„Við ætlum að vera í topp sex“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 11. júní 2023 18:42 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm „Þetta er mikil léttir og ég er gríðarlega ánægður með mitt lið í dag. Vilji, gæði, skipulag og agað spil skóp þennan sigur.“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir góðan 3-0 sigur á Selfoss á Þórsvellinum í dag. „Við sköpuðum okkur fullt af færum og skorum tvö frábær mörk í fyrri hálfleik. Mínar stelpur voru mjög ákveðnar í sínum aðgerðum, þegar við vinnum boltann að þá förum við í ákveðin svæði og mér fannst við skapa fullt af færum til að skora mörk. Við keyrðum síðan síðasta naglann í þetta í síðari hálfleik með markinu frá Tahnai.“ Þór/KA skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu í leiknum og fyrri hálfleikur var eign heimakvenna. Gestirnir komu beinskeyttari inn í síðari hálfleikinn og ógnuðu marki Þór/KA á fyrstu tíu mínútum en Þór/KA var fyrri til að skora þetta mikilvæga þriðja markið í þessum leik. „Selfoss er með hörku lið og þær eru mjög hættulegar og beinskeyttar en við sjáum að sjálfstraustið er ekki í botni hjá þeim. Við vorum ekki á ósvipuðum stað fyrir þennan leik þar sem það er líka búið að ganga hægt og illa hjá okkur undanfarið. Það fer alveg í hausinn á leikmönnum þannig það var mjög mikilvægt að ná inn þessu þriðja marki þótt mér fannst við alveg vera með leikinn í okkar höndum fyrir það.“ Una Móeiður Hlynsdóttir kom inn í byrjunarlið Þór/KA og var þeirra besti leikmaður á vellinum í dag, skoraði fyrsta markið og lét vörn Selfoss hafa mikið fyrir sér. „Við höfum saknað Unu Móeiði eins og annarra leikmanna sem hafa verið meiddar hjá okkur. Hún er ofboðslega öflugur sóknarmaður og gerir ótrúlega mikið inn á vellinum. Það er rosalega erfitt að spila á móti henni og ég held að Selfoss hafi fundið það í dag, svo gerir hún líka leikmenn í kringum sig betri. Það býr til breidd að fá hana úr þessum meiðslum, við viljum hafa samkeppni um stöður og mér finnst hópurinn alltaf vera að þéttast og verða betri.“ Jóhann var ánægður með stigin en minnti sömuleiðis á góða byrjun liðsins í upphafi móts sem aðstoði við það að liðið sé allavega tímabundið komið upp í fjórða sætið. „Við náum mest þremur stigum í einu og sem betur fer getur engin tekið þau af okkur. Þannig við erum með þessi stig sem við fengum fyrir góðan byrjun á mótinu, þó það hafi gengið aðeins á fótinn í síðustu þremur leikjum þá bara höldum við áfram þessari stigasöfnun. Okkar markmið er það sama, við ætlum að vera í topp sex sætunum og ef við höldum áfram svona að þá eigum við góðan möguleika á því.“ Besta deild kvenna Þór Akureyri KA UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
„Við sköpuðum okkur fullt af færum og skorum tvö frábær mörk í fyrri hálfleik. Mínar stelpur voru mjög ákveðnar í sínum aðgerðum, þegar við vinnum boltann að þá förum við í ákveðin svæði og mér fannst við skapa fullt af færum til að skora mörk. Við keyrðum síðan síðasta naglann í þetta í síðari hálfleik með markinu frá Tahnai.“ Þór/KA skoraði tvö mörk á fyrsta korterinu í leiknum og fyrri hálfleikur var eign heimakvenna. Gestirnir komu beinskeyttari inn í síðari hálfleikinn og ógnuðu marki Þór/KA á fyrstu tíu mínútum en Þór/KA var fyrri til að skora þetta mikilvæga þriðja markið í þessum leik. „Selfoss er með hörku lið og þær eru mjög hættulegar og beinskeyttar en við sjáum að sjálfstraustið er ekki í botni hjá þeim. Við vorum ekki á ósvipuðum stað fyrir þennan leik þar sem það er líka búið að ganga hægt og illa hjá okkur undanfarið. Það fer alveg í hausinn á leikmönnum þannig það var mjög mikilvægt að ná inn þessu þriðja marki þótt mér fannst við alveg vera með leikinn í okkar höndum fyrir það.“ Una Móeiður Hlynsdóttir kom inn í byrjunarlið Þór/KA og var þeirra besti leikmaður á vellinum í dag, skoraði fyrsta markið og lét vörn Selfoss hafa mikið fyrir sér. „Við höfum saknað Unu Móeiði eins og annarra leikmanna sem hafa verið meiddar hjá okkur. Hún er ofboðslega öflugur sóknarmaður og gerir ótrúlega mikið inn á vellinum. Það er rosalega erfitt að spila á móti henni og ég held að Selfoss hafi fundið það í dag, svo gerir hún líka leikmenn í kringum sig betri. Það býr til breidd að fá hana úr þessum meiðslum, við viljum hafa samkeppni um stöður og mér finnst hópurinn alltaf vera að þéttast og verða betri.“ Jóhann var ánægður með stigin en minnti sömuleiðis á góða byrjun liðsins í upphafi móts sem aðstoði við það að liðið sé allavega tímabundið komið upp í fjórða sætið. „Við náum mest þremur stigum í einu og sem betur fer getur engin tekið þau af okkur. Þannig við erum með þessi stig sem við fengum fyrir góðan byrjun á mótinu, þó það hafi gengið aðeins á fótinn í síðustu þremur leikjum þá bara höldum við áfram þessari stigasöfnun. Okkar markmið er það sama, við ætlum að vera í topp sex sætunum og ef við höldum áfram svona að þá eigum við góðan möguleika á því.“
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA UMF Selfoss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti