Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld. Stöð 2/Grafík

Í kvöldfréttum okkar í kvöld fjöllum við um 1,2 milljarða króna sekt sem Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða vegna brota á reglum við framkvæmd á útboði á hlut ríkisins í bankanum á síðasta ári. Bankastjórinn íhugar ekki stöðu sína en vildi ekki tjá sig við fréttastofu um hvort starfsfólki hefði verið sagt upp vegna málsins.

Þá fjöllum við um opinn fund atvinnuveganefndar Alþingis sem fór fram í dag, þar sem matvælaráðherra sat fyrir svörum vegna ákvörðunar sinnar um að fresta hvalveiðum þar til í haust. Þingmenn hafa margir lýst sig andvíga ákvörðuninni og hvatt ráðherra til að draga hana til baka.

Við ræðum einnig við verkefnastjóra hjá Fjölskylduhjálp, en um fimm hundruð manns mæta í hverri viku til samtakanna í Reykjanesbæ til að fá matargjafir, en stór hluti þess hóps eru hælisleitendur. Samtökin kalla eftir auknum stuðningi ríkisins við það fólk sem tekið er á móti hingað til lands.

Eins fjöllum við um strandveiðar í Grímsey, hittum íslenskan leikara sem ætlar að umbreyta líkama sínum fyrir hlutverk í erlendu sjónvarpsefni og skoðum sjósundmálin í beinni útsendingu frá Nauthólsvík.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×