Innlent

33 bif­reiðar sektaðar í Vestur­bænum vegna „ó­lög­legrar lagningar“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hafði í nógu að snúast að sekta og stöðva ökumenn í nótt.
Lögregla hafði í nógu að snúast að sekta og stöðva ökumenn í nótt. Vísir/Vilhelm

Tvær tilkynningar bárust lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær um líkamsárásir, í póstnúmerunum 104 og 111, en í báðum tilvikum urðu lítilsháttar meiðsl á þolandanum og vitað hver gerandinn er.

Þá bárust tvær tilkynningar um þjófnaði, annar átti sér stað í Breiðholtinu og hinn í Kópavogi.

Mest var að gera í umferðinni en 33 ökutæki voru sektuð í póstnúmerinu 107 vegna „ólöglegrar lagningar“, eins og segir í yfirliti lögreglu. Þá voru þó nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Skráningarmerki voru fjarlægð af þremur bifreiðum vegna vanrækslu á aðalskoðun og þá barst ein tilkynning um umferðaslys þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki en ökumaður annarar bifreiðarinnar reyndist undir áhrifum fíkniefna og var fluttur í fangageymslu eftir skoðun á bráðamóttöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×