Enski boltinn

Gor­don McQu­een látinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gordon McQueen lék á sínum tíma 184 leiki fyrir Man United.
Gordon McQueen lék á sínum tíma 184 leiki fyrir Man United. S&G/Getty Images

Fyrrverandi knattspyrnukappinn Gordon McQueen er látinn sjötugur að aldri. Hann var greindur með heilabilun snemma árs 2021.

McQueen vann sér það helst til frægðar að vera bæði elskaður af stuðningsfólki Leeds United og Manchester United. Hann hjálpaði fyrrnefnda liðinu að vinna efstu deild Englands árið 1974. Þá lék hann 30 A-landsleiki fyrir Skotland.

Hann hóf ferilinn með St. Mirren í Skotlandi áður en hann færði sig yfir til Englands og samdi við Leeds. Lék hann stórt hlutverk í liðinu sem vann ensku 1. deildina, efstu deild landsins á þeim tíma, sem og hann var í lykilhlutverki þegar liðið komast alla leið í úrslit í Evrópukeppni bikarhafa árið 1975.

Árið 1978 færði hann sig til Manchester United, erkifjenda Leeds, og lék þar allt til ársins 1985. Hjálpaði hann liðinu meðal annars að vinna ensku bikarkeppnina árið 1983.

Eftir að leggja skóna á hilluna varð hann vinsæll sparkspekingur á Sky Sports.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×