Best að líta á sparnaðarreikninga eins og bland í poka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2023 11:01 Már segir að líkt og ef um verðbréfaviðskipti væri að ræða sé best að dreifa sparnaði sínum á sem fjölbreyttustu reikninga. Vísir/Egill Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir erfitt að svara því hvort best sé að velja sér óverðtryggða eða verðtryggða sparnaðarreikninga á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hann segir best að vera með eins fjölbreytta sparnaðarreikninga og hægt er, líkt og um bland í poka væri að ræða. Íslenskir bankar bjóða nú upp á töluverðan fjölda af sparnaðarreikningum og getur verið erfitt að festa reiður á það hvaða reikning sé best að stofna til á hverjum tíma, ekki síst á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga og óbundinna og bundinna á misháum vöxtum. „Þetta er hin hliðin á spurningunni um það hvort betra sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa í samtali við Vísi spurður að því hvaða sparnaðarreikningur sé bestur í núverandi aðstæðum. Hann segir að árin fram að 2018 hafi verið hagstæðara að taka verðtryggð lán hafi verið litið til kostnað lána en ekki hve hratt þau eru greidd niður. Varla hafi farið framhjá neinum að mun hagstæðara hafi verið að vera með óverðtryggð lán síðustu ár sem hafi verið líkt og himnasending fyrir þá sem hafi verið með þau á föstum vöxtum. „Almennt hef ég mælt með því við fólk þegar það er að taka húsnæðislán að þessu sé skipt um það bil til helminga, það sé fyrsta viðmiðið og svo eru allskyns aðstæður sem geta komið upp, sumir vilja greiða lánið hægt og bítandi niður og er sama hvort þeir skuldi svipað í húsinu eftir fimm ár á meðan aðrir vilja greiða þau niður.“ Spurður hverskonar sparnaðarreikning fólk ætti þá að velja sér á þessum síðustu og verstu tímum segir Már: „Fólk ætti almennt að vera með bland í poka. Hafa eitthvað af þessu verðtryggt, eitthvað óverðtryggt og síðan bundna reikninga sem miðast við aðstæður hverju sinni. Þú getur fest reikninga í eitt til tvö ár og þá er peningurinn bundinn, sem er auðvitað ókostur en á móti kemur að þú ert að fá aðeins hærri vexti,“ segir Már „Ef vaxtastig hækkar þá er auðvitað súrt að vera með þetta á bundnum reikningi með fasta prósentu en ef vaxtastig lækkar þá ferðu í hina áttina og þetta fer í þveröfuga átt.“ Best að dreifa sparnaðinum Kjarni málsins sé að hafa eins marga fjölbreytta sparnaðarreikninga og kostur sé á. Spurður hvort að best sé þá að dreifa tiltekinni upphæð um hver mánaðarmót segir Már: „Það er best að dreifa upphæðinni sem þú ætlar að spara miðað við væntar þarfir. Ef þú til dæmis ert ekki að nota peninginn í segjum 12-24 mánuði, þá að öllu jöfnu er rétt að setja að minnsta kosti einhvern hluta á bundinn reikning.“ Og ef að verðbólgan myndi skyndilega rjúka niður? „Þá er gott að hafa sparnaðinn á bundnum reikningi. Ef hún rýkur upp, þá er það bara eins og það er,“ segir Már hlæjandi. Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Íslenskir bankar bjóða nú upp á töluverðan fjölda af sparnaðarreikningum og getur verið erfitt að festa reiður á það hvaða reikning sé best að stofna til á hverjum tíma, ekki síst á þeim verðbólgutímum sem nú eru uppi. Hægt er að velja á milli óverðtryggðra og verðtryggðra reikninga og óbundinna og bundinna á misháum vöxtum. „Þetta er hin hliðin á spurningunni um það hvort betra sé að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán,“ segir Már Wolfgang Mixa í samtali við Vísi spurður að því hvaða sparnaðarreikningur sé bestur í núverandi aðstæðum. Hann segir að árin fram að 2018 hafi verið hagstæðara að taka verðtryggð lán hafi verið litið til kostnað lána en ekki hve hratt þau eru greidd niður. Varla hafi farið framhjá neinum að mun hagstæðara hafi verið að vera með óverðtryggð lán síðustu ár sem hafi verið líkt og himnasending fyrir þá sem hafi verið með þau á föstum vöxtum. „Almennt hef ég mælt með því við fólk þegar það er að taka húsnæðislán að þessu sé skipt um það bil til helminga, það sé fyrsta viðmiðið og svo eru allskyns aðstæður sem geta komið upp, sumir vilja greiða lánið hægt og bítandi niður og er sama hvort þeir skuldi svipað í húsinu eftir fimm ár á meðan aðrir vilja greiða þau niður.“ Spurður hverskonar sparnaðarreikning fólk ætti þá að velja sér á þessum síðustu og verstu tímum segir Már: „Fólk ætti almennt að vera með bland í poka. Hafa eitthvað af þessu verðtryggt, eitthvað óverðtryggt og síðan bundna reikninga sem miðast við aðstæður hverju sinni. Þú getur fest reikninga í eitt til tvö ár og þá er peningurinn bundinn, sem er auðvitað ókostur en á móti kemur að þú ert að fá aðeins hærri vexti,“ segir Már „Ef vaxtastig hækkar þá er auðvitað súrt að vera með þetta á bundnum reikningi með fasta prósentu en ef vaxtastig lækkar þá ferðu í hina áttina og þetta fer í þveröfuga átt.“ Best að dreifa sparnaðinum Kjarni málsins sé að hafa eins marga fjölbreytta sparnaðarreikninga og kostur sé á. Spurður hvort að best sé þá að dreifa tiltekinni upphæð um hver mánaðarmót segir Már: „Það er best að dreifa upphæðinni sem þú ætlar að spara miðað við væntar þarfir. Ef þú til dæmis ert ekki að nota peninginn í segjum 12-24 mánuði, þá að öllu jöfnu er rétt að setja að minnsta kosti einhvern hluta á bundinn reikning.“ Og ef að verðbólgan myndi skyndilega rjúka niður? „Þá er gott að hafa sparnaðinn á bundnum reikningi. Ef hún rýkur upp, þá er það bara eins og það er,“ segir Már hlæjandi.
Neytendur Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira