„Tilfinningaþrungið, draumur að rætast. Stuðningsfólkið hefur beðið í veit ekki hvað mörg ár. Þau eiga þetta skilið, við eigum þetta skilið,“ sagði miðjumaðurinn beint eftir leik.
„Við komumst svo nálægt þessu á síðasta ári, ég vil bara þakka öllum.“
„Þetta var ekki auðvelt. Þvílíkt lið sem við mættum í kvöld, hvernig þeir vörðust og sóttu með skyndisóknum. Við gáfum allt sem við áttum. Ég var ekki góður í fyrri hálfleik, ég spilaði ömurlega.“
„Svona eru úrslitaleikir, þú getur ekki reiknað með að spila jafn vel og alltaf. Tilfinningar og taugar taka yfir.“
„Við börðumst eins og skepnur. Við viljum meira, það er draumurinn. Við vonumst til að endurtaka leikinn að ári en við eigum skilið að fagna,“ sagði Evrópumeistarinn Rodri að endingu.