Manchester City Evrópumeistari 2023 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2023 21:00 Evrópumeistarar. EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU Manchester City er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City varð þar með annað lið í sögu Englands til að vinna þrennuna. Það var mikið um dýrðir fyrir leik þar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dreymir um að gera úrslitaleik Meistaradeildarinnar að viðburði sem líkist Ofurskálinni [e. Super Bowl]. Þannig að áður en leikur hófst héldu hin brasilíska Anitta og hin sænska Alesso uppi stemningunni ásamt tónlistarmanninum Burna Boy. Nóg um að vera áður en leikurinn var flautaður á.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Skrautið á kökunni var svo þegar Ádám György spilaði Meistaradeildarlagið á píanó þegar liðin gengu inn á völlinn. Ruglaði það stuðningsfólk Man City í ríminu en það steingleymdi að baula þegar lagið var spilað eins og venja er. Hvað leikinn varðar þá voru liðin í raun nákvæmlega eins og búast mátti við. Það vakti athygli að Kyle Walker var ekki í byrjunarliði Man City en hann byrjaði báða undanúrslitaleikina gegn Real Madríd og í 2-1 sigrinum á Manchester United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Pep Guardiola hélt sig samt við 3-2-4-1 leikkerfið sem hefur virkað svo vel undanfarið á meðan Inter var í sínu hefðbundna 5-3-2 leikkerfi. Erling Braut Håland komst ekki á blað í kvöld.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Mögulega má segja að leikkerfi liðanna sýni hvernig fótbolta þau spili en það væri vanvirðing við Inter frá Mílanó að halda því fram. Þó liðið sé eðlilega varnarsinnaðra en Man City þá er það frábært þegar kemur að taktík. Sást það vel í fyrri hálfleik þar sem Englandsmeistararnir sköpuðu sér í raun ekki eitt alvöru færi. Erling Braut Håland fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann átti skot úr þröngu færi sem André Onana varði nokkuð þægilega í marki Inter. Staðan var markalaus í hálfleik en Man City varð hins vegar fyrir áfalli áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Kevin De Bruyne fékk tak aftan í læri og þurfti að fara af velli á 25. mínútu. Í hans stað kom Phil Foden inn á. Belginn eðlilega svekktur.EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri en hvorugt liðið virtist ætla að opna sig að óþörfu. Það var þangað til Lautaro Martínez fékk óvænt færi eftir að Bernardo Silva átti slaka sendingu til baka á Manuel Akanji sem lét boltann fara og missti Martínez fram úr sér. Sem betur fyrir Man City var Ederson vel á verði í markinu en Brasilíumaðurinn kom út og gerði skotvinkil Martínez mjög þröngan. Skotið því varið og það átti City eftir að nýta sér. Færið sem um er ræðir.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Á 68. mínútu leiksins dró nefnilega til tíðinda. Áðurnefndur Akanji átti þá sendingu á áðurnefndan Silva sem skar boltann út í teiginn. Knötturinn virtist hafa viðkomu í hendi leikmanns Inter en það kom ekki að sök þar sem Rodri kom á ferðinni og lagði boltann einkar fast með hægri fæti í hægra hornið. Gríðarleg yfirvegun hjá þeim spænska og Man City komið 1-0 yfir. All the emotions #UCLfinal pic.twitter.com/hcd9WzBgod— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) June 10, 2023 Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Inter sitt besta færi í leiknum. Federico Dimarco náði þá skalla inn í teig eftir fyrirgjöf. Boltinn endaði í slánni og hrökk aftur til Dimarco sem reyndi skalla að marki en sá fór í Romelu Lukaku og varnarmenn Man City hreinsuðu eftir að hafa þurrkað svitann. *This* close #UCLfinal pic.twitter.com/tpDSC7r71p— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) June 10, 2023 Skömmu eftir það fékk varamaðurinn Foden frábært færi eftir að hafa sveigt framhjá hverjum varnarmanni Inter á fætur öðrum. Fast skot hans var þó of nálægt Onana sem varði vel í marki Inter. Það virtist ætla að koma í bakið á Man City þegar Lukaku fékk sannkallað dauðafæri á 88. mínútu en Ederson varði skalla hans með fætinum. Belgíski framherjinn átti svo skot stuttu síðar sem fór langt framhjá. Ederson varði þennan.Twitter@ChampionsLeague Inter fékk færin til að jafna metin en allt kom fyrir ekki og Manchester City vann leikinn á endanum 1-0. Þar með er þeirra fyrsti Evróputitill kominn í hús sem sem og fyrsta þrennan í sögu félagsins. Það er að vinna alla þrjá stóru titlana sem eru í boði: deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Manchester City er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City varð þar með annað lið í sögu Englands til að vinna þrennuna. Það var mikið um dýrðir fyrir leik þar Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dreymir um að gera úrslitaleik Meistaradeildarinnar að viðburði sem líkist Ofurskálinni [e. Super Bowl]. Þannig að áður en leikur hófst héldu hin brasilíska Anitta og hin sænska Alesso uppi stemningunni ásamt tónlistarmanninum Burna Boy. Nóg um að vera áður en leikurinn var flautaður á.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Skrautið á kökunni var svo þegar Ádám György spilaði Meistaradeildarlagið á píanó þegar liðin gengu inn á völlinn. Ruglaði það stuðningsfólk Man City í ríminu en það steingleymdi að baula þegar lagið var spilað eins og venja er. Hvað leikinn varðar þá voru liðin í raun nákvæmlega eins og búast mátti við. Það vakti athygli að Kyle Walker var ekki í byrjunarliði Man City en hann byrjaði báða undanúrslitaleikina gegn Real Madríd og í 2-1 sigrinum á Manchester United í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Pep Guardiola hélt sig samt við 3-2-4-1 leikkerfið sem hefur virkað svo vel undanfarið á meðan Inter var í sínu hefðbundna 5-3-2 leikkerfi. Erling Braut Håland komst ekki á blað í kvöld.EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Mögulega má segja að leikkerfi liðanna sýni hvernig fótbolta þau spili en það væri vanvirðing við Inter frá Mílanó að halda því fram. Þó liðið sé eðlilega varnarsinnaðra en Man City þá er það frábært þegar kemur að taktík. Sást það vel í fyrri hálfleik þar sem Englandsmeistararnir sköpuðu sér í raun ekki eitt alvöru færi. Erling Braut Håland fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann átti skot úr þröngu færi sem André Onana varði nokkuð þægilega í marki Inter. Staðan var markalaus í hálfleik en Man City varð hins vegar fyrir áfalli áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Kevin De Bruyne fékk tak aftan í læri og þurfti að fara af velli á 25. mínútu. Í hans stað kom Phil Foden inn á. Belginn eðlilega svekktur.EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU Síðari hálfleikur var svipaður og sá fyrri en hvorugt liðið virtist ætla að opna sig að óþörfu. Það var þangað til Lautaro Martínez fékk óvænt færi eftir að Bernardo Silva átti slaka sendingu til baka á Manuel Akanji sem lét boltann fara og missti Martínez fram úr sér. Sem betur fyrir Man City var Ederson vel á verði í markinu en Brasilíumaðurinn kom út og gerði skotvinkil Martínez mjög þröngan. Skotið því varið og það átti City eftir að nýta sér. Færið sem um er ræðir.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Á 68. mínútu leiksins dró nefnilega til tíðinda. Áðurnefndur Akanji átti þá sendingu á áðurnefndan Silva sem skar boltann út í teiginn. Knötturinn virtist hafa viðkomu í hendi leikmanns Inter en það kom ekki að sök þar sem Rodri kom á ferðinni og lagði boltann einkar fast með hægri fæti í hægra hornið. Gríðarleg yfirvegun hjá þeim spænska og Man City komið 1-0 yfir. All the emotions #UCLfinal pic.twitter.com/hcd9WzBgod— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) June 10, 2023 Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Inter sitt besta færi í leiknum. Federico Dimarco náði þá skalla inn í teig eftir fyrirgjöf. Boltinn endaði í slánni og hrökk aftur til Dimarco sem reyndi skalla að marki en sá fór í Romelu Lukaku og varnarmenn Man City hreinsuðu eftir að hafa þurrkað svitann. *This* close #UCLfinal pic.twitter.com/tpDSC7r71p— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) June 10, 2023 Skömmu eftir það fékk varamaðurinn Foden frábært færi eftir að hafa sveigt framhjá hverjum varnarmanni Inter á fætur öðrum. Fast skot hans var þó of nálægt Onana sem varði vel í marki Inter. Það virtist ætla að koma í bakið á Man City þegar Lukaku fékk sannkallað dauðafæri á 88. mínútu en Ederson varði skalla hans með fætinum. Belgíski framherjinn átti svo skot stuttu síðar sem fór langt framhjá. Ederson varði þennan.Twitter@ChampionsLeague Inter fékk færin til að jafna metin en allt kom fyrir ekki og Manchester City vann leikinn á endanum 1-0. Þar með er þeirra fyrsti Evróputitill kominn í hús sem sem og fyrsta þrennan í sögu félagsins. Það er að vinna alla þrjá stóru titlana sem eru í boði: deild, bikar og Meistaradeild Evrópu.