„Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 12:01 Evrópumeistarinn Gísli Þorgeir Kristjánsson. Marco Steinbrenner/Getty Images Gísli Þorgeir Kristjánsson stóð uppi sem Evrópumeistari í handbolta sem og verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar eftir að fara úr axlarlið í undanúrslitum. Hann segir helgina hafa verið sturlaða, að þetta sé það sem hann hafi dreymt um frá unga aldri og hvað það skipti hann miklu máli að hafa sitt nánast fólk með sér í höllinni í Köln. „Ég vildi bara gera hvað sem er til að ná Final Four [undanúrslit og úrslit í Meistaradeild Evrópu]. Búið að vera draumur síðan maður var lítill pjakkur. Sjá Aron [Pálmarsson] og allar mínar fyrirmyndir spila í Final Four í Köln, hvaða handboltaleikmanni sem er dreymir um að komast á þetta svið og reyna vinna Meistaradeildina.“ „Sturluð helgi frá A til Ö“ „Þetta er stærsta sviðið svo ég vildi gera allt sem ég gat gert til að komast sem fyrst aftur á gólfið. Þetta var sturluð helgi frá A til Ö. Á heildina litið var þetta gæsahúðarhelgi, þrátt fyrir það sem kom fyrir mig og mína öxl.“ Hvað flaug í gegnum höfuðið á Gísla Þorgeiri þegar hann meiddist á öxl í undanúrslitunum? „Man að ég lá á gólfinu, með öxlina ekki í lið og ég hugsaði með mér „Hvað núna?“ Held að fljótlega hafi liðið yfir mig, sem hjálpaði því þegar mér var kippt aftur í lið náði ég að slaka svo svakalega vel á öllu kerfinu svo það gekk í sjálfu sér mjög vel.“ „Þetta var svakalegt augnablik, og sjokk fyrir mig að hafa lent í þessu. Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn. Var búinn að svo lengi að því að komast og vera með í þessum leikjum, svo var þetta bara búið á fimmtíu mínútum.“ „Hann kippir mér í lið á vellinum og svo sé ég strákana klára þennan leik á móti Barcelona, var gjörsamlega sturlað hvernig þeir kláruðu það. Hversu mikið þeir þjöppuðu sér saman, kláruðum þetta í vítakeppni en þeir voru ótrúlega góðir. Leikmenn sem voru ekki búnir að spila mikið í sókn stigu upp og það var algjör gæsahúð að sjá klára þennan leik.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Gísli Þorgeir um meiðslin í undanúrslitum: Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn „Læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki“ „Það gekk svakalega vel að kippa öxlinni aftur í lið. Það komu engin brot við það að kippa öxlinni aftur í lið en það var auðvitað ótrúlega vont að hreyfa öxlina, gat ekkert þannig séð hreyft hana um kvöldið en læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki. Ætluðum að reyna á það næsta dag að sjá hvernig það væri að kasta bolta.“ Ásamt læknateymi Magdeburgar vann Gísli Þorgeir hart að því að koma öxlinni í lag. Ástandið var þó ekki bjart í hádeginu á deginum sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég satt best að segja var bara að drepast í öxlinni allan tímann. Eins vont og það var að kasta - og ég kastaði bara eins og risaeðla, náði ekki að lyfta öxlinni meira en 90 gráður - sagði samt að ef ég myndi losna við verkinn gæti ég fórnað mér í þetta.“ Gísli Þorgeir fórnaði sér svo sannarlega í úrslitaleiknum og uppskar eftir því. Tilfinningarnar leyndu sér ekki. „Ég sver það, ég hef aldrei fundið svona tilfinningu áður. Held ég hafi aldrei fundið svona gleðinni á ævinni. Að ná þessu eftir allt sem ég var búinn að leggja á mig lét tilfinningarnar flæða enn meira hjá mér. Gerði þetta að ógleymanlegasta augnabliki á mínum ferli.“ Ekki nóg með að vinna Meistaradeildina, Gísli Þorgeir var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. „Ég var í svo mikilli gleðivímu að ég var ekki að reikna með neinu slíku, var hágrenjandi. Er auðvitað frábær viðurkenning og það var þess virði að fara í gegnum allan þennan skít og uppskera þetta að lokum með því einfaldlega að gefast ekki upp.“ Gleðitár.Marco Steinbrenner/Getty Images „Er að átta mig á hversu stórt þetta er og hversu stórt það er að hafa gert þetta. Augnablik sem ég mun segja börnunum mínum frá í framtíðinni. Eitthvað sem mun aldrei fara frá mér og ég mun alltaf muna eftir. Það sem gerðist um helgina var bara draumurinn minn, þetta var draumur sem varð að veruleika.“ „Held þau [foreldrar Gísla Þorgeirs] hafi verið meira grátandi en ég, ef það var hægt. Fannst svo gaman að þau voru þarna í höllinni með mér, kærastan mín líka og bestu vinir mínir. Var svo gaman að sjá öll sem ég elska mest í lífinu vera með mér og upplifa þetta augnablik með mér. Gerði gríðarlega mikið fyrir mig,“ sagði Evrópumeistarinn Gísli Þorgeir Kristjánsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Handbolti Pólski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Ég vildi bara gera hvað sem er til að ná Final Four [undanúrslit og úrslit í Meistaradeild Evrópu]. Búið að vera draumur síðan maður var lítill pjakkur. Sjá Aron [Pálmarsson] og allar mínar fyrirmyndir spila í Final Four í Köln, hvaða handboltaleikmanni sem er dreymir um að komast á þetta svið og reyna vinna Meistaradeildina.“ „Sturluð helgi frá A til Ö“ „Þetta er stærsta sviðið svo ég vildi gera allt sem ég gat gert til að komast sem fyrst aftur á gólfið. Þetta var sturluð helgi frá A til Ö. Á heildina litið var þetta gæsahúðarhelgi, þrátt fyrir það sem kom fyrir mig og mína öxl.“ Hvað flaug í gegnum höfuðið á Gísla Þorgeiri þegar hann meiddist á öxl í undanúrslitunum? „Man að ég lá á gólfinu, með öxlina ekki í lið og ég hugsaði með mér „Hvað núna?“ Held að fljótlega hafi liðið yfir mig, sem hjálpaði því þegar mér var kippt aftur í lið náði ég að slaka svo svakalega vel á öllu kerfinu svo það gekk í sjálfu sér mjög vel.“ „Þetta var svakalegt augnablik, og sjokk fyrir mig að hafa lent í þessu. Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn. Var búinn að svo lengi að því að komast og vera með í þessum leikjum, svo var þetta bara búið á fimmtíu mínútum.“ „Hann kippir mér í lið á vellinum og svo sé ég strákana klára þennan leik á móti Barcelona, var gjörsamlega sturlað hvernig þeir kláruðu það. Hversu mikið þeir þjöppuðu sér saman, kláruðum þetta í vítakeppni en þeir voru ótrúlega góðir. Leikmenn sem voru ekki búnir að spila mikið í sókn stigu upp og það var algjör gæsahúð að sjá klára þennan leik.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Gísli Þorgeir um meiðslin í undanúrslitum: Hélt að þetta væri búið, að draumurinn væri búinn „Læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki“ „Það gekk svakalega vel að kippa öxlinni aftur í lið. Það komu engin brot við það að kippa öxlinni aftur í lið en það var auðvitað ótrúlega vont að hreyfa öxlina, gat ekkert þannig séð hreyft hana um kvöldið en læknirinn sagði að morgundagurinn væri möguleiki. Ætluðum að reyna á það næsta dag að sjá hvernig það væri að kasta bolta.“ Ásamt læknateymi Magdeburgar vann Gísli Þorgeir hart að því að koma öxlinni í lag. Ástandið var þó ekki bjart í hádeginu á deginum sem úrslitaleikurinn fór fram. „Ég satt best að segja var bara að drepast í öxlinni allan tímann. Eins vont og það var að kasta - og ég kastaði bara eins og risaeðla, náði ekki að lyfta öxlinni meira en 90 gráður - sagði samt að ef ég myndi losna við verkinn gæti ég fórnað mér í þetta.“ Gísli Þorgeir fórnaði sér svo sannarlega í úrslitaleiknum og uppskar eftir því. Tilfinningarnar leyndu sér ekki. „Ég sver það, ég hef aldrei fundið svona tilfinningu áður. Held ég hafi aldrei fundið svona gleðinni á ævinni. Að ná þessu eftir allt sem ég var búinn að leggja á mig lét tilfinningarnar flæða enn meira hjá mér. Gerði þetta að ógleymanlegasta augnabliki á mínum ferli.“ Ekki nóg með að vinna Meistaradeildina, Gísli Þorgeir var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. „Ég var í svo mikilli gleðivímu að ég var ekki að reikna með neinu slíku, var hágrenjandi. Er auðvitað frábær viðurkenning og það var þess virði að fara í gegnum allan þennan skít og uppskera þetta að lokum með því einfaldlega að gefast ekki upp.“ Gleðitár.Marco Steinbrenner/Getty Images „Er að átta mig á hversu stórt þetta er og hversu stórt það er að hafa gert þetta. Augnablik sem ég mun segja börnunum mínum frá í framtíðinni. Eitthvað sem mun aldrei fara frá mér og ég mun alltaf muna eftir. Það sem gerðist um helgina var bara draumurinn minn, þetta var draumur sem varð að veruleika.“ „Held þau [foreldrar Gísla Þorgeirs] hafi verið meira grátandi en ég, ef það var hægt. Fannst svo gaman að þau voru þarna í höllinni með mér, kærastan mín líka og bestu vinir mínir. Var svo gaman að sjá öll sem ég elska mest í lífinu vera með mér og upplifa þetta augnablik með mér. Gerði gríðarlega mikið fyrir mig,“ sagði Evrópumeistarinn Gísli Þorgeir Kristjánsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Pólski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira