Hagkaup bætist í hóp verslana sem selja áfengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2023 15:51 Hagkaup stefnir að opnun netverslunar á næstu misserum. Vísir/Vilhelm Hagkaup stefnir að því að hefja netverslun áfengis á næstu misserum. Verslunin mun þá bætast í hóp með Costco, Heimkaupum og fjölda smærri netverslana. Dómsmálaráðherra segist ekki getað dregið aðra ályktun en að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Í gær bættist verslunarrisinn Costco í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar með Costco-kort geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt samdægurs í verslunina í Kauptúni. Síðasta sumar hófu Heimkaup netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir fyrirtækið undirbúa vefverslun áfengis.Aðsent Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í viðtali við Mbl í dag það ekki ólíklegt að áfengisverslun opni í netverslun Hagkaupa á komandi misserum og að verslunin sé farin að undirbúa útfærslu á slíkri vefverslun. Hagkaup er nú þegar með vefverslun fyrir snyrtivörur, leikföng, sérvörur og veisluþjónusta. Verslunin er því með vettvang fyrir reksturinn. Í viðtalinu sagði hann einnig að Hagkaup hafi ákveðið að vera ekki fremst í flokki í vefverslun áfengis en það væri orðið ljóst að verslanirnar fái að opna og starfrækja vefverslunina án inngripa frá yfirvöldum. Þess vegna teldi fyrirtækið óhætt að hefja undirbúning á sölunni. Vefverslun áfengis sé lögmæt Fráfarandi dómsmálaráðherra segir það ljóst að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Sjálfur lagði hann fram frumvarp um vefverslun áfengis í desember en það hafi strandað á Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hann fagnar innkomu einkaframtaksins. „Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að vefverslun með áfengi sé lögmæt,“ sagði Jón Gunnarsson í viðtali við Mbl í tilefni af því að Costco opnaði vefverslun með áfengi. Jón Gunnarsson fagnar innkomu einkaaðila á áfengissölumarkaði.Vísir/Vilhelm Hann sagði að hérlendis hefðu verið margar vefverslanir um nokkurra ára skeið og þær hafi gengið vel. Um sjálfsagða þróun í takt við almenna verslunarhætti væri að ræða. Í raun mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Fyrirtæki hafa smeygt sér fram hjá lagabókstafnum með því að nota birgja eða milliliði sem eru skráðir erlendis. Þannig virka lögin í raun ekki sem skyldi. Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Í gær bættist verslunarrisinn Costco í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar með Costco-kort geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt samdægurs í verslunina í Kauptúni. Síðasta sumar hófu Heimkaup netsölu áfengis fyrst stórmarkaða. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir fyrirtækið undirbúa vefverslun áfengis.Aðsent Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði í viðtali við Mbl í dag það ekki ólíklegt að áfengisverslun opni í netverslun Hagkaupa á komandi misserum og að verslunin sé farin að undirbúa útfærslu á slíkri vefverslun. Hagkaup er nú þegar með vefverslun fyrir snyrtivörur, leikföng, sérvörur og veisluþjónusta. Verslunin er því með vettvang fyrir reksturinn. Í viðtalinu sagði hann einnig að Hagkaup hafi ákveðið að vera ekki fremst í flokki í vefverslun áfengis en það væri orðið ljóst að verslanirnar fái að opna og starfrækja vefverslunina án inngripa frá yfirvöldum. Þess vegna teldi fyrirtækið óhætt að hefja undirbúning á sölunni. Vefverslun áfengis sé lögmæt Fráfarandi dómsmálaráðherra segir það ljóst að vefverslun með áfengi sé lögmæt. Sjálfur lagði hann fram frumvarp um vefverslun áfengis í desember en það hafi strandað á Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Hann fagnar innkomu einkaframtaksins. „Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að vefverslun með áfengi sé lögmæt,“ sagði Jón Gunnarsson í viðtali við Mbl í tilefni af því að Costco opnaði vefverslun með áfengi. Jón Gunnarsson fagnar innkomu einkaaðila á áfengissölumarkaði.Vísir/Vilhelm Hann sagði að hérlendis hefðu verið margar vefverslanir um nokkurra ára skeið og þær hafi gengið vel. Um sjálfsagða þróun í takt við almenna verslunarhætti væri að ræða. Í raun mega íslensk fyrirtæki ekki selja áfengi samkvæmt lögum. Fyrirtæki hafa smeygt sér fram hjá lagabókstafnum með því að nota birgja eða milliliði sem eru skráðir erlendis. Þannig virka lögin í raun ekki sem skyldi.
Áfengi og tóbak Neytendur Verslun Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03
Heimkaup hefja áfengissölu í heimsendingu Vefverslunin Heimkaup hefur bæst í flóru þeirra fyrirtækja sem selja áfengi yfir netið hér á landi. Verðlagning er svipuð og í ÁTVR. 29. júní 2022 11:18