Enski boltinn

Chelsea hafnaði til­boði Man United í Mount

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Man United vill Mount en er félagið tilbúð að borga uppsett verð?
Man United vill Mount en er félagið tilbúð að borga uppsett verð? EPA-EFE/Tim Keeton

Enska knattspyrnufélagið Manchester United bauð formlega í Mason Mount, miðjumann Chelsea og enska landsliðsins, í gær, miðvikudag. Chelsea hafnaði tilboðinu. Frá þessu greina breskir fjölmiðlar á borð við Telegraph, Guardian og fleiri.

Man United hefur sýnt hinum 24 ára gamla Mount mikinn áhuga að undanförnu en samningur leikmannsins við uppeldisfélagið rennur út næsta sumar. Talið er næsta öruggt að Mount skrifi ekki undir nýjan samning á Brúnni og er því orðaður burt frá félaginu.

Talið er að Mount og Man Utd þegar komist að samkomulagi varðandi kjör leikmannsins en Man Utd og Chelsea hafa ekki enn komist að sameiginlegri niðurstöðu er varðar kaupverð.

Á miðvikudag bauð Man United 40 milljónir sterlingspunda [7 milljarða íslenskra króna] í leikmanninn en talið er að Chelsea vilji fá að lágmarki 70 milljónir sterlingspunda [12,2 milljarða íslenskra króna] fyrir leikmanninn.

Manchester United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, vann deildarbikarinn og komst í úrslit FA-bikarkeppninnar. Chelsea endaði í 12. sæti.


Tengdar fréttir

Mount hallast að Man United

Enski miðjumaðurinn Mason Mount hallast að því að ganga í raðir Manchester United en hann er eftirsóttur af fjölda liða.

Fé­laga­skipta­gluggi Eng­lands opnaður: Stór nöfn gætu verið á far­alds­fæti

Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×