Egill Ólafs útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2023 16:49 Skúli Helgason formaður menningar- íþrótta og tómstundaráðs, Egill Ólafsson borgarlistamaður 2023 og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir athöfnina. Reykjavíkurborg/Róbert Reynisson Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, útnefndi í dag Egil Ólafsson borgarlistamann Reykjavíkur árið 2023 við hátíðlega athöfn í Höfða. Í tilkynningu kemur fram að útnefningin sé heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í Íslensku listalífi. Við athöfnina var Agli veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og verðlaunafé. Ellen Kristjánsdóttir, Diddú, Ólafur Egilsson og Jónas Þórir fluttu tónlist eftir Egil. Þá flutti barnabarn Egils og alnafni eigin útsendingu af laginu Ekkert þras. Í tilkynningu er farið yfir feril og lífshlaup Egils: „Egill hefur verið mikilvirkur í íslensku listalífi í nærri hálfa öld sem söngvari, leikari og tónhöfundur. Hann hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum, svo sem Spilverki Þjóðanna, Þursaflokknum og Stuðmönnum. Að auki hefur hann hefur sungið í fjölmörgum söngleikjum, leikið í kvikmyndum, í sjónvarpi og á sviði og samið tónlist fyrir hátt í þrjátíu leikhúsverk, þar af þrjá söngleiki; Gretti, Evu Lunu og Come Dance With Me sem sýnt var á Off Broadway. Hljómplötur og geisladiskar sem Egill hefur komið að nálgast hundraðið, þar sem hann ýmist semur, syngur eða leikur á hljóðfæri og lög sem honum tengjast skráð hjá STEFi eru rúmlega sex hundruð. Nýlega var sýnd heimildarmynd um starf Egils og félaga hans í Þursaflokknum, þar sem hann starfaði sem forsprakki og aðaltónhöfundur,“ segir í tilkynningu. Dagur afhendir Agli viðurkenninguna.Reykjavíkurborg/Róbert Reynisson Þá kemur fram að sólóplötur Egils séu níu talsins, sú nýjasta hafi komið út á þessu ári. Þá hafi hann einnig gefið út ljóðabækur og sú nýjasta hafi verið tilnefnd til ljóðaverðlauna Maístjörnunnar. Að auki segir í tilkynningu að Egill hafi unnið til fjölda verðlauna fyrir list sína, bæði sem sjálfstæður listamaður og með Stuðmönnum. Sem dæmi má nefna íslensku fálkaorðuna, gullmerki STEFs og hlustendaverðlaun Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Reykjavík Menning Tónlist Tengdar fréttir „Stundum betri, stundum verri“ Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. 3. júní 2023 18:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að útnefningin sé heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í Íslensku listalífi. Við athöfnina var Agli veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og verðlaunafé. Ellen Kristjánsdóttir, Diddú, Ólafur Egilsson og Jónas Þórir fluttu tónlist eftir Egil. Þá flutti barnabarn Egils og alnafni eigin útsendingu af laginu Ekkert þras. Í tilkynningu er farið yfir feril og lífshlaup Egils: „Egill hefur verið mikilvirkur í íslensku listalífi í nærri hálfa öld sem söngvari, leikari og tónhöfundur. Hann hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum, svo sem Spilverki Þjóðanna, Þursaflokknum og Stuðmönnum. Að auki hefur hann hefur sungið í fjölmörgum söngleikjum, leikið í kvikmyndum, í sjónvarpi og á sviði og samið tónlist fyrir hátt í þrjátíu leikhúsverk, þar af þrjá söngleiki; Gretti, Evu Lunu og Come Dance With Me sem sýnt var á Off Broadway. Hljómplötur og geisladiskar sem Egill hefur komið að nálgast hundraðið, þar sem hann ýmist semur, syngur eða leikur á hljóðfæri og lög sem honum tengjast skráð hjá STEFi eru rúmlega sex hundruð. Nýlega var sýnd heimildarmynd um starf Egils og félaga hans í Þursaflokknum, þar sem hann starfaði sem forsprakki og aðaltónhöfundur,“ segir í tilkynningu. Dagur afhendir Agli viðurkenninguna.Reykjavíkurborg/Róbert Reynisson Þá kemur fram að sólóplötur Egils séu níu talsins, sú nýjasta hafi komið út á þessu ári. Þá hafi hann einnig gefið út ljóðabækur og sú nýjasta hafi verið tilnefnd til ljóðaverðlauna Maístjörnunnar. Að auki segir í tilkynningu að Egill hafi unnið til fjölda verðlauna fyrir list sína, bæði sem sjálfstæður listamaður og með Stuðmönnum. Sem dæmi má nefna íslensku fálkaorðuna, gullmerki STEFs og hlustendaverðlaun Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Reykjavík Menning Tónlist Tengdar fréttir „Stundum betri, stundum verri“ Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. 3. júní 2023 18:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Stundum betri, stundum verri“ Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV. 3. júní 2023 18:00