Alls voru tíu lið sem sóttu um að fá sæti í Meistaradeildinni frekar en Evrópudeildinni. Þar á meðal voru Íslendingaliðin Kolstad og Kadetten Schaffhausen, en einnig HC Zagreb (Króatía), Álaborg (Danmörk), Montpellier (Frakkland), Pick Szeged (Ungverjaland), Wisla Plock (Pólland), Sporting CP (Portúgal), Dinamo Bucuresti (Rúmenía) og IFK Kristianstad (Svíþjóð).
Kolstad, Zagreb, Álaborg, Montpellier, Pick Szeged og Wisla Plock fengu öll sæti í Meistaradeild Evrópu, en hin fjögur liðin þurfa að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni.
Alls verða því fjögur Íslendingalið í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með nýkrýndum meisturum í Magdeburg, Bjarki Már Elísson leikur með ungverska liðinu Telekom Veszprém, Haukur Þrastarson leikur með pólska liðinu Kielce sem mátti þola tap gegn Magdeburg í úrslitaleik keppninnar um liðna helgi og þeir Janus og Sigvaldi leika með Kolstad eins og áður segir.
Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá EHF þar sem öll 16 liðin sem taka þátt eru talin upp.
These are the 16 teams participating in the next edition of the 𝗠𝗮𝗰𝗵𝗶𝗻𝗲𝘀𝗲𝗲𝗸𝗲𝗿 𝗘𝗛𝗙 𝗖𝗵𝗮𝗺𝗽𝗶𝗼𝗻𝘀 𝗟𝗲𝗮𝗴𝘂𝗲.
— EHF Champions League (@ehfcl) June 20, 2023
The draw will take place on 27 June at ⏰ 11:00 CEST in 📍 Vienna. Teams will be drawn in two groups of eight.
Read more 📝https://t.co/dIXmIPp0n1 pic.twitter.com/bks7RJWVXw
Eins og undanfarin ár eru 16 lið sem munu taka þátt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili og verður þeim skipt upp í tvo átta liða riðla. Dregið verður í riðlana að viku liðinni og verður greint frá því hér á Vísi.