Bitinn í kálfann á Akranesi: „Var bara í hálfgerðu áfalli“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 07:22 Káramenn birtu þessa mynd af bitsárinu á kálfa Hilmars Halldórssonar eftir leikinn við Kormák/Hvöt. Samsett/Kári Hilmari Halldórssyni, knattspyrnumanni á Akranesi, var ráðlagt af lækni að fá stífkrampasprautu í dag eftir að hafa verið bitinn af andstæðingi sínum í leik með Kára gegn Kormáki/Hvöt í 3. deild. Myndband af atvikinu má sjá í greininni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli,“ sagði Hilmar í samtali við Vísi í gærkvöld, eftir að hafa verið bitinn af Alberto Sánchez, leikmanni Kormáks/Hvatar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir tuttugu mínútna leik og var Sánchez rekinn af velli, sem og Marinó Hilmar Ásgeirsson liðsfélagi Hilmars sem ýtti Sánchez í burtu. ÍA TV sýndi frá leiknum. Klippa: Bitið á Akranesi „Við vorum ekkert búnir að vera í neinum slag, bara að kljást á kantinum. Svo lendum við í þessu návígi þarna í teignum, hann er á undan í boltann og ég brýt á honum. Aukaspyrna eðlilega dæmd. Aldrei óraði mig fyrir því þegar við lágum þarna að hann færi að bíta mig í kálfann,“ segir Hilmar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli. Marinó Hilmar, liðsfélagi minn, stóð ofan í þessu og sem betur fer stökk hann beint á manninn og reif hann af mér,“ bætir hann við. „Ekkert annað en líkamsárás“ Hilmar leitaði ráða hjá lækni eftir atvikið og segist vonast til þess að Sánchez fái langt bann vegna hegðunar sinnar, en það er í höndum aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að segja til um það og fundar hún næst á morgun. „Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Ég hafði samband við vakthafandi lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hann ráðlagði mér að koma í stífkrampasprautu. Maður veltir fyrir sér hvort þetta eigi að fara eitthvað lengra þar sem þetta er auðvitað ekkert annað en líkamsárás í mínum huga. Vonandi fær hann að minnsta kosti langt bann því ég held að enginn vilji láta svona vitleysu viðgangast á fótboltavellinum,“ segir Hilmar. Alls fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft í Akraneshöllinni í gær, og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Í seinni hálfleiknum fékk nefnilega Teitur Pétursson, titlaður liðsstjóri á bekknum hjá Kára, rautt spjald og seint í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Kormáks/Hvatar rautt, þeir Ismael Moussa Yann Trevor og Mateo Climent Rodriguez. Eftir leikinn er Kormákur/Hvöt í 4. sæti með 13 stig en Kári í 7. sæti með átta stig. Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
„Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli,“ sagði Hilmar í samtali við Vísi í gærkvöld, eftir að hafa verið bitinn af Alberto Sánchez, leikmanni Kormáks/Hvatar. Atvikið má sjá hér að neðan en það gerðist eftir tuttugu mínútna leik og var Sánchez rekinn af velli, sem og Marinó Hilmar Ásgeirsson liðsfélagi Hilmars sem ýtti Sánchez í burtu. ÍA TV sýndi frá leiknum. Klippa: Bitið á Akranesi „Við vorum ekkert búnir að vera í neinum slag, bara að kljást á kantinum. Svo lendum við í þessu návígi þarna í teignum, hann er á undan í boltann og ég brýt á honum. Aukaspyrna eðlilega dæmd. Aldrei óraði mig fyrir því þegar við lágum þarna að hann færi að bíta mig í kálfann,“ segir Hilmar. „Ég hef aldrei lent í þessu áður og maður var bara í hálfgerðu áfalli. Marinó Hilmar, liðsfélagi minn, stóð ofan í þessu og sem betur fer stökk hann beint á manninn og reif hann af mér,“ bætir hann við. „Ekkert annað en líkamsárás“ Hilmar leitaði ráða hjá lækni eftir atvikið og segist vonast til þess að Sánchez fái langt bann vegna hegðunar sinnar, en það er í höndum aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að segja til um það og fundar hún næst á morgun. „Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við svona. Ég hafði samband við vakthafandi lækni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og hann ráðlagði mér að koma í stífkrampasprautu. Maður veltir fyrir sér hvort þetta eigi að fara eitthvað lengra þar sem þetta er auðvitað ekkert annað en líkamsárás í mínum huga. Vonandi fær hann að minnsta kosti langt bann því ég held að enginn vilji láta svona vitleysu viðgangast á fótboltavellinum,“ segir Hilmar. Alls fór rauða spjaldið fimm sinnum á loft í Akraneshöllinni í gær, og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Í seinni hálfleiknum fékk nefnilega Teitur Pétursson, titlaður liðsstjóri á bekknum hjá Kára, rautt spjald og seint í uppbótartíma fengu tveir leikmenn Kormáks/Hvatar rautt, þeir Ismael Moussa Yann Trevor og Mateo Climent Rodriguez. Eftir leikinn er Kormákur/Hvöt í 4. sæti með 13 stig en Kári í 7. sæti með átta stig.
Íslenski boltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti