Í nóvember á síðasta ári var greint frá því að Chelsea hefði náð samkomulagi við bæði RB Leipzig og Nkunku um kaup og kjör. Graham Potter var þá þjálfari Chelsea en Mauricio Pochettino verður þjálfari liðsins þegar Nkunku spilar loks sinn fyrsta leik.
It's confirmed.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 20, 2023
Hinn 25 ára gamli Nkunku er einkar fjölhæfur framherji sem getur leikið á báðum vængjum bakvið framherja og sem fremsti maður ef sá gállinn er á honum.
Hann átti mjög gott tímabil með Leipzig á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 23 mörk og gaf 9 stoðsendingar í 36 leikjum í öllum keppnum.
„Ég er búinn að spila í Frakklandi og Þýskalandi nú vil ég spila á Englandi í einni sterkustu deild heims,“ sagði Nkunku þegar hann var tilkynntur sem nýjasti leikmaður Chelsea.