Körfubolti

Hjalti Þór tekur við Ís­lands­meisturum Vals

Siggeir Ævarsson skrifar
Hjalti Þór Vilhjálmsson var ekki lengi atvinnulaus
Hjalti Þór Vilhjálmsson var ekki lengi atvinnulaus Vísir/Hulda Margrét

Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur tekið við þjálfun Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna. Valskonur hafa verið án þjálfara frá lokum tímabilsins en Ólafur Jónas Sigurðsson ákvað að taka sér frí frá þjálfun eftir að hafa landað titlinum í vor.

Hjalti, sem er fertugur að aldri, er einn af reynslumeiri þjálfurum landsins, en síðustu fjögur ár þjálfaði hann lið Keflavíkur í Subway-deild karla. Hann hætti með liðið í vor eftir að hafa beðið lægri hlut gegn Tindastóli í 4-liða úrslitum.

Valsarar greina frá ráðningunni á Facebook-síðu sinni, og fagna að vonum komu Hjalta Þórs. 

Það er mikill fengur fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá jafn reynslumikinn og öflugan þjálfara til að taka þátt í að viðhalda því öfluga starfi sem hefur verið innan félagsins. Áfram hærra!


Tengdar fréttir

Hættir sem þjálfari Ís­lands­meistara Vals

Ólafur Jónas Sigurðsson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfubolta í eitt ár hið minnsta. Það þýðir að Íslandsmeistarar Vals í körfubolta kvenna eru í leit að nýjum þjálfara. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Vals nú rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×