Enski boltinn

Chelsea neitar að sleppa Mount til Man United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mason Mount hefur þegar samið við Man United um kjör en félagið nær ekki saman við Chelsea um kaup.
Mason Mount hefur þegar samið við Man United um kjör en félagið nær ekki saman við Chelsea um kaup. Trevor Ruszkowski//Getty Images

Chelsea neitaði þriðja tilboði Manchester United í enska miðjumanninn Mason Mount. Á meðan Chelsea virðist til í að selja mann og annan til Sádi-Arabíu þá neitar það að senda Mount til Manchester-borgar.

Það hefur verið greint frá því að enska knattspyrnufélagið Chelsea þurfi að losa leikmenn fyrir 30. júní næstkomandi til að lenda ekki í vandræðum er kemur að reglum um fjárhagslega háttvísi.

Fjöldi leikmanna hefur verið – eða er við það að vera – seldur til Sádi-Arabíu. Þá eru leikmenn á leið til bæði Arsenal og Manchester City. Hinn 24 ára gamli Mount, sem verður samningslaus næsta sumar, fær hins vegar ekki að fara fet.

Í gærkvöld var greint frá því að Chelsea hefði neitað þriðja boði Man United í leikmanninn. Tilboðið var upp á 50 milljónir punda auk aðrar fimm milljónir í árangurstengdar greiðslur. Chelsea vill fá samtals 65 milljónir fyrir leikmanninn, 58 núna og 7 í árangurstengdar greiðslur. 

Talið er að um þriðja og síðasta tilboð Man United hafi verið að ræða. 


Tengdar fréttir

Er Sádi-Arabía að fjár­magna Chelsea?

Eftir félagaskipti síðustu daga er eðlilega að margur velti fyrir sér hvort PIF, fjárfestingarsjóður Sádi-Arabíu, sé að fjármagna enska knattspyrnufélagið Chelsea.

Ha­vertz svo gott sem genginn í raðir Arsenal

Þýski framherjinn Kai Havertz er svo gott genginn í raðir Arsenal frá Chelsea. Það stefnir því að hann muni leika áfram í Lundúnum á næstu leiktíð. Skytturnar borga rúmlega 65 milljónir punda [rúma 11 milljarða íslenskra króna].

Chelsea selur fjóra til Sádi-Arabíu

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er búið að selja einn af leikmönnum sínum til liðs í sádiarabísku deildinni og þrír aðrir eru að fara sömu leið. Þá hafa Úlfarnir selt einn sinn besta mann til Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×