Enski boltinn

Hluti af starfinu að setja gott for­dæmi: „Minnsta sem maður getur gert“

Aron Guðmundsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson Getty/Dave Howarth

Ís­lenski at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í fót­bolta, Jón Daði Böðvars­son, segir það mikil­vægt fyrir sig í sinni grein að setja gott for­dæmi og vera fyrir­mynd fyrir yngri kyn­slóðina.

Jón Daði nýtur mikillar hylli hjá enska knatt­spyrnu­fé­laginu Bol­ton Wanderers og fram­lengdi hann á dögunum samning sinn við fé­lagið um eitt ár.

Það hefur vakið at­hygli í gegnum tíðina hversu dug­legur Jón Daði er að gefa af sér. Til að mynda birtist á dögunum mynd­band af honum á sam­fé­lags­miðlum að sparka á milli með ungum stuðnings­manni fyrir utan heima­völl Bol­ton.

Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Jón Daði gefur af sér en honum finnst það sjálf­sagt, ef óskað er eftir því, að gefa af sér.

„Ég reyni alltaf, eins og ég get, að gefa af mér þegar að tæki­færi gefst. Það er nú það minnsta sem maður getur gert í þessu,“ segir Jón Daði við Vísi.

Þetta sé hins vegar ekki eitt­hvað sem ég ein­blíni því­líkt á.

„Mér finnst það bara mjög eðli­legt, ef það kemur eitt­hvað upp á borðið hjá manni, eða ef maður hittir krakka sem er í sömu stöðu og maður var í sjálfur á sínum tíma sem ungur pjakkur í fót­bolta, að gefa ráð eða hjálpa til. Það er alveg sjálf­sagt.

Það sé alveg gefið

„Sér í lagi sem at­vinnu­maður í fót­bolta, að setja gott for­dæmi. Það er hluti af þessu starfi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×