Talin hafa valdið dauða sjúklings en ásetningurinn ósannaður Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2023 13:12 Sannað þótti að Steina Árnadóttir hefði hellt tveimur orkudrykkjum ofan í sjúkling þannig að hann kafnaði. Ásetningur hennar til manndráps taldist hins vegar ekki sannaður og því var hún sýknuð. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hjúkrunarfræðingur á geðdeild hefði valdið dauða sjúklings með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknaður þar sem ásetningur hans til manndráps þótti ekki sannaður. Steina Árnadóttir, 62 ára gamall hjúkrunarfræðingur, var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða konu með geðklofa á sextugsaldri á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Hún var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi. Í ákæru var Steina sögð hafa valdið dauða konunnar með því að hella ofan í hana tveimur næringardrykkjum á meðan hún lét tvær samstarfskonur sínar halda henni þar til konan kafnaði. Steina neitaði sök og sagðist aðeins hafa brugðist við þegar matarbitar stóðu í sjúklingnum. Hún hafi gefið konunni nokkra sopa af einum næringardrykk vegna þess að hún héldi að matur gæti enn verið í vélinda konunnar. Það hafi ekki verið viljaverk að svipta konuna lífi. Samstarfskonur hennar þrjár sögðu aðra sögu. Steina hefði hellt tveimur drykkjum ofan í sjúklinginn þrátt fyrir að hann gæfi skýrt til kynna að hann vildi ekki drekka og mótbárur þeirra þegar þeim virtist sjúklingurinn ekki anda lengur. Hunsaði viðvörunarorð samstarfskvenna og þröngvaði drykknum ofan í sjúklinginn Þrátt fyrir að framburður Steinu annars vegar og samstarfskvenna hennar þriggja fyrir dómi hafi stangast verulega á taldi fjölskipaður héraðsdómur þær allar trúverðugar. Ósamræmið kunni að stafa af uppnámi sem skapaðist á meðan á atburðinum stóð og eftir hann. Út frá framburði kvennanna og göngum málsins taldi dómurinn sannað að Steina hefði þröngvað tveimur næringardrykkjum ofan í konuna með því að hella honum ofan í munn hennar á meðan haldið var um hendur konunnar að fyrirskipan Steinu. Steina sagðist fyrir dómi telja sig getað losað um matarbita sem stæði í konunni með því að gefa henni vökva þar sem það væri aðferð sem hefði gefið góða raun. Dómurinn taldi sýnt fram á að það væri ekki viðurkennd aðferð þegar grunur leikur á um að matarbiti standi í öndunarvegi eða vélinda manneskju. Þekkt væri þó að gefa manneskju varfærnislega vatn að drekka við ákveðnar aðstæður. Taldi dómurinn að Steina hefði ekki beitt þeirri varfærni sem hann mátti vera ljóst að væri þörf á í ljósi vitneskju hennar um heilsufar konunnar og aðstæður. Þá hafi hún ekki nýtt sér vatnsglas sem var í seilingarfjarlægð. Á meðan að Steina þröngvaði næringardrykknum ofan í sjúklinginn hunsði hún viðvörunarorð og viðbrögð samstarfskvenna sinna og konunnar sjálfrar. Tvær samstarfskonur hennar báru um að þær hefðu sagt Steinu að þær héldu að konan andaði ekki og að hún væri að deyja. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, settur saksóknari, og Tryggvi Agnarsson, lögmaður dánarbús móður konunnar sem lést, bíða dómsuppkvaðningar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Sigurjón Sannað að næringardrykkurinn olli dauða konunnar Dómurinn taldi sannað að afleiðingar þess að Steina þröngvaði drykknum ofan í konuna hafi verið þær að hann hafnaði ofan í öndunarvegi konunnar, hindraði loftflæði um lungun og valdið því að hún kafnaði. Dánarorsökin hafi köfnun vegna innöndunar á ljósum vökva. Réttarlæknar gátu ekki staðfest að leifar mjólkurlitaðs vökva sem fundust djúpt ofan í lungum konunnar væri næringardrykkurinnar þar sem steinefni sem eru að finna í honum eru einnig í líkama manns. Dómurinn taldi sannað að leifarnar væru af næringardrykknum sem Steina hellti ofan í konuna í ljósi atburðarásarinnar og aðferðarinnar sem hún beitti. Verjandi Steinu spurði réttarlækna ítrekað út í háan styrk slæfandi lyfja sem fundust í blóði konunnar fyrir dómi. Héraðsdómur taldi ekkert í gögnum málsins gefa ástæðu til að ætla að eitthvað annað en næringardrykkurinn í lungunum, eins og lyfjamagn í blóði, hefði eitt og sér leitt til dauða konunnar. Hafi ekki ætlað að drepa konuna heldur bregðast hratt við Héraðsaksóknari ákærði Steinu fyrir manndráp af ásetningi frekar en gáleysi. Því þurfti saksóknari að sýna fram á að ásetningur Steinu á verknaðarstundu hefði náð bæði til háttsemi hennar og afleiðinganna sem hún hafði í för með sér. Saksóknari byggði á því að Steina hefði haft „lágt stig“ ásetnings. Henni hlyti að hafa verið ljóst að langlíklegasta afleiðing gjörða hennar væri að sjúklingurinn hlyti bana af eða að henni hefði ekki getað dulist það en hún látið sér það í léttu rúmi liggja. Héraðsdómur taldi framburð Steinu um hvað henni gekk til með því að gefa konunni drykkinn hafa verið stöðugan allt frá því að hún fékk stöðu sakbornings í málinu. Viðbrögð hennar fyrir og eftir atvikið renni stoðum undir að hún hafi ekki ætlað að svipta konuna lífi heldur bregðast án tafar við ástandi sem hún taldi sig hafa stjórn á. Þó að Steina hafi ekki útskýrt fyrir samstarfskonum sínum hvert markmið hennar var og þær dregið sínar ályktanir af athöfnum hennar hnekki það ekki framburði Steinu og renni ekki stoðum undir fullyrðingar saksóknara um að hún hafi ætlað sér að svipta konuna lífi. Því taldi dómurinn ósannað að Steina hafi á verkanaðarstundu haft ásetning til þess að svipta konuna lífi. Á þeim forsendum var hún sýknuð af ákærunni um manndráp. Af því leiddi sýkna af ákæru um brot í opinberu starfi og broti á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Þá var einkaréttarkröfu dánarbús móður konunnar sem lést vísað frá dómi. Móðirin krafðist fimmtán milljóna króna í bætur. Hún lést áður en málið kom fyrir dóm. Ríkissaksóknari ákveður hvort að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Steinu, lýsti sýknunni sem „sigri fyrir réttlætið“ eftir að dómurinn féll. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Geðheilbrigði Landspítalinn Dómsmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Steina Árnadóttir, 62 ára gamall hjúkrunarfræðingur, var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða konu með geðklofa á sextugsaldri á geðdeild Landspítalans 16. ágúst árið 2021. Hún var ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi. Í ákæru var Steina sögð hafa valdið dauða konunnar með því að hella ofan í hana tveimur næringardrykkjum á meðan hún lét tvær samstarfskonur sínar halda henni þar til konan kafnaði. Steina neitaði sök og sagðist aðeins hafa brugðist við þegar matarbitar stóðu í sjúklingnum. Hún hafi gefið konunni nokkra sopa af einum næringardrykk vegna þess að hún héldi að matur gæti enn verið í vélinda konunnar. Það hafi ekki verið viljaverk að svipta konuna lífi. Samstarfskonur hennar þrjár sögðu aðra sögu. Steina hefði hellt tveimur drykkjum ofan í sjúklinginn þrátt fyrir að hann gæfi skýrt til kynna að hann vildi ekki drekka og mótbárur þeirra þegar þeim virtist sjúklingurinn ekki anda lengur. Hunsaði viðvörunarorð samstarfskvenna og þröngvaði drykknum ofan í sjúklinginn Þrátt fyrir að framburður Steinu annars vegar og samstarfskvenna hennar þriggja fyrir dómi hafi stangast verulega á taldi fjölskipaður héraðsdómur þær allar trúverðugar. Ósamræmið kunni að stafa af uppnámi sem skapaðist á meðan á atburðinum stóð og eftir hann. Út frá framburði kvennanna og göngum málsins taldi dómurinn sannað að Steina hefði þröngvað tveimur næringardrykkjum ofan í konuna með því að hella honum ofan í munn hennar á meðan haldið var um hendur konunnar að fyrirskipan Steinu. Steina sagðist fyrir dómi telja sig getað losað um matarbita sem stæði í konunni með því að gefa henni vökva þar sem það væri aðferð sem hefði gefið góða raun. Dómurinn taldi sýnt fram á að það væri ekki viðurkennd aðferð þegar grunur leikur á um að matarbiti standi í öndunarvegi eða vélinda manneskju. Þekkt væri þó að gefa manneskju varfærnislega vatn að drekka við ákveðnar aðstæður. Taldi dómurinn að Steina hefði ekki beitt þeirri varfærni sem hann mátti vera ljóst að væri þörf á í ljósi vitneskju hennar um heilsufar konunnar og aðstæður. Þá hafi hún ekki nýtt sér vatnsglas sem var í seilingarfjarlægð. Á meðan að Steina þröngvaði næringardrykknum ofan í sjúklinginn hunsði hún viðvörunarorð og viðbrögð samstarfskvenna sinna og konunnar sjálfrar. Tvær samstarfskonur hennar báru um að þær hefðu sagt Steinu að þær héldu að konan andaði ekki og að hún væri að deyja. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, settur saksóknari, og Tryggvi Agnarsson, lögmaður dánarbús móður konunnar sem lést, bíða dómsuppkvaðningar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir/Sigurjón Sannað að næringardrykkurinn olli dauða konunnar Dómurinn taldi sannað að afleiðingar þess að Steina þröngvaði drykknum ofan í konuna hafi verið þær að hann hafnaði ofan í öndunarvegi konunnar, hindraði loftflæði um lungun og valdið því að hún kafnaði. Dánarorsökin hafi köfnun vegna innöndunar á ljósum vökva. Réttarlæknar gátu ekki staðfest að leifar mjólkurlitaðs vökva sem fundust djúpt ofan í lungum konunnar væri næringardrykkurinnar þar sem steinefni sem eru að finna í honum eru einnig í líkama manns. Dómurinn taldi sannað að leifarnar væru af næringardrykknum sem Steina hellti ofan í konuna í ljósi atburðarásarinnar og aðferðarinnar sem hún beitti. Verjandi Steinu spurði réttarlækna ítrekað út í háan styrk slæfandi lyfja sem fundust í blóði konunnar fyrir dómi. Héraðsdómur taldi ekkert í gögnum málsins gefa ástæðu til að ætla að eitthvað annað en næringardrykkurinn í lungunum, eins og lyfjamagn í blóði, hefði eitt og sér leitt til dauða konunnar. Hafi ekki ætlað að drepa konuna heldur bregðast hratt við Héraðsaksóknari ákærði Steinu fyrir manndráp af ásetningi frekar en gáleysi. Því þurfti saksóknari að sýna fram á að ásetningur Steinu á verknaðarstundu hefði náð bæði til háttsemi hennar og afleiðinganna sem hún hafði í för með sér. Saksóknari byggði á því að Steina hefði haft „lágt stig“ ásetnings. Henni hlyti að hafa verið ljóst að langlíklegasta afleiðing gjörða hennar væri að sjúklingurinn hlyti bana af eða að henni hefði ekki getað dulist það en hún látið sér það í léttu rúmi liggja. Héraðsdómur taldi framburð Steinu um hvað henni gekk til með því að gefa konunni drykkinn hafa verið stöðugan allt frá því að hún fékk stöðu sakbornings í málinu. Viðbrögð hennar fyrir og eftir atvikið renni stoðum undir að hún hafi ekki ætlað að svipta konuna lífi heldur bregðast án tafar við ástandi sem hún taldi sig hafa stjórn á. Þó að Steina hafi ekki útskýrt fyrir samstarfskonum sínum hvert markmið hennar var og þær dregið sínar ályktanir af athöfnum hennar hnekki það ekki framburði Steinu og renni ekki stoðum undir fullyrðingar saksóknara um að hún hafi ætlað sér að svipta konuna lífi. Því taldi dómurinn ósannað að Steina hafi á verkanaðarstundu haft ásetning til þess að svipta konuna lífi. Á þeim forsendum var hún sýknuð af ákærunni um manndráp. Af því leiddi sýkna af ákæru um brot í opinberu starfi og broti á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Þá var einkaréttarkröfu dánarbús móður konunnar sem lést vísað frá dómi. Móðirin krafðist fimmtán milljóna króna í bætur. Hún lést áður en málið kom fyrir dóm. Ríkissaksóknari ákveður hvort að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Steinu, lýsti sýknunni sem „sigri fyrir réttlætið“ eftir að dómurinn féll.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Geðheilbrigði Landspítalinn Dómsmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira