Hafnaði ráðleggingum og laug að ráðgjöfum um leyniskjölin Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2023 11:08 Hinn 77 ára gamli Donald Trump er hann ræddi við stuðningsmenn sína í New Jersy á þriðjudaginn. AP/Mary Altaffer Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafnaði ítrekaðri viðleitni lögmanna hans og ráðgjafa til að reyna að fá hann til að skila gögnum og leynilegum skjölum. Ítrekað var reynt að fá Trump til að gera samkomulag við Dómsmálaráðuneytið til að forðast ákærur, en forsetinn fyrrverandi vildi ekki heyra slíkt. Frá því forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna kröfðust þess fyrst að Trump skilaði þeim opinberu gögnum sem hann tók ólöglega með sér úr Hvíta húsinu, hefur hann ítrekað ekki viljað nýta sér tækifæri og tilboð til þess að reyna að leysa málið með því að skila gögnunum og forðast ákæru. Trump flutti úr Hvíta húsinu þann 20. janúar en Þjóðskjalasafnið sendi Trump fyrst erindi um gögnin í febrúar það ár. Um haustið sagði Alex Cannon, þáverandi lögmaður Trumps, að hann ætti samkvæmt lögum að skila gögnunum. Seinna sagði Cannon að forsvarsmenn Þjóðskjalasafnsins myndu leita til þingsins eða Dómsmálaráðuneytisins ef hann skilaði gögnum ekki. „Ég á þetta,“ sagði Trump þá, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. Forsetinn fyrrverandi ákvað þó að fara í gegnum einhverja af kössunum sem hann tók með sér og skilaði hann nokkrum þeirra. Ekki ákærður vegna gagna sem hann skilaði Í upphafi árs í fyrra skilaði hann fimmtán kössum en hélt minnst 64 eftir. Þá sagði hann ráðgjöfum sínum að gefa út yfirlýsingu um að öllum opinberum gögnum hefði verið skilað. Hann hélt þó eftir fleiri en hundrað leynilegum skjölum og öðrum opinberum gögnum. Hér má sjá kassa með opinberum gögnum og mögulega leynilegum skjölum geymda inn á baðherbergi í Mar-a-Lago.AP/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Seinna meir, þegar honum var stefnt og skipað að skila þeim opinberum gögnum sem hann hafði haldið eftir, fékk hann aðstoðarmann sinn til að færa kassa og sagði hann lögmönnum sínum ekki frá því. Enn seinna gerðu rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleit í Mar-a-Lago og lögðu hald á gögnin. Þetta kemur fram í viðtölum blaðamanna Washington við sjö af ráðgjöfum Trump. Þeir segja að Trump hafi sagt ósatt um hvað væri í kössunum sem eftir voru. Hann hefði haldið því fram að þeir innihéldu blaðaúrklippur og föt. Þeir segja Trump hafa ítrekað neitað að fylgja ráðum lögmanna sinna og ráðgjafa og segja að þess í stað hafi hann hlustað á Tom Fitton, sem stýrir íhaldssömu samtökunum Judicial Watch, og aðra sem sögðu honum að halda gögnunum og taka slaginn við Dómsmálaráðuneytið. Áðurnefndir ráðgjafar nefndu sérstaklega í samtölum við Washington Post að Trump var ekki ákærður vegna neinna gagna sem hann skilaði sjálfviljugur. Úr ákærunni gegn Trump þar sem haft er eftir honum að hann hafi ekki viljað að „kassarnir hans“ yrðu skoðaðir.AP/Jon Elswick John F. Kelly, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, sagði að Trump gæti ómögulega viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér eða gert rangt. „Hann vildi eiga þetta og hann segir: „Þú getur ekki sagt mér hvað ég á að gera. Ég er snjallasti maðurinn í herberginu“,“ sagði Kelly samkvæmt frétt WP. Viðurkenndi að gögnin væru leynileg Trump var nýverið ákærður í 38 liðum en þar af snúa flestir að því að hann reyndi að komast hjá því að afhenda opinberu gögnin. Fimm liðir snúa að því að hann hafi reynt að fela leynileg skjöl og hindra framgang réttvísinnar. Tveir ákæruliðir snúa að því að Trump og aðstoðarmaður hans hafi logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem er ólöglegt. Áhugasamir geta séð ákæruna hér á vef Dómsmálaráðuneytisins. Umrædd leynileg skjöl snerust meðal annars að varnarmálum Bandaríkjanna og annarra ríkja, kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna og mögulegum veikleikum Bandaríkjanna og annarra ríkja, svo eitthvað sé nefnt. Meðal sönnunargagna saksóknara er upptaka af Trump sýna tveimur mönnum leynilegt skjal. Á upptökunni heyrist hann segja að skjalið sé leynilegt og að hann ætti ekki að sýna þeim það. Þá viðurkennir hann einnig að hann hefði getað svipt skjalið leynd á meðan hann var forseti en það hefði hann ekki gert og nú væri það of seint. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Í ákærunni gegn Trump kemur einnig fram að hann sagði Evan Corcoran, öðrum fyrrverandi lögmanni, að hann vildi alls ekki að einhverjir myndu skoða innihalda kassanna og lagði til að stefnu Þjóðskjalasafnsins yrði ekki svarað, eða svarað og sagt að engin opinber gögn væru í Mar-a-Lago. Hann lagði einni til að leynileg skjöl yrðu fjarlægð og falin. Reiður eftir ákæru Trump hefur brugðist reiður við ákærunni og beinir spjótum sínum að Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. Meðal annars hefur Trump sakað Biden um pólitískar ofsóknir gegn sér og spillingu. Bandamenn Trump, stuðningsmenn og hægri sinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News hafa tekið undir þá orðræðu. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipaði sérstakan rannsakanda til að skoða gagnamál Trumps og ákærudómstóll fenginn til að leggja til hvort ákæra ætti í málinu. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Trump hefur heitið því að verði hann forseti aftur, muni hann skipa eigin rannsakanda til að ná „spilltasta forseta í sögu Bandaríkjanna, Joe Biden, og allri Biden glæpafjölskyldunni“. Grafa undan lýðræðinu Bandamenn Trump á þingi og víðar í Repúblikanaflokknum hafa tekið undir orðræðu hans um spillingu í dómsmálakerfinu, þó orðræðan sé innihaldslaus. Þeirra á meðal er Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sem hefur notað ákæruna gegn Trump í fjáröflun sinni, þar sem hann talar um nornaveiðar gegn forsetanum fyrrverandi. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, hefur hins vegar ekkert viljað segja um málið. AP fréttaveitan segir marga þingmenn hafa komið Trump til varnar, jafnvel þó margir þeirra hafi viðurkennt að hafa ekki lesið ákæruna. Þetta sé fordæmalaust dæmi um það hvernig Trump hafi breytt Repúblikanaflokknum úr flokki sem prýddi sig af því að standa fyrir „lög og reglu“ en verji nú og réttlæti hinar alvarlegu ásakanir um að brjóta lög varðandi leynilegustu gögn Bandaríkjanna sem Trump stendur frammi fyrir. Þá sé Trump á sama tíma að endurskrifa starfslýsinguna fyrir það að leiða annan af tveimur stærstu stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna. Á meðan hann sé að bjóða sig aftur til embættis forseta Bandaríkjanna sé hann beinlínis að grafa undan lýðræðinu og hvetja kynslóð Repúblikana á þingi til að fylgja honum. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05 Vara við hættulegri orðræðu stuðningsmanna Trump Sérfræðingar eru uggandi vegna orðræðu stuðningsmanna Trump í kjölfar þess að ákærur voru gefnar út á hendur honum í tengslum við leyniskjöl sem hann tók úr Hvíta húsinu, faldi á heimili sínu í Flórída og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. 12. júní 2023 08:38 Ákæran sé ein versta valdníðslan í sögu landsins Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir ákæru á hendur sér vegna þess að hann hélt opinberum gögnum með ólöglegum hætti og hindraði framgang réttvísinnar, munu fara í sögubækurnar sem ein versta valdníðslan í sögu Bandaríkjanna. 10. júní 2023 21:29 Keppinautar Trump koma honum enn til varnar eftir ákæru Nokkrir mótframbjóðendur Donalds Trump sem keppa við hann um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tóku undir gagnrýni hans á dómsmálayfirvöld eftir að hann var ákærður vegna leyniskjala sem hann hélt eftir. Ákæran er söguleg en kemur ekki í veg fyrir að Trump geti boðið sig fram til forseta. 9. júní 2023 09:07 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Frá því forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna kröfðust þess fyrst að Trump skilaði þeim opinberu gögnum sem hann tók ólöglega með sér úr Hvíta húsinu, hefur hann ítrekað ekki viljað nýta sér tækifæri og tilboð til þess að reyna að leysa málið með því að skila gögnunum og forðast ákæru. Trump flutti úr Hvíta húsinu þann 20. janúar en Þjóðskjalasafnið sendi Trump fyrst erindi um gögnin í febrúar það ár. Um haustið sagði Alex Cannon, þáverandi lögmaður Trumps, að hann ætti samkvæmt lögum að skila gögnunum. Seinna sagði Cannon að forsvarsmenn Þjóðskjalasafnsins myndu leita til þingsins eða Dómsmálaráðuneytisins ef hann skilaði gögnum ekki. „Ég á þetta,“ sagði Trump þá, samkvæmt heimildarmönnum Washington Post. Forsetinn fyrrverandi ákvað þó að fara í gegnum einhverja af kössunum sem hann tók með sér og skilaði hann nokkrum þeirra. Ekki ákærður vegna gagna sem hann skilaði Í upphafi árs í fyrra skilaði hann fimmtán kössum en hélt minnst 64 eftir. Þá sagði hann ráðgjöfum sínum að gefa út yfirlýsingu um að öllum opinberum gögnum hefði verið skilað. Hann hélt þó eftir fleiri en hundrað leynilegum skjölum og öðrum opinberum gögnum. Hér má sjá kassa með opinberum gögnum og mögulega leynilegum skjölum geymda inn á baðherbergi í Mar-a-Lago.AP/Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Seinna meir, þegar honum var stefnt og skipað að skila þeim opinberum gögnum sem hann hafði haldið eftir, fékk hann aðstoðarmann sinn til að færa kassa og sagði hann lögmönnum sínum ekki frá því. Enn seinna gerðu rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleit í Mar-a-Lago og lögðu hald á gögnin. Þetta kemur fram í viðtölum blaðamanna Washington við sjö af ráðgjöfum Trump. Þeir segja að Trump hafi sagt ósatt um hvað væri í kössunum sem eftir voru. Hann hefði haldið því fram að þeir innihéldu blaðaúrklippur og föt. Þeir segja Trump hafa ítrekað neitað að fylgja ráðum lögmanna sinna og ráðgjafa og segja að þess í stað hafi hann hlustað á Tom Fitton, sem stýrir íhaldssömu samtökunum Judicial Watch, og aðra sem sögðu honum að halda gögnunum og taka slaginn við Dómsmálaráðuneytið. Áðurnefndir ráðgjafar nefndu sérstaklega í samtölum við Washington Post að Trump var ekki ákærður vegna neinna gagna sem hann skilaði sjálfviljugur. Úr ákærunni gegn Trump þar sem haft er eftir honum að hann hafi ekki viljað að „kassarnir hans“ yrðu skoðaðir.AP/Jon Elswick John F. Kelly, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, sagði að Trump gæti ómögulega viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér eða gert rangt. „Hann vildi eiga þetta og hann segir: „Þú getur ekki sagt mér hvað ég á að gera. Ég er snjallasti maðurinn í herberginu“,“ sagði Kelly samkvæmt frétt WP. Viðurkenndi að gögnin væru leynileg Trump var nýverið ákærður í 38 liðum en þar af snúa flestir að því að hann reyndi að komast hjá því að afhenda opinberu gögnin. Fimm liðir snúa að því að hann hafi reynt að fela leynileg skjöl og hindra framgang réttvísinnar. Tveir ákæruliðir snúa að því að Trump og aðstoðarmaður hans hafi logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem er ólöglegt. Áhugasamir geta séð ákæruna hér á vef Dómsmálaráðuneytisins. Umrædd leynileg skjöl snerust meðal annars að varnarmálum Bandaríkjanna og annarra ríkja, kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna og mögulegum veikleikum Bandaríkjanna og annarra ríkja, svo eitthvað sé nefnt. Meðal sönnunargagna saksóknara er upptaka af Trump sýna tveimur mönnum leynilegt skjal. Á upptökunni heyrist hann segja að skjalið sé leynilegt og að hann ætti ekki að sýna þeim það. Þá viðurkennir hann einnig að hann hefði getað svipt skjalið leynd á meðan hann var forseti en það hefði hann ekki gert og nú væri það of seint. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg Í ákærunni gegn Trump kemur einnig fram að hann sagði Evan Corcoran, öðrum fyrrverandi lögmanni, að hann vildi alls ekki að einhverjir myndu skoða innihalda kassanna og lagði til að stefnu Þjóðskjalasafnsins yrði ekki svarað, eða svarað og sagt að engin opinber gögn væru í Mar-a-Lago. Hann lagði einni til að leynileg skjöl yrðu fjarlægð og falin. Reiður eftir ákæru Trump hefur brugðist reiður við ákærunni og beinir spjótum sínum að Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. Meðal annars hefur Trump sakað Biden um pólitískar ofsóknir gegn sér og spillingu. Bandamenn Trump, stuðningsmenn og hægri sinnaðir fjölmiðlar eins og Fox News hafa tekið undir þá orðræðu. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipaði sérstakan rannsakanda til að skoða gagnamál Trumps og ákærudómstóll fenginn til að leggja til hvort ákæra ætti í málinu. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Trump hefur heitið því að verði hann forseti aftur, muni hann skipa eigin rannsakanda til að ná „spilltasta forseta í sögu Bandaríkjanna, Joe Biden, og allri Biden glæpafjölskyldunni“. Grafa undan lýðræðinu Bandamenn Trump á þingi og víðar í Repúblikanaflokknum hafa tekið undir orðræðu hans um spillingu í dómsmálakerfinu, þó orðræðan sé innihaldslaus. Þeirra á meðal er Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sem hefur notað ákæruna gegn Trump í fjáröflun sinni, þar sem hann talar um nornaveiðar gegn forsetanum fyrrverandi. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, hefur hins vegar ekkert viljað segja um málið. AP fréttaveitan segir marga þingmenn hafa komið Trump til varnar, jafnvel þó margir þeirra hafi viðurkennt að hafa ekki lesið ákæruna. Þetta sé fordæmalaust dæmi um það hvernig Trump hafi breytt Repúblikanaflokknum úr flokki sem prýddi sig af því að standa fyrir „lög og reglu“ en verji nú og réttlæti hinar alvarlegu ásakanir um að brjóta lög varðandi leynilegustu gögn Bandaríkjanna sem Trump stendur frammi fyrir. Þá sé Trump á sama tíma að endurskrifa starfslýsinguna fyrir það að leiða annan af tveimur stærstu stjórnmálaflokkum Bandaríkjanna. Á meðan hann sé að bjóða sig aftur til embættis forseta Bandaríkjanna sé hann beinlínis að grafa undan lýðræðinu og hvetja kynslóð Repúblikana á þingi til að fylgja honum.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05 Vara við hættulegri orðræðu stuðningsmanna Trump Sérfræðingar eru uggandi vegna orðræðu stuðningsmanna Trump í kjölfar þess að ákærur voru gefnar út á hendur honum í tengslum við leyniskjöl sem hann tók úr Hvíta húsinu, faldi á heimili sínu í Flórída og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. 12. júní 2023 08:38 Ákæran sé ein versta valdníðslan í sögu landsins Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir ákæru á hendur sér vegna þess að hann hélt opinberum gögnum með ólöglegum hætti og hindraði framgang réttvísinnar, munu fara í sögubækurnar sem ein versta valdníðslan í sögu Bandaríkjanna. 10. júní 2023 21:29 Keppinautar Trump koma honum enn til varnar eftir ákæru Nokkrir mótframbjóðendur Donalds Trump sem keppa við hann um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tóku undir gagnrýni hans á dómsmálayfirvöld eftir að hann var ákærður vegna leyniskjala sem hann hélt eftir. Ákæran er söguleg en kemur ekki í veg fyrir að Trump geti boðið sig fram til forseta. 9. júní 2023 09:07 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Trump lýsir yfir sakleysi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum. 13. júní 2023 19:05
Vara við hættulegri orðræðu stuðningsmanna Trump Sérfræðingar eru uggandi vegna orðræðu stuðningsmanna Trump í kjölfar þess að ákærur voru gefnar út á hendur honum í tengslum við leyniskjöl sem hann tók úr Hvíta húsinu, faldi á heimili sínu í Flórída og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað. 12. júní 2023 08:38
Ákæran sé ein versta valdníðslan í sögu landsins Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir ákæru á hendur sér vegna þess að hann hélt opinberum gögnum með ólöglegum hætti og hindraði framgang réttvísinnar, munu fara í sögubækurnar sem ein versta valdníðslan í sögu Bandaríkjanna. 10. júní 2023 21:29
Keppinautar Trump koma honum enn til varnar eftir ákæru Nokkrir mótframbjóðendur Donalds Trump sem keppa við hann um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins tóku undir gagnrýni hans á dómsmálayfirvöld eftir að hann var ákærður vegna leyniskjala sem hann hélt eftir. Ákæran er söguleg en kemur ekki í veg fyrir að Trump geti boðið sig fram til forseta. 9. júní 2023 09:07