Tveir knapar reknir úr landsliðshópnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júní 2023 13:38 Konráð Valur og Jóhann Rúnar verða ekki með landsliðinu eftir nýlegar ákvarðanir landsliðsnefndar. Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína. Landssamband hestamannafélaga greindi frá því í stuttri yfirlýsingu í gær að Konráð Valur hefði verið rekinn úr landsliðshópnum. Guðni Halldórsson, formaður sambandsins, staðfestir að Jóhann Rúnar hafi einnig verið rekinn úr hópnum en nýjar upplýsingar hafa komið fram um brot hans. Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Hann var þá dæmdur fyrir önnur kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í bíl í ágústmánuði árið 1993. Mannlíf sagði frá því, í október árið 2021, að Jóhann Rúnar hafi einnig verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, þar sem hann býr í dag, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hafi hann til að mynda verið með ökklaband í þó nokkurn tíma. Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Í samtali við Vísi í nóvember árið 2021 sagðist Jóhann Rúnar ósáttur við brottvikninguna. Hann hafi gert mistök og tekið út sinn dóm. Málefni Jóhanns Rúnars hafa nýlega aftur komið inn á borð landsliðsnefndar. Guðni segir að þau málefni sem komu til umfjöllunar árið 2021 hafi spilað inn í þá ákvörðun landsliðsnefndar að banna hann áfram frá þátttöku í landsliðinu „ásamt öðrum og nýlegri málum sem snúa að agamálum landsliðsins,“ segir Guðni. Brot Konráðs af öðrum toga Ákvörðun um Konráð Val var hins vegar tekin í gær og eru af öðrum toga. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ segir Guðni. Að sögn Guðna veit sambandið ekki til þess að Konráð hafi fallið á lyfjaprófi. Ólíkt banni Jóhanns Rúnars geti bannið gegn Konráði komið til endurskoðunar seinna. „Eins og í öðrum landsliðum er þetta er alltaf opið til skoðunar ef menn sýna bætta hegðun,“ segir Guðni. „Grundvöllur íþróttalaga er sá að menn með kynferðisbrotadóma á bakinu starfa ekki innan hreyfingarinnar. Þessu er allt öðruvísi farið með Konráð Val. Þar er ekki neinu slíku til að dreifa.“ Meðal þeirra bestu Báðir hafa Jóhann Rúnar og Konráð Valur verið meðal fremstu knapa landsins á undanförnum árum. Jóhann Rúnar varð heimsmeistari í tölti árið 2019 og hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Konráð er ríkjandi heimsmeistari í hundrað metra flugskeiði auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum og heimsmethafi í 250 metra skeiði. Hestaíþróttir Hestar Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Landssamband hestamannafélaga greindi frá því í stuttri yfirlýsingu í gær að Konráð Valur hefði verið rekinn úr landsliðshópnum. Guðni Halldórsson, formaður sambandsins, staðfestir að Jóhann Rúnar hafi einnig verið rekinn úr hópnum en nýjar upplýsingar hafa komið fram um brot hans. Jóhanni Rúnari var fyrst vikið úr landsliðinu árið 2021 vegna fjögurra mánaða kynferðisbrotadóms frá árinu 1994. Hann var þá dæmdur fyrir önnur kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku í bíl í ágústmánuði árið 1993. Mannlíf sagði frá því, í október árið 2021, að Jóhann Rúnar hafi einnig verið kærður og sakfelldur fyrir heimilisofbeldi í Danmörku árið 2016, þar sem hann býr í dag, gegn þáverandi eiginkonu sinni. Hafi hann til að mynda verið með ökklaband í þó nokkurn tíma. Guðni Halldórsson segir að Konráð Valur geti átt afturkvæmt sýni hann bætta hegðun. Í samtali við Vísi í nóvember árið 2021 sagðist Jóhann Rúnar ósáttur við brottvikninguna. Hann hafi gert mistök og tekið út sinn dóm. Málefni Jóhanns Rúnars hafa nýlega aftur komið inn á borð landsliðsnefndar. Guðni segir að þau málefni sem komu til umfjöllunar árið 2021 hafi spilað inn í þá ákvörðun landsliðsnefndar að banna hann áfram frá þátttöku í landsliðinu „ásamt öðrum og nýlegri málum sem snúa að agamálum landsliðsins,“ segir Guðni. Brot Konráðs af öðrum toga Ákvörðun um Konráð Val var hins vegar tekin í gær og eru af öðrum toga. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ segir Guðni. Að sögn Guðna veit sambandið ekki til þess að Konráð hafi fallið á lyfjaprófi. Ólíkt banni Jóhanns Rúnars geti bannið gegn Konráði komið til endurskoðunar seinna. „Eins og í öðrum landsliðum er þetta er alltaf opið til skoðunar ef menn sýna bætta hegðun,“ segir Guðni. „Grundvöllur íþróttalaga er sá að menn með kynferðisbrotadóma á bakinu starfa ekki innan hreyfingarinnar. Þessu er allt öðruvísi farið með Konráð Val. Þar er ekki neinu slíku til að dreifa.“ Meðal þeirra bestu Báðir hafa Jóhann Rúnar og Konráð Valur verið meðal fremstu knapa landsins á undanförnum árum. Jóhann Rúnar varð heimsmeistari í tölti árið 2019 og hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Konráð er ríkjandi heimsmeistari í hundrað metra flugskeiði auk þess að vera margfaldur Íslandsmeistari í skeiðgreinum og heimsmethafi í 250 metra skeiði.
Hestaíþróttir Hestar Tengdar fréttir Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Ríkjandi heimsmeistara vikið úr landsliðshópi Landsliðsnefnd og landsliðsþjálfari Landssambanda hestamannafélaga hafa vikið Konráði Val Sveinssyni, ríkjandi heimsmeistara, úr landsliðshópi vegna brota á aga- og siðareglum landsliðsnefndar. 23. júní 2023 21:29