Hamsik, sem verður 36 ára í næsta mánuði, hafði sjálfur greint frá því að skórnir færu á hilluna eftir leik Trabzonspor og Alyanspor. Hann hafði einnig tilkynnt það í nóvember á síðasta ári að landsliðsskórnir væru farnir á hilluna.
🇸🇰🥹 Emotional moment as Marek Hamšík (35) plays his final professional match after announcing his retirement this week! pic.twitter.com/Air1Duk5EO
— EuroFoot (@eurofootcom) June 3, 2023
Hamsik verður þó mögulega ekki hættur lengi í fótbolta því hann gæti spilað fyrir slóvakíska landsliðið aðeins tveimur vikum eftir að skórnir fóru á hilluna. Það má því gera ráð fyrir því að skórnir verði ekki orðnir mjög rykfallnir.
Vegna meiðsla í slóvakíska hópnum hafði Francesco Calzona, þjálfari liðsins, samband við Hamsik og bað hann um að hjálpa liðinu í komandi leikjum gegn Íslandi og Liechtenstein. Hamsik rann blóðið til skyldunnar og sagði að ef Slóvakía þyrfti á sér að halda þá væri hann tilbúinn að hjálpa til.
Það er því ljóst að verkefni íslenska landsliðsins verður í það ekki auðveldara við þessar fréttir því Hamsik er bæði leikja- og markahæsti leikmaður slóvakíska landsliðsins frá upphafi með 26 mörk í 136 leikjum.