Ofsótti lesbískt par í marga mánuði og hótaði þeim lífláti Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júní 2023 20:01 Kona var í dag dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi vegna umsáturseineltis sem beindist að lesbísku pari. Vísir/Vilhelm Kona var í dag dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Konan sat um, hrellti og niðurlægði konurnar ítrekað í rúmlega fjóra mánuði vegna kynhneiðgar þeirra. Áreiti konunnar í garð parsins, sem voru nágrannar hennar, hófst þann 14. apríl 2022 þegar þær báðu hana um að þrífa upp hundaskít eftir hund sinn. Í kjölfarið versnaði konan í samskiptum og hóf að áreita þær næstu rúmlega fjóra mánuði með hótunum, niðurlægjandi svívirðingum, umsátri um heimili þeirra og skemmdum á bifreið þeirra. Þá setti hún ítrekað poka með hundaskít á bifreið þeirra og ofan á ruslatunnur þeirra. Konan hótaði ítrekað að drepa parið bæði með orðum og með látbragði þar sem hún dró vísifingur yfir háls sinn. Einnig hótaði hún að drepa hund parsins og sagði þeim ítrekað að drepa sig. Þá svívirti hún parið með því að kalla þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Einnig málaði hún með hvítri málningu á götuna fyrir framan bifreið þeirra að nóttu til orðin „SNÍPUR“ með hástöfum og orðin „ATH DÆS“, sem sé niðrandi orð yfir samkynhneigða. Þá kom miði sem stóð á „Ég mun aldrei vilja ríða þér“ inn um lúguna hjá þeim, sem konurnar töldu hana hafa skrifað. Hótaði lögreglu með stórum hníf Parið leitaði til lögreglu sem gaf konunni ítrekað tiltal en hún brást alltaf illa við því. Málið náði hámarki þann 2. júní 2022 þegar lögregla tjáði konunni, sem var þá í annarlegu ástandi, að ef hún hætti ekki áreitinu yrði hún handtekin. Hún sagði lögreglu að „fokka sér“ og skellti hurðinni. Við hafi tekið samræður milli konunnar og lögreglu gegnum hurð en hún sagði þeim að ef hurðin yrði opnuð myndi hún koma á móti þeim með stóran hníf. Stuttu síðar sást hún ganga inn í eldhús og heyrðist hljóð í hnífapörum. Lögreglan óskaði þá eftir aðstoð sérsveitar sem kom á vettvang og eftir að konan sleit samskiptum við lögregluna var tekin ákvörðun um handtaka hana, hurðin brotin upp og hún handtekin. Myndbandsupptökur staðfestu háttsemi konunnar Þann 8. ágúst 2022 lögðu konurnar fram kæru á hendur konunni og afhentu lögreglu þá USB-kubb með myndbandsupptökum af háttsemi konunnar fyrir utan hús þeirra. Hlutaðeigandi aðilar og vitni voru þá kölluð til skýrslutöku. Konan lýsti sig saklausa en vildi ekki bera vitni fyrir dómi. Fyrir dómi sögðust brotaþolar hafa upplifað mikla hræðslu og óöryggi vegna áreitis ákærðu, sem einnig hafi valdið þeim svefnleysi og kvíða. Var það mat dómsins að framburðir þeirra væru trúverðugir og í fullu samræmi við allar tilkynningar um meint áreiti ákærðu til lögreglu. Dómurinn mat það svo að háttsemi ákærðu hefur verið staðfest með myndbandsupptökum, vitnisburði brotaþola, annarra vitna og lögreglu á vettvangi auk þess sem ákærða viðurkenndi hluta ákæruatriða í skýrslum hjá lögreglu. Konan var dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar en haldi hún skilorði næstu tvö árin fellur refsing hennar niður. Konunni var gert að greiða þolendum 500 þúsund krónur annars vegar og 770 þúsund krónur hins vegar. Einnig var henni gert að greiða málsvarnarlaun lögmanns síns, um 814 þúsund, þóknun lögmanns brotaþola, um 572 þúsund og aksturskostnað beggja lögmanna, samanlagt um 47 þúsund krónur. Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Áreiti konunnar í garð parsins, sem voru nágrannar hennar, hófst þann 14. apríl 2022 þegar þær báðu hana um að þrífa upp hundaskít eftir hund sinn. Í kjölfarið versnaði konan í samskiptum og hóf að áreita þær næstu rúmlega fjóra mánuði með hótunum, niðurlægjandi svívirðingum, umsátri um heimili þeirra og skemmdum á bifreið þeirra. Þá setti hún ítrekað poka með hundaskít á bifreið þeirra og ofan á ruslatunnur þeirra. Konan hótaði ítrekað að drepa parið bæði með orðum og með látbragði þar sem hún dró vísifingur yfir háls sinn. Einnig hótaði hún að drepa hund parsins og sagði þeim ítrekað að drepa sig. Þá svívirti hún parið með því að kalla þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Einnig málaði hún með hvítri málningu á götuna fyrir framan bifreið þeirra að nóttu til orðin „SNÍPUR“ með hástöfum og orðin „ATH DÆS“, sem sé niðrandi orð yfir samkynhneigða. Þá kom miði sem stóð á „Ég mun aldrei vilja ríða þér“ inn um lúguna hjá þeim, sem konurnar töldu hana hafa skrifað. Hótaði lögreglu með stórum hníf Parið leitaði til lögreglu sem gaf konunni ítrekað tiltal en hún brást alltaf illa við því. Málið náði hámarki þann 2. júní 2022 þegar lögregla tjáði konunni, sem var þá í annarlegu ástandi, að ef hún hætti ekki áreitinu yrði hún handtekin. Hún sagði lögreglu að „fokka sér“ og skellti hurðinni. Við hafi tekið samræður milli konunnar og lögreglu gegnum hurð en hún sagði þeim að ef hurðin yrði opnuð myndi hún koma á móti þeim með stóran hníf. Stuttu síðar sást hún ganga inn í eldhús og heyrðist hljóð í hnífapörum. Lögreglan óskaði þá eftir aðstoð sérsveitar sem kom á vettvang og eftir að konan sleit samskiptum við lögregluna var tekin ákvörðun um handtaka hana, hurðin brotin upp og hún handtekin. Myndbandsupptökur staðfestu háttsemi konunnar Þann 8. ágúst 2022 lögðu konurnar fram kæru á hendur konunni og afhentu lögreglu þá USB-kubb með myndbandsupptökum af háttsemi konunnar fyrir utan hús þeirra. Hlutaðeigandi aðilar og vitni voru þá kölluð til skýrslutöku. Konan lýsti sig saklausa en vildi ekki bera vitni fyrir dómi. Fyrir dómi sögðust brotaþolar hafa upplifað mikla hræðslu og óöryggi vegna áreitis ákærðu, sem einnig hafi valdið þeim svefnleysi og kvíða. Var það mat dómsins að framburðir þeirra væru trúverðugir og í fullu samræmi við allar tilkynningar um meint áreiti ákærðu til lögreglu. Dómurinn mat það svo að háttsemi ákærðu hefur verið staðfest með myndbandsupptökum, vitnisburði brotaþola, annarra vitna og lögreglu á vettvangi auk þess sem ákærða viðurkenndi hluta ákæruatriða í skýrslum hjá lögreglu. Konan var dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar en haldi hún skilorði næstu tvö árin fellur refsing hennar niður. Konunni var gert að greiða þolendum 500 þúsund krónur annars vegar og 770 þúsund krónur hins vegar. Einnig var henni gert að greiða málsvarnarlaun lögmanns síns, um 814 þúsund, þóknun lögmanns brotaþola, um 572 þúsund og aksturskostnað beggja lögmanna, samanlagt um 47 þúsund krónur.
Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira