Pharrell og Louis Vuitton með „allt upp á tíu“ að mati Helga Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júní 2023 18:01 Helgi Rúnar Óskarsson var á meðal þeirra sem mættu á fyrstu sýningu Louis Vuitton undir stjórn Pharrell Williams í gær. Aðsend/AP/EPA Fyrsta sýning franska tískuhússins Louis Vuitton undir stjórn Pharrell Williams fór fram í París í gær. Á sýningunni mátti sjá fjölmargar stórstjörnur auk forstjóra 66°Norður sem segir að sýningin hafi heppnast vel. Helgi Rúnar Óskarsson fékk boð á sýninguna frá Kei Toyoshima, listrænum stjórnanda 66°Norður, en hann hefur einnig starfað hjá Louis Vuitton undanfarið ár. „Hann er lykilhönnuður á herralínunni hjá Pharrell,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Kei bauð Helga einnig á sýningu tískuhússins sem fram fór í janúar en Helgi segir að töluverður munur hafi verið á þessum tveimur sýningum. „Þá var náttúrulega Pharrell ekki tekinn við. Það var gaman að sjá samanburðinn á því hvernig þetta var gert. Báðar sýningarnar voru stórkostlegar en þessi bar mjög sterkan keim á því hver Pharrell er.“ Hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Pharrell Williams tók við sem listrænn stjórnandi Louis Vuitton í febrúar á þessu ári. Tók hann við af hönnuðinum Virgil Abloh sem lést í nóvember árið 2021, aðeins 41 árs að aldri. „Þannig það er búið að vera svolítið óljóst í hvaða átt þetta færi,“ segir Helgi. „Pharrell er náttúrulega stórstjarna og tónlistarmaður þannig tónlist lék mjög stórt hlutverk í sýningunni. Það var strax ljóst áður en sýningin byrjaði,“ segir Helgi. Áður en sýningin hófst hafi verið búið að stilla upp strengjahljómsveit sem spilaði undir ásamt stórum gospel kór og sönkonu. „Þannig tónlistin lék, eðlilega, mjög stórt hlutverk.“ Margar og sterkar áherslur Pharrell vann á sínum tíma með Abloh og segir Helgi að Pharrell hafi lagt áherslu á sýningunni að þeir væru báðir svartir. „Að það væri ekkert „hierarchy“ í samfélaginu, sama hvaða litarhaft þú berð og svo framvegis. Það var eitt af hans markmiðum með línunni og sýningunni.“ Þá hafi Pharrell einnig viljað taka klassíska brúna litinn sem Louis Vuitton er þekkt fyrir og blanda hann með öðrum sterkum litum. Einnig hafi hann leikið sér á skemmtilegan hátt með því að blanda saman ferningum og felulitum. Pharrell Williams þakkar fyrir sig í lok sýningarinnar.AP/Christophe Ena „Síðan var líka það sem hann lagði til grundvallar við hönnun á línunni og uppsetningu á sýningunni var gleði og jákvæðni. Því það er stríð í gangi rétt hjá okkur í Evrópu, að við ættum að hugsa um hvert annað og að það væri gleði. Gleði og hamingja, það var líka undirtónninn í textanum sem var sunginn þarna. Þetta eru svona þessir grunnþættir sem hann vildi leggja áherslu á með sínu teymi þegar hann fór af stað með þessa vinnu sem var síðan kynnt þarna í gær.“ Jay-Z og Pharrell tóku lagið Helgi var hrifinn af línunni og að sýningin sjálf hafi öll verið einstaklega glæsilega að öllu leyti. „Ég get náttúrulega bara talað fyrir sjálfum mig en mér fannst línan frábær. Honum og hans teymi hefur greinilega tekist vel til.“ Eftir að sýningunni, sem fór fram á brú yfir ánna Signu, lauk var tilkynnt að það væri tónlistarviðburður framundan. „Þá kom Jay-Z og skemmti fólki, Pharrell steig á stokk og söng með honum líka sem var mjög gaman að sjá,“ segir Helgi. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá viðburðinum sem Kei Toyoshima birti á samfélagsmiðlinum Instagram. View this post on Instagram A post shared by Kei Toyoshima (@toyoshimakei) „Þannig það var gríðarlega mikil stemning, sem er náttúrulega áhugavert að sjá því þessi stóru merki eins og Louis Vuitton eru ekki bara að ráða listrænan stjórnanda heldur eru þau líka að ráða stórstjörnu eins og Pharrell sem bæði er vel tengdur og kann að búa til stemningu. Þessi sýning bar þess mjög sterk merki og allt upp á tíu að öllu leyti.“ Fleiri stórstjörnur á svæðinu Helgi var í hóp með mörgum af skærustu stjörnum heims á sýningunni. Auk Jay-Z var tónlistarstjarnan og eiginkona hans Beyoncé á fremsta bekk. Þá mætti ofurtónlistarparið Rihanna og A$AP Rocky. Voru þau bæði klædd í föt úr nýju línunni. Þá voru leikkonan og fyrirsætan Zendaya, raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, og körfuboltamaðurinn Lebron James einnig mætt á sýninguna. View this post on Instagram A post shared by Louis Vuitton (@louisvuitton) Aðspurður um það hvort hann hafi blandað geði við stórskotaliðið segir Helgi: „Það var náttúrulega stór hópur af fólki þarna. Ég get nú ekki sagt að ég sé á svona „first name basis“ með þessu fólki.“ „Þetta er lítið venue og það fór ekkert framhjá manni. Það var náttúrulega vitað fyrirfram að þarna yrðu margir af hans bestu vinum úr tónlistarbransanum, að þeir myndu láta sjá sig. Þetta var mjög eftirsóttur viðburður.“ Hann segir að það hafi verið gaman að fá að vera hluti af þessu öllu saman. „Mjög gaman, virkilega skemmtileg upplifun að öllu leyti og jákvæð. Stemningin var mjög góð og fólki virtist líta vel á miðað við það sem ég bæði sá og heyrði.“ Tíska og hönnun Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Helgi Rúnar Óskarsson fékk boð á sýninguna frá Kei Toyoshima, listrænum stjórnanda 66°Norður, en hann hefur einnig starfað hjá Louis Vuitton undanfarið ár. „Hann er lykilhönnuður á herralínunni hjá Pharrell,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Kei bauð Helga einnig á sýningu tískuhússins sem fram fór í janúar en Helgi segir að töluverður munur hafi verið á þessum tveimur sýningum. „Þá var náttúrulega Pharrell ekki tekinn við. Það var gaman að sjá samanburðinn á því hvernig þetta var gert. Báðar sýningarnar voru stórkostlegar en þessi bar mjög sterkan keim á því hver Pharrell er.“ Hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Pharrell Williams tók við sem listrænn stjórnandi Louis Vuitton í febrúar á þessu ári. Tók hann við af hönnuðinum Virgil Abloh sem lést í nóvember árið 2021, aðeins 41 árs að aldri. „Þannig það er búið að vera svolítið óljóst í hvaða átt þetta færi,“ segir Helgi. „Pharrell er náttúrulega stórstjarna og tónlistarmaður þannig tónlist lék mjög stórt hlutverk í sýningunni. Það var strax ljóst áður en sýningin byrjaði,“ segir Helgi. Áður en sýningin hófst hafi verið búið að stilla upp strengjahljómsveit sem spilaði undir ásamt stórum gospel kór og sönkonu. „Þannig tónlistin lék, eðlilega, mjög stórt hlutverk.“ Margar og sterkar áherslur Pharrell vann á sínum tíma með Abloh og segir Helgi að Pharrell hafi lagt áherslu á sýningunni að þeir væru báðir svartir. „Að það væri ekkert „hierarchy“ í samfélaginu, sama hvaða litarhaft þú berð og svo framvegis. Það var eitt af hans markmiðum með línunni og sýningunni.“ Þá hafi Pharrell einnig viljað taka klassíska brúna litinn sem Louis Vuitton er þekkt fyrir og blanda hann með öðrum sterkum litum. Einnig hafi hann leikið sér á skemmtilegan hátt með því að blanda saman ferningum og felulitum. Pharrell Williams þakkar fyrir sig í lok sýningarinnar.AP/Christophe Ena „Síðan var líka það sem hann lagði til grundvallar við hönnun á línunni og uppsetningu á sýningunni var gleði og jákvæðni. Því það er stríð í gangi rétt hjá okkur í Evrópu, að við ættum að hugsa um hvert annað og að það væri gleði. Gleði og hamingja, það var líka undirtónninn í textanum sem var sunginn þarna. Þetta eru svona þessir grunnþættir sem hann vildi leggja áherslu á með sínu teymi þegar hann fór af stað með þessa vinnu sem var síðan kynnt þarna í gær.“ Jay-Z og Pharrell tóku lagið Helgi var hrifinn af línunni og að sýningin sjálf hafi öll verið einstaklega glæsilega að öllu leyti. „Ég get náttúrulega bara talað fyrir sjálfum mig en mér fannst línan frábær. Honum og hans teymi hefur greinilega tekist vel til.“ Eftir að sýningunni, sem fór fram á brú yfir ánna Signu, lauk var tilkynnt að það væri tónlistarviðburður framundan. „Þá kom Jay-Z og skemmti fólki, Pharrell steig á stokk og söng með honum líka sem var mjög gaman að sjá,“ segir Helgi. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá viðburðinum sem Kei Toyoshima birti á samfélagsmiðlinum Instagram. View this post on Instagram A post shared by Kei Toyoshima (@toyoshimakei) „Þannig það var gríðarlega mikil stemning, sem er náttúrulega áhugavert að sjá því þessi stóru merki eins og Louis Vuitton eru ekki bara að ráða listrænan stjórnanda heldur eru þau líka að ráða stórstjörnu eins og Pharrell sem bæði er vel tengdur og kann að búa til stemningu. Þessi sýning bar þess mjög sterk merki og allt upp á tíu að öllu leyti.“ Fleiri stórstjörnur á svæðinu Helgi var í hóp með mörgum af skærustu stjörnum heims á sýningunni. Auk Jay-Z var tónlistarstjarnan og eiginkona hans Beyoncé á fremsta bekk. Þá mætti ofurtónlistarparið Rihanna og A$AP Rocky. Voru þau bæði klædd í föt úr nýju línunni. Þá voru leikkonan og fyrirsætan Zendaya, raunveruleikastjarnan Kim Kardashian, og körfuboltamaðurinn Lebron James einnig mætt á sýninguna. View this post on Instagram A post shared by Louis Vuitton (@louisvuitton) Aðspurður um það hvort hann hafi blandað geði við stórskotaliðið segir Helgi: „Það var náttúrulega stór hópur af fólki þarna. Ég get nú ekki sagt að ég sé á svona „first name basis“ með þessu fólki.“ „Þetta er lítið venue og það fór ekkert framhjá manni. Það var náttúrulega vitað fyrirfram að þarna yrðu margir af hans bestu vinum úr tónlistarbransanum, að þeir myndu láta sjá sig. Þetta var mjög eftirsóttur viðburður.“ Hann segir að það hafi verið gaman að fá að vera hluti af þessu öllu saman. „Mjög gaman, virkilega skemmtileg upplifun að öllu leyti og jákvæð. Stemningin var mjög góð og fólki virtist líta vel á miðað við það sem ég bæði sá og heyrði.“
Tíska og hönnun Frakkland Íslendingar erlendis Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira