Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2023 10:09 Trappist-1 c er líklega berskjaldaður berghnöttur sem snýr alltaf sömu hliðinni að móðurstjörnunni. Hitinn á daghliðinni mældist um 107 gráður á Celsíus. NASA, ESA, CSA, Joseph Olmsted (STScI) Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus. Trappist-1 c er ein sjö bergreikistjarna í Trappist-1-sólkerfinu í um fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stærð þeirra og fjarlægð frá móðurstjörnunni gerðu það mögulegt að aðstæður gætu verið þar fyrir fljótandi vatn og þá mögulega líf eins og við þekkjum það. Til þess að fljótandi vatn geti verið til staðar þarf lofthjúp. Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með Trappist-kerfinu undanfarið. Rannsóknir á hans á Trappist-1 b sem greint var frá í mars bentu ekki til þess að lofthjúp væri að finna þar. Sömu sögðu virðist nú að segja af Trappist-1 c. Niðurstöður hans benda til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna um reikistjörnuna, í mesta lagi næfurþunnan og skýlausan hjúp koltvísýrings, enn þynnri en reikistjörnunnar Mars. Ólíklegt er því að reikistjarnan líkist Venusi eða jörðinni að öðru leyti en stærðinni. Talið er að möndulsnúningur Trappist-1 c sé bundinn, það er að segja að sama hliðin snúi alltaf að stjörnunni á meðan hin hliðin er í eilífu myrkri. Mælingar Webb benda til að hitastigið á daghliðinni sé um 107 gráður á Celsíus. Þykkur lofthjúpur myndi jafna út hitann á milli nætur- og daghliðarinnar og hitinn á daghliðinni mældist því lægri en ella. Eins og koma auga á fjórar dauðar perur af tíu þúsund Þrátt fyrir að Webb sé öflugasti geimsjónauki mannkynsins var ekki hlaupið að því að gera mælingarnar sem þurfti til að leita að að lofthjúpi utan um Trappist-1 c. Sjónaukanum var beint að sólkerfinu fjórum sinnum á meðan reikistjarnan gekk á bak við stjörnuna frá jörðinni séð. Varmageislun frá sólkerfinu var svo borin saman fyrir og eftir að reikistjarnan hvarf á bak við stjörnuna til þess að reikna úr hversu mikil geislun stafaði frá daghlið reikistjörnunnar. Birtumunurinn var aðeins um 0,04 prósent. Það er sagt sambærilegt við því að horfa á tíu þúsund litlar ljósaperur og taka eftir því að slökknað sé á fjórum þeirra í tilkynningu frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að tiltölulega lítið vatn hafi verið á Trappist-1 c þegar reikistjarnan myndaðist. Hafi ytri og svalari reikistjörnurnar myndast við svipaðar aðstæður gæti vatn og önnur nauðsynlegt efni lífs verið af skornum skammti þar sömuleiðis. Stjörnufræðingar mældu birtubreytingar þegar Trappist-1 c gekk á bak við móðurstjörnu sína. Þegar reikistjarnan er á bak við stjörnuna mælist birta sólkerfisins minni en þegar hún er við hliðina á stjörnunni.NASA, ESA, CSA, Joseph Olmsted (STScI) Getur strípað lofthjúp af frumreikistjörnum Trappist-1 er svokallaður rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í Vetrarbrautinni. Rannsóknir Webb hjálpa stjörnufræðingum að átta sig á hvort að líklegt sé að reikistjörnur sem ganga um slíkar stjörnur séu líklegar til að hafa lofthjúp og geta hýst líf. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Þessi tegund stjarna gefur frá sér sterka röntgen- og útfjólublá geilsun fyrsta milljarð árin eftir myndun. Sú geislun getur hæglegt „feykt“ lofthjúpi utan um frumreikistjörnur í burtu. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Webb ætlar að halda áfram að rannsaka Trappist-1 b og c á þessu ári til þess að fylgjast með muninum á hitanum á dag- og næturhlið þeirra. Þær athuganir eiga að gefa enn skýrari mynd af því hvort að reikistjörnurnar geti haft lofthjúp. Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Vatn er talið vera um 5% af massa einnar reikistjörnunnar í Trappist-1-sólkerfinu. Það er um 250 sinnum meira en á jörðinni. 5. febrúar 2018 16:38 Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. 11. ágúst 2017 19:53 Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Trappist-1 c er ein sjö bergreikistjarna í Trappist-1-sólkerfinu í um fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Stærð þeirra og fjarlægð frá móðurstjörnunni gerðu það mögulegt að aðstæður gætu verið þar fyrir fljótandi vatn og þá mögulega líf eins og við þekkjum það. Til þess að fljótandi vatn geti verið til staðar þarf lofthjúp. Webb-geimsjónaukinn hefur fylgst með Trappist-kerfinu undanfarið. Rannsóknir á hans á Trappist-1 b sem greint var frá í mars bentu ekki til þess að lofthjúp væri að finna þar. Sömu sögðu virðist nú að segja af Trappist-1 c. Niðurstöður hans benda til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna um reikistjörnuna, í mesta lagi næfurþunnan og skýlausan hjúp koltvísýrings, enn þynnri en reikistjörnunnar Mars. Ólíklegt er því að reikistjarnan líkist Venusi eða jörðinni að öðru leyti en stærðinni. Talið er að möndulsnúningur Trappist-1 c sé bundinn, það er að segja að sama hliðin snúi alltaf að stjörnunni á meðan hin hliðin er í eilífu myrkri. Mælingar Webb benda til að hitastigið á daghliðinni sé um 107 gráður á Celsíus. Þykkur lofthjúpur myndi jafna út hitann á milli nætur- og daghliðarinnar og hitinn á daghliðinni mældist því lægri en ella. Eins og koma auga á fjórar dauðar perur af tíu þúsund Þrátt fyrir að Webb sé öflugasti geimsjónauki mannkynsins var ekki hlaupið að því að gera mælingarnar sem þurfti til að leita að að lofthjúpi utan um Trappist-1 c. Sjónaukanum var beint að sólkerfinu fjórum sinnum á meðan reikistjarnan gekk á bak við stjörnuna frá jörðinni séð. Varmageislun frá sólkerfinu var svo borin saman fyrir og eftir að reikistjarnan hvarf á bak við stjörnuna til þess að reikna úr hversu mikil geislun stafaði frá daghlið reikistjörnunnar. Birtumunurinn var aðeins um 0,04 prósent. Það er sagt sambærilegt við því að horfa á tíu þúsund litlar ljósaperur og taka eftir því að slökknað sé á fjórum þeirra í tilkynningu frá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að tiltölulega lítið vatn hafi verið á Trappist-1 c þegar reikistjarnan myndaðist. Hafi ytri og svalari reikistjörnurnar myndast við svipaðar aðstæður gæti vatn og önnur nauðsynlegt efni lífs verið af skornum skammti þar sömuleiðis. Stjörnufræðingar mældu birtubreytingar þegar Trappist-1 c gekk á bak við móðurstjörnu sína. Þegar reikistjarnan er á bak við stjörnuna mælist birta sólkerfisins minni en þegar hún er við hliðina á stjörnunni.NASA, ESA, CSA, Joseph Olmsted (STScI) Getur strípað lofthjúp af frumreikistjörnum Trappist-1 er svokallaður rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í Vetrarbrautinni. Rannsóknir Webb hjálpa stjörnufræðingum að átta sig á hvort að líklegt sé að reikistjörnur sem ganga um slíkar stjörnur séu líklegar til að hafa lofthjúp og geta hýst líf. Rauðir dvergar eru dimmari og svalari en sólin okkar og því er lífbelti þeirra nær þeim. Þessi tegund stjarna gefur frá sér sterka röntgen- og útfjólublá geilsun fyrsta milljarð árin eftir myndun. Sú geislun getur hæglegt „feykt“ lofthjúpi utan um frumreikistjörnur í burtu. Geislunin getur í reynd dauðhreinsað yfirborð reikistjarnanna og komið í veg fyrir að líf geti kviknað þar. Webb ætlar að halda áfram að rannsaka Trappist-1 b og c á þessu ári til þess að fylgjast með muninum á hitanum á dag- og næturhlið þeirra. Þær athuganir eiga að gefa enn skýrari mynd af því hvort að reikistjörnurnar geti haft lofthjúp.
Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Vatn er talið vera um 5% af massa einnar reikistjörnunnar í Trappist-1-sólkerfinu. Það er um 250 sinnum meira en á jörðinni. 5. febrúar 2018 16:38 Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. 11. ágúst 2017 19:53 Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Vatn er talið vera um 5% af massa einnar reikistjörnunnar í Trappist-1-sólkerfinu. Það er um 250 sinnum meira en á jörðinni. 5. febrúar 2018 16:38
Trappist-1 mögulega tvisvar sinnum eldri en sólin Ekki liggur fyrir hvað þessi mikli aldur mun þýða fyrir mögulegt líf í sólkerfinu. 11. ágúst 2017 19:53
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00