Arnór Sigurðsson samdi í vikunni við Blackburn Rovers og fær því að upplifa drauminn, að spila á Englandi. Hann segist finna sig hvað best í mikilvægum leikjum fyrir framan fullan völl og sannaði það þegar hann skoraði gegn Real Madríd og Roma í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður og nýjasti leikmaður Blackburn Rovers á Englandi að svara hér að neðan. Arnór Sigurðsson [24 ára kantmaður, Blackburn Rovers | 27 A-landsleikir, 2 mörk] Arnór er uppalinn Á Akranesi en ungur að árum til Norrköping í Svíþjóð. Þar var hann lánaður til IF Sylvia áður en hann sprakk út og var seldur dýrum dómum til CSKA Moskvu á metfé. Þar gerði hann sér lítið fyrir og skoraði gegn bæði Real Madríd og Roma í Meistaradeild Evrópu. Árið 2021 var Arnór lánaður til Venezia á Ítalíu en það gekk ekki sem skyldi. Eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu fór Arnór á láni til Norrköping og svo nú til Blackburn Rovers. Arnór mun spila í ensku B-deildinni á komandi leiktíð.Twitter@Rovers Tekið skal fram að viðtalið var tekið þegar Arnór var enn leikmaður Norrköping. „Náði bara í boltann þar sem hann var“ „Held ég hafi farið á fyrstu æfinguna þriggja að verða fjögurra ára. Man að ég var aldrei í vörn, var á miðjunni og almennt út um allt. Held ég hafi verið óþolandi krakkinn, náði bara í boltann þar sem hann var. Man að ég var mjög skotfastur, það hjálpaði rosalega þegar maður var minni. Gat eiginlega skotið af hvaða færi sem er.“ „Var að spila upp fyrir mig þegar ég byrjaði að spila 11 manna bolta. Var frekar lítill og ekki er stór í dag. Var mjög lágvaxinn miðað við þessa sem voru tveimur árum eldri. Var á miðjunni en ef það voru tröll á miðjunni hjá hinu liðinu var mér stundum hent út á kant.“ Líkt og svo margir á Skaganum komst engin önnur íþrótt að: „Það var bara fótbolti út í gegn.“Ahmad Mora/Getty Images „Hægt að bæta allt“ „Myndi segja að ég væri skapandi og tæknilega góður leikmaður með góða stjórn á boltanum, góða fyrstu snertingu og góðar sendingar.“ „Hvað varðar veikleika þá er hægt að bæta allt. Væri alveg til í að vera með betri vinstri fót. Á það svo til að pirrast og væri til í að vera svalari, eða rólegri, á því þegar það gerist.“ Arnór er fjölhæfur leikmaður en líður þó best vinstra megin á vellinum. Hjá Norrköping var hann að mestu verið á vinstri væng eða vinstra megin á miðjunni í sóknarþenkjandi 4-1-4-1 leikkerfi. „Ég fíla þetta [hjá Norrköping] og líka gamla góða 4-2-3-1, með tíu. Leita mikið í pokann vinstra megin og hef gaman að því að spila í tíunni. Myndi segja að það væri uppáhaldsstaðan mín, þegar ég fæ þetta frjálsræði. Vil svo helst ekki vera ekki ysti gæinn, vill hafa leikmann utan á.“ What a goal from Arnor Sigurdsson when IFK Norrköping won AIK 3-0 pic.twitter.com/0jg0xS98AV— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) April 11, 2023 „Hef alveg gaman að því að taka menn á. Stundum gerist það að ég sé gamli góði kantarinn [sem fer upp að endalínu og gef fyrir].“ „Ef ég er úti vinstra megin þá finnst mér erfiðara að spila á móti fimm manna vörn. Ert þá að sækja á vængbakvörð og miðvörð ásmat því að það eru meiri varnarhlaup ef mótherjinn spilar með vængbakverði. Fer svo sem eftir hversu sóknarsinnaður hann er. Ef liðið er hins vegar með fjögurra manna varnarlínu þá kemstu oftar en ekki einn á einn aðstöðu gegn bakverðinum.“ Arnór ætti að smellpassa inn í leikkerfi Blackburn en samkvæmt Transfermarkt spilaði liðið aðallega sóknarþenkjandi 4-2-3-1 undir stjórn Jon Dahl Tomasson á síðustu leiktíð. Jon Dahl og Arnór saman.Twitter@Rovers „Þroskaðist mjög mikið sem leikmaður þar“ Breytir það sköpunarglöðum leikmanni að fara yfir í deild eins og þá Rússnesku þar sem aðaláherslan er á góðan og skipulagðan varnarleik? „Mjög líkamlega sterk og varnarsinnuð deild en við spiluðum á sama tíma mjög sóknarsinnaðan leik. Vorum mikið með boltann og liðin sem við spiluðum gegn pökkuðu flest í vörn. Var „park the bus“ á teignum og mikið klafs svo þú fékkst ekki mikið af færum.“ „Að díla við þannig aðstæður, að vinna í litlu plássi á milli línanna. Fann strax að ég þurfti að vinna í því að halda mönnum frá mér, hugsa hvernig ég skila boltanum frá mér og hvernig ég tók á móti honum. Þroskaðist mjög mikið sem leikmaður þar.“ Arnór lék alls 87 leiki fyrir CSKA Moskvu. Skoraði hann í þeim 13 mörk og gaf 8 stoðsendingar.VÍSIR/GETTY IMAGES „Ömurlega leiðinlegar æfingar“ „Síðan fer ég til Ítalíu, held að sú deild sé opnari en Rússland. Snýst samt allt um taktík, ekkert endilega varnartaktík en það er allt drillað. Man að í Venezia var byrjað að drilla næsta leik fjórum til fimm á undan og að þetta voru ömurlega leiðinlegar æfingar.“ „Stemningin var þung, liðinu gekk ekki vel og æfingarnar voru eins og þær voru. Það var rosalega mikill agi, man að við vorum að fara spila við Roma og vorum mættir upp á hótel örugglega fimm dögum fyrir leik.“ „Þegar ég horfi til baka þá var þetta ekkert endilega rétt move hjá mér. Fyrir skapandi leikmann að fara í deild, og sérstaklega lið, sem er að fara verjast og eiga erfitt uppdráttar. Skiptir miklu máli að velja bæði rétta deild og rétt lið varðandi hvernig fótbolti er spilaður. Eitthvað sem maður þarf að pæla í þegar maður skiptir um lið - hélt að þetta væri rétt þá - en það er auðvelt að vera vitur eftir á.“ „Held það sé samt engin tilviljun að ég fór að spila betur með landsliðinu eftir að ég var búinn að vera á Ítalíu. Var eitthvað sem ég þurfti, stundum þarf maður að læra the hard way.“ „Þarna valdi ég eitthvað sem mér leist vel á og búið að lofa öllu fögru. Síðan fór það eins og það fór.“vísir/Getty Images „Það er eitt það mikilvægasta sem þú gerir, ég reyni að líta á það þannig. Þetta eru hlaup og keyrsla en ef þú gerir þetta almennilega þá skilar það sér,“ sagði Arnór í smá útúrdúr um undirbúningstímabil en hann er á leiðinni í eitt slíkt með Blackburn. „Erum litla Ísland“ „Maður skilur að hjá landsliðinu hittast menn kannski fimm sinnum á ári og þá verður að drilla, við vitum það alveg. Erum litla Ísland og verðum að hafa einhvern X-factor. Þegar liðið var upp á sitt besta þá vissu allir hvar þeir áttu að vera sama hvar boltinn var, þetta var drillað alveg út í gegn. Og það virkaði.“ „Ég elska það“ „Við drillum uppspil en svo í leiknum sjálfum finnur þú hvað er rétt hverju sinni. Hvaða svæði opnast og hvaða hlaup koma en það er alveg drillað hvernig hlaup menn eiga að taka.“ „Yfirleitt er ég mikið að fá boltann í svæði á milli varnar og miðju hjá andstæðingnum. Út frá því reyni ég að skapa eitthvað. Ég elska það, að fá taka mikla ábyrgð og það sé smá pressa.“ Arnór Sigurdsson med säsongens sista mål, som gav 3-3 mot BK Häcken i 95:e minuten #ifknorrköping pic.twitter.com/VlVWFWVIk6— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 7, 2022 „Þó ég sé ekki gamall þá er ég eldri en þegar ég fór fyrst út. Maður finnur hvað maður lærir mikið af því að spila fótbolta í ákveðið langan tíma á háu getustigi. Þó þú sért ekki sjálfviljugur að breyta einhverju þá veistu meira hvað þarf til, er bara reynsla.“ „Fæ aldrei klippur af varnarmönnum eða eitthvað svoleiðis. Ef ég er á vinstri kantinum þá þreifa ég fyrir mér í byrjun; hversu nálægt kemur bakvörðurinn, er hann að leyfa mér að snúa á sig, er hann að passa svæðið á bak við eða meira að passa að ég fái ekki boltann í fætur.“ „Tekur mig kannski fyrstu 4-5 skiptin í leiknum að átta mig á hvernig varnarmaður hann er, vinn svo út frá því.“ „Fótbolti er bara fótbolti“ „Þegar öllu er á botninn hvolft er fótbolti bara fótbolti en persónulega finnst mér skipta máli hvar maður er hverju sinni. Hvernig þjálfarinn og þjálfarateymið er, hvernig liðsfélagarnir eru. Þetta hefur allt áhrif.“ „Maður spilar sinn leik sama hvernig það er en eins og á Ítalíu var ekki gott á milli mín og þjálfarans. Þá finnur maður fyrir því að þegar maður er látinn spila, er ekki það sama.“ „Skrítið að segja það en hjá Norrköping finn ég hvað ég vill leggja mig allan fram, fyrir alla sem tengjast félaginu. Þar af leiðandi er ég að spila betur og allir að bakka mig upp.“ Arnor Sigurdsson såg till att IFK Norrköping fick med sig en poäng hem från Borås Eid Nyman Shabani Sigurdsson #ifknorrköping pic.twitter.com/41T0EJ3NEU— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 15, 2022 „Þurfti að vinna mér inn virðingu“ „Kúltúrinn í Rússlandi er allt öðruvísi, þetta er smá „old school.“ Þeir eru harðir, þeir eru að setja pressu og liðsfélagarnir líka. Fann alveg að ég þurfti að vinna mér inn virðingu, var ekkert komandi þarna og allir hoppandi glaðir að taka í höndina á mér og bjóða mig velkominn.“ „Mér gekk mjög vel í byrjun, vorum að spila vel. Þá finnur maður að þeir hleypa þér inn. Það [að skora á móti Real Madríd] hjálpaði alveg til, fann það alveg.“ „Við spiluðum vel í Meistaradeildinni, ég skora tvö og legg upp eitt. Þetta eru leikir sem allir fótboltamenn vilja spila. Leikirnir sem þig dreymir um að spila þegar þú ferð með boltann út í garð þegar þú ert lítill. Eftir að vera á þessu sviði vill maður ekkert annað en að vera þar. Það er markmið mitt núna, auðvitað er ég hér og lifi í núinu en ég vil komast þangað á nýjan leik.“ „Uppáhaldsleikirnir mínir eru þegar það er fullur völlur og maður er að spila við sem bestan mótherja, það eru leikirnir sem maður vill spila.“ „Finnst ég spila sem best þegar það er mest undir.“Vísir/Getty Images Að lokum var Arnór spurður út í fyrirmyndir í æsku. Þar kom upp nafn sem segja má að sé költhetja á Akranesi. „Man að Jón Vilhelm [Ákason] frændi minn var í ÍA-liðinu. Þegar ég var að alast upp var ÍA með mjög gott lið, hann var númer 14 svo ég var númer 14. Þannig hann var mikil fyrirmynd,“ sagði Arnór áður en hann sagðist einfaldlega vera mikill Lionel Messi aðdáandi. Fótbolti Leikurinn minn í mínum orðum Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Fann að íþróttir voru mín útrás“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin aftur til Íslands eftir farsælan atvinnumannaferil í Noregi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hún segist í grunninn enn vera sami leikmaður og þegar hún byrjaði að æfa fótbolta í 3. bekk. 9. júní 2023 10:01 „Ein ákvörðun hér eða þar sem getur ráðið úrslitum“ Ingvar Jónsson og félagar í Víking hafa byrjað Íslandsmótið í fótbolta af miklum krafti. Svo miklum raunar að Víkingar virðast ætla að stinga önnur lið deildarinnar af. Þá hefur Ingvar aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu sjö umferðum Bestu deildarinnar. 18. maí 2023 10:00 „Svo dúkkar þessi bakvarðar pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn“ Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. 9. febrúar 2023 09:01 „Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2. febrúar 2023 09:01 „Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“ Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. 24. desember 2022 09:01 „Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00 „Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport
Leikurinn minn í mínum orðum er viðtalssería þar sem farið verður yfir hvað fer í gegnum höfuðið á íþróttafólki þegar það spilar leikinn sem það elskar. Hvernig sér það leikinn og af hverju sér það leikinn á þann hátt? Þessum spurningum reynir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður og nýjasti leikmaður Blackburn Rovers á Englandi að svara hér að neðan. Arnór Sigurðsson [24 ára kantmaður, Blackburn Rovers | 27 A-landsleikir, 2 mörk] Arnór er uppalinn Á Akranesi en ungur að árum til Norrköping í Svíþjóð. Þar var hann lánaður til IF Sylvia áður en hann sprakk út og var seldur dýrum dómum til CSKA Moskvu á metfé. Þar gerði hann sér lítið fyrir og skoraði gegn bæði Real Madríd og Roma í Meistaradeild Evrópu. Árið 2021 var Arnór lánaður til Venezia á Ítalíu en það gekk ekki sem skyldi. Eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu fór Arnór á láni til Norrköping og svo nú til Blackburn Rovers. Arnór mun spila í ensku B-deildinni á komandi leiktíð.Twitter@Rovers Tekið skal fram að viðtalið var tekið þegar Arnór var enn leikmaður Norrköping. „Náði bara í boltann þar sem hann var“ „Held ég hafi farið á fyrstu æfinguna þriggja að verða fjögurra ára. Man að ég var aldrei í vörn, var á miðjunni og almennt út um allt. Held ég hafi verið óþolandi krakkinn, náði bara í boltann þar sem hann var. Man að ég var mjög skotfastur, það hjálpaði rosalega þegar maður var minni. Gat eiginlega skotið af hvaða færi sem er.“ „Var að spila upp fyrir mig þegar ég byrjaði að spila 11 manna bolta. Var frekar lítill og ekki er stór í dag. Var mjög lágvaxinn miðað við þessa sem voru tveimur árum eldri. Var á miðjunni en ef það voru tröll á miðjunni hjá hinu liðinu var mér stundum hent út á kant.“ Líkt og svo margir á Skaganum komst engin önnur íþrótt að: „Það var bara fótbolti út í gegn.“Ahmad Mora/Getty Images „Hægt að bæta allt“ „Myndi segja að ég væri skapandi og tæknilega góður leikmaður með góða stjórn á boltanum, góða fyrstu snertingu og góðar sendingar.“ „Hvað varðar veikleika þá er hægt að bæta allt. Væri alveg til í að vera með betri vinstri fót. Á það svo til að pirrast og væri til í að vera svalari, eða rólegri, á því þegar það gerist.“ Arnór er fjölhæfur leikmaður en líður þó best vinstra megin á vellinum. Hjá Norrköping var hann að mestu verið á vinstri væng eða vinstra megin á miðjunni í sóknarþenkjandi 4-1-4-1 leikkerfi. „Ég fíla þetta [hjá Norrköping] og líka gamla góða 4-2-3-1, með tíu. Leita mikið í pokann vinstra megin og hef gaman að því að spila í tíunni. Myndi segja að það væri uppáhaldsstaðan mín, þegar ég fæ þetta frjálsræði. Vil svo helst ekki vera ekki ysti gæinn, vill hafa leikmann utan á.“ What a goal from Arnor Sigurdsson when IFK Norrköping won AIK 3-0 pic.twitter.com/0jg0xS98AV— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) April 11, 2023 „Hef alveg gaman að því að taka menn á. Stundum gerist það að ég sé gamli góði kantarinn [sem fer upp að endalínu og gef fyrir].“ „Ef ég er úti vinstra megin þá finnst mér erfiðara að spila á móti fimm manna vörn. Ert þá að sækja á vængbakvörð og miðvörð ásmat því að það eru meiri varnarhlaup ef mótherjinn spilar með vængbakverði. Fer svo sem eftir hversu sóknarsinnaður hann er. Ef liðið er hins vegar með fjögurra manna varnarlínu þá kemstu oftar en ekki einn á einn aðstöðu gegn bakverðinum.“ Arnór ætti að smellpassa inn í leikkerfi Blackburn en samkvæmt Transfermarkt spilaði liðið aðallega sóknarþenkjandi 4-2-3-1 undir stjórn Jon Dahl Tomasson á síðustu leiktíð. Jon Dahl og Arnór saman.Twitter@Rovers „Þroskaðist mjög mikið sem leikmaður þar“ Breytir það sköpunarglöðum leikmanni að fara yfir í deild eins og þá Rússnesku þar sem aðaláherslan er á góðan og skipulagðan varnarleik? „Mjög líkamlega sterk og varnarsinnuð deild en við spiluðum á sama tíma mjög sóknarsinnaðan leik. Vorum mikið með boltann og liðin sem við spiluðum gegn pökkuðu flest í vörn. Var „park the bus“ á teignum og mikið klafs svo þú fékkst ekki mikið af færum.“ „Að díla við þannig aðstæður, að vinna í litlu plássi á milli línanna. Fann strax að ég þurfti að vinna í því að halda mönnum frá mér, hugsa hvernig ég skila boltanum frá mér og hvernig ég tók á móti honum. Þroskaðist mjög mikið sem leikmaður þar.“ Arnór lék alls 87 leiki fyrir CSKA Moskvu. Skoraði hann í þeim 13 mörk og gaf 8 stoðsendingar.VÍSIR/GETTY IMAGES „Ömurlega leiðinlegar æfingar“ „Síðan fer ég til Ítalíu, held að sú deild sé opnari en Rússland. Snýst samt allt um taktík, ekkert endilega varnartaktík en það er allt drillað. Man að í Venezia var byrjað að drilla næsta leik fjórum til fimm á undan og að þetta voru ömurlega leiðinlegar æfingar.“ „Stemningin var þung, liðinu gekk ekki vel og æfingarnar voru eins og þær voru. Það var rosalega mikill agi, man að við vorum að fara spila við Roma og vorum mættir upp á hótel örugglega fimm dögum fyrir leik.“ „Þegar ég horfi til baka þá var þetta ekkert endilega rétt move hjá mér. Fyrir skapandi leikmann að fara í deild, og sérstaklega lið, sem er að fara verjast og eiga erfitt uppdráttar. Skiptir miklu máli að velja bæði rétta deild og rétt lið varðandi hvernig fótbolti er spilaður. Eitthvað sem maður þarf að pæla í þegar maður skiptir um lið - hélt að þetta væri rétt þá - en það er auðvelt að vera vitur eftir á.“ „Held það sé samt engin tilviljun að ég fór að spila betur með landsliðinu eftir að ég var búinn að vera á Ítalíu. Var eitthvað sem ég þurfti, stundum þarf maður að læra the hard way.“ „Þarna valdi ég eitthvað sem mér leist vel á og búið að lofa öllu fögru. Síðan fór það eins og það fór.“vísir/Getty Images „Það er eitt það mikilvægasta sem þú gerir, ég reyni að líta á það þannig. Þetta eru hlaup og keyrsla en ef þú gerir þetta almennilega þá skilar það sér,“ sagði Arnór í smá útúrdúr um undirbúningstímabil en hann er á leiðinni í eitt slíkt með Blackburn. „Erum litla Ísland“ „Maður skilur að hjá landsliðinu hittast menn kannski fimm sinnum á ári og þá verður að drilla, við vitum það alveg. Erum litla Ísland og verðum að hafa einhvern X-factor. Þegar liðið var upp á sitt besta þá vissu allir hvar þeir áttu að vera sama hvar boltinn var, þetta var drillað alveg út í gegn. Og það virkaði.“ „Ég elska það“ „Við drillum uppspil en svo í leiknum sjálfum finnur þú hvað er rétt hverju sinni. Hvaða svæði opnast og hvaða hlaup koma en það er alveg drillað hvernig hlaup menn eiga að taka.“ „Yfirleitt er ég mikið að fá boltann í svæði á milli varnar og miðju hjá andstæðingnum. Út frá því reyni ég að skapa eitthvað. Ég elska það, að fá taka mikla ábyrgð og það sé smá pressa.“ Arnór Sigurdsson med säsongens sista mål, som gav 3-3 mot BK Häcken i 95:e minuten #ifknorrköping pic.twitter.com/VlVWFWVIk6— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 7, 2022 „Þó ég sé ekki gamall þá er ég eldri en þegar ég fór fyrst út. Maður finnur hvað maður lærir mikið af því að spila fótbolta í ákveðið langan tíma á háu getustigi. Þó þú sért ekki sjálfviljugur að breyta einhverju þá veistu meira hvað þarf til, er bara reynsla.“ „Fæ aldrei klippur af varnarmönnum eða eitthvað svoleiðis. Ef ég er á vinstri kantinum þá þreifa ég fyrir mér í byrjun; hversu nálægt kemur bakvörðurinn, er hann að leyfa mér að snúa á sig, er hann að passa svæðið á bak við eða meira að passa að ég fái ekki boltann í fætur.“ „Tekur mig kannski fyrstu 4-5 skiptin í leiknum að átta mig á hvernig varnarmaður hann er, vinn svo út frá því.“ „Fótbolti er bara fótbolti“ „Þegar öllu er á botninn hvolft er fótbolti bara fótbolti en persónulega finnst mér skipta máli hvar maður er hverju sinni. Hvernig þjálfarinn og þjálfarateymið er, hvernig liðsfélagarnir eru. Þetta hefur allt áhrif.“ „Maður spilar sinn leik sama hvernig það er en eins og á Ítalíu var ekki gott á milli mín og þjálfarans. Þá finnur maður fyrir því að þegar maður er látinn spila, er ekki það sama.“ „Skrítið að segja það en hjá Norrköping finn ég hvað ég vill leggja mig allan fram, fyrir alla sem tengjast félaginu. Þar af leiðandi er ég að spila betur og allir að bakka mig upp.“ Arnor Sigurdsson såg till att IFK Norrköping fick med sig en poäng hem från Borås Eid Nyman Shabani Sigurdsson #ifknorrköping pic.twitter.com/41T0EJ3NEU— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) August 15, 2022 „Þurfti að vinna mér inn virðingu“ „Kúltúrinn í Rússlandi er allt öðruvísi, þetta er smá „old school.“ Þeir eru harðir, þeir eru að setja pressu og liðsfélagarnir líka. Fann alveg að ég þurfti að vinna mér inn virðingu, var ekkert komandi þarna og allir hoppandi glaðir að taka í höndina á mér og bjóða mig velkominn.“ „Mér gekk mjög vel í byrjun, vorum að spila vel. Þá finnur maður að þeir hleypa þér inn. Það [að skora á móti Real Madríd] hjálpaði alveg til, fann það alveg.“ „Við spiluðum vel í Meistaradeildinni, ég skora tvö og legg upp eitt. Þetta eru leikir sem allir fótboltamenn vilja spila. Leikirnir sem þig dreymir um að spila þegar þú ferð með boltann út í garð þegar þú ert lítill. Eftir að vera á þessu sviði vill maður ekkert annað en að vera þar. Það er markmið mitt núna, auðvitað er ég hér og lifi í núinu en ég vil komast þangað á nýjan leik.“ „Uppáhaldsleikirnir mínir eru þegar það er fullur völlur og maður er að spila við sem bestan mótherja, það eru leikirnir sem maður vill spila.“ „Finnst ég spila sem best þegar það er mest undir.“Vísir/Getty Images Að lokum var Arnór spurður út í fyrirmyndir í æsku. Þar kom upp nafn sem segja má að sé költhetja á Akranesi. „Man að Jón Vilhelm [Ákason] frændi minn var í ÍA-liðinu. Þegar ég var að alast upp var ÍA með mjög gott lið, hann var númer 14 svo ég var númer 14. Þannig hann var mikil fyrirmynd,“ sagði Arnór áður en hann sagðist einfaldlega vera mikill Lionel Messi aðdáandi.
„Fann að íþróttir voru mín útrás“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin aftur til Íslands eftir farsælan atvinnumannaferil í Noregi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hún segist í grunninn enn vera sami leikmaður og þegar hún byrjaði að æfa fótbolta í 3. bekk. 9. júní 2023 10:01
„Ein ákvörðun hér eða þar sem getur ráðið úrslitum“ Ingvar Jónsson og félagar í Víking hafa byrjað Íslandsmótið í fótbolta af miklum krafti. Svo miklum raunar að Víkingar virðast ætla að stinga önnur lið deildarinnar af. Þá hefur Ingvar aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu sjö umferðum Bestu deildarinnar. 18. maí 2023 10:00
„Svo dúkkar þessi bakvarðar pæling ekki aftur upp fyrr en af illri nauðsyn“ Íslandsmeistarinn og fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er með áhugaverðari leikmönnum Bestu deildar karla í fótbolta fyrir margar sakir. Segja má að hann fari ótroðnar slóðir innan vallar sem utan en hér verður meira einblínt á það sem gerist innan vallar. 9. febrúar 2023 09:01
„Ef ég hefði þann eiginleika líka væri ég mögulega að spila á hærra getustigi“ Það voru engin smá fótspor sem Júlíus Magnússon þurfti að feta í þegar hann tók við fyrirliðabandi þáverandi Íslands- og bikarmeistara Víkings. Að taka við af Kára Árnasyni og Sölva Geir Ottesen er svo sannarlega ekki allra en með Júlíus sem fyrirliða þá varð liðið bikarmeistari enn á ný, fór langt í Evrópu en hélt því miður ekki dampi í Bestu deildinni. 2. febrúar 2023 09:01
„Sagði að ég gæti orðið allt í lagi miðjumaður en frábær miðvörður“ Glódís Perla Viggósdóttir er fastamaður hjá þýska stórveldinu Bayern München sem og íslenska landsliðinu. Hún sem lék lengi vel sem miðjumaður var færð niður í miðvörð þegar hún var í U-17 ára landsliðinu. Ákvörðun sem hún sér ekki eftir í dag. 24. desember 2022 09:01
„Þetta var okkar leið og hún svínvirkaði“ Birkir Már Sævarsson var sóknarþenkjandi bakvörður áður en það komst í tísku. Hann reynir að taka hvern leik eins og hann kemur, sama hvort það sé gegn Leikni R. í Breiðholti eða Lionel Messi og félögum í Argentínu. 15. desember 2022 09:00
„Ef ég er ekki hamingjusöm þá er ég ekki að fara spila vel“ Dagný Brynjarsdóttir er án efa einn besti skallamaður sem Ísland hefur alið. Það gerðist hins vegar ekki af sjálfu sér. Það var ekki fyrr en hún var komin í háskóla í Bandaríkjunum sem þáverandi þjálfarinn hennar sagðist ætla að gera hana að einum besta skallamanni í heimi. 8. desember 2022 09:00