinn hefur áhrif á ákvarðanatökuna. Við tókum til dæmis lag eftir Bríeti, það hefði aldrei gerst í einhverri gaurasýningu,“ segir hann. Fengu fjórar Grímutilnefningar Viðtökurnar við sýningunni hafa ekki bara verið góðar hjá áhorfendum heldur líka gagnrýnendum en sýningin fékk fjórar Grímutilnefningar núna um daginn. Þær voru fyrir leikrit ársins, þ.e. handritið sjálft, Ólafur var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki, Viktoría Blöndal sem leikstjóri ársins og Valdimar Grímsson sem söngvari ársins. „Skemmtilegt að sjálfstæða senan sé að fá mikið af tilnefningum í ár,“ segir Ólafur um Grímtilnefningarnar en á miðvikudaginn kemur síðan í ljós hvort sýningin hreppir Grímustyttu. „Það er mikilvægt að hlúa að sjálfstætt starfandi sviðslistafólki og þeim leikhúsum sem sinna því.“ Þar fari fremst í flokki Tjarnarbíó sem, þrátt fyrir lítið fjármagn frá ríki og Reykjavíkurborg, lyftir grettistaki í að hlúa að grasrót íslenskrar leiklistar. Aðstandendur og leikarar við Tjarnarbíó hafa vakið athygli á bágri stöðu leikhússins undanfarið. Þau segja Tjarnarbíó að þolmörkum komið, það hafi hýst um 40 leikhópa og 300 starfsmenn á leikári en fái ekki fjármagn til samræmis, tæknibúnaður sé úr sér genginn og aðstaðan sé ekki lengur fólki bjóðandi.
Leikhús Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fleiri fréttir 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Sjá meira