Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júní 2023 15:58 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins og Lárus Blöndal, stjórnarformaður sátu fyrir svörum þingmanna á nefndarfundi. Vísir/Vilhelm Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Þar sátu þeir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins og Lárus Blöndal, stjórnarformaður fyrir svörum þingmanna vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Ekki við Bankasýsluna að sakast „Það liggur fyrir sátt þar sem öllu þessu er lýst og það er ekki gerð nein athugasemd við okkar aðkomu að ferlinu. Vandamálið er að sá sem sá um þessa framkvæmd fylgdi ekki reglunum. Þær voru til staðar og nú hefur Fjármálaeftirlitið komist að því að brot hafi verið framin, þannig að kerfið virkar,“ sagði Lárus Blöndal þegar hann var spurður að því hvernig brot við framkvæmd sölunnar hefðu farið fram hjá Bankasýslunni. Þá sögðu þeir sýsluna ekkert hafa getað aðhafst þar sem hún hefði ekkert forræði yfir starfsmönnum bankans eða daglegum störfum hans. „Það er ekkert við okkur að sakast. Það er bara bankinn. Það liggur fyrir. Niðurstaða eftirlitsins er sú að bankinn stóð ekki undir þeim kröfum sem til hans voru gerðar.“ Lárus og Jón segjast hafa upplifað sitt samstarf með forsvarsmönnum bankans sem gott samstarf. Þeim hafi ekki verið ljóst að Íslandsbanki hefði ekki farið eftir settum reglum fyrr en þeir hefðu lesið um það í skýrslu Fjármálaeftirlitsins. „Við lesum það bara í skýrslunni að Íslandsbanki hafi haft upplýsingar um að tilteknir einstaklingar hafi ekki uppfyllt skilyrði sem fagfjárfestar en ekki látið okkur vita. Þetta vitum við bara úr skýrslunni. Við höfum upplifað allt okkar samstarf með bankanum sem gott samstarf.“ Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, stýrði fundinum. Vísir/Vilhelm Ekki heppilegt að skipta um stjórn Þá voru forsvarsmenn Bankasýslunnar spurðir að því af Óla Birni Kárasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, hvort að til greina kæmi að óskað yrði eftir því á hluthafafundi bankans í júlí að stjórn bankans myndi endurnýja umboð sitt. Svaraði Lárus því að það væri viðamikil aðgerð að framkvæma stjórnarkjör á þessum tímapunkti en það væri til skoðunar. Það kunni þó að vera að það sé heppilegt að stjórnin endurnýji umboð sótt en Bankasýslan þurfi einnig að verja bankann og stöðugleika. „Það er ekki heppilegt að skipta út heilli stjórn í banka. Það tekur tíma að komast inn í málin og vera virkur stjórnarmaður. Þannig að við erum líka að tryggja hagsmuni bankans og hluthafa hans.“ Telur útboðið enn hafa verið farsælt Þá spurði Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, Jón Gunnar að því hvort hann væri enn á því að útboðið væri best heppnaða hlutafjárútboð Íslandssögunnar líkt og hann fullyrti á nefndarfundi að útboði loknu. Jón Gunnar sagðist enn á þeirri skoðun. „Ég sagði hér fyrir framan nefnd að þetta væri farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Ég stend við það og held að síðari skoðun renni enn frekari stoðum undir það. Þetta tók stuttan tíma og var þriðja stærsta útboð Íslandssögunnar. Það var tæpur mánuður frá innrás Úkraínu og erfiðar markaðsaðstæður, við nýttum okkar glugga og erlendir miðlar sögðu okkur hafa opnað hlutabréfamarkaðinn. Þetta var ekki bara farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar, heldur eitt það farsælasta sem átti sér stað í Evrópu.“ Nefndi Jón því næst hagnað annarra Evrópuríkja líkt og Írlands og Bretlands eftir sölu þeirra á nokkrum eignarhlutum í bönkum þar sem sömu útboðsaðferð var beitt og við sölu á hlut ríkisins í Íslandbanka. Íslenska ríkið hefði fengið ívið meira í sinn hlut við söluna en írska og breska ríkið. „Þannig að öll gögn styðja þá fullyrðingu mína að þetta var ekki bara farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar heldur eitt farsælasta útboð sem átti sér stað í Evrópu.“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði þá Jón hvort að virðið sem fengist hafi fyrir hlutinn væri eini mælikvarðinn á farsæla sölu. Svaraði Jón því að það væri forgangshlutverk Bankasýslunnar lögum samkvæmt. Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingkona Framsóknar og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona Pírata. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Þar sátu þeir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins og Lárus Blöndal, stjórnarformaður fyrir svörum þingmanna vegna brota Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum. Ekki við Bankasýsluna að sakast „Það liggur fyrir sátt þar sem öllu þessu er lýst og það er ekki gerð nein athugasemd við okkar aðkomu að ferlinu. Vandamálið er að sá sem sá um þessa framkvæmd fylgdi ekki reglunum. Þær voru til staðar og nú hefur Fjármálaeftirlitið komist að því að brot hafi verið framin, þannig að kerfið virkar,“ sagði Lárus Blöndal þegar hann var spurður að því hvernig brot við framkvæmd sölunnar hefðu farið fram hjá Bankasýslunni. Þá sögðu þeir sýsluna ekkert hafa getað aðhafst þar sem hún hefði ekkert forræði yfir starfsmönnum bankans eða daglegum störfum hans. „Það er ekkert við okkur að sakast. Það er bara bankinn. Það liggur fyrir. Niðurstaða eftirlitsins er sú að bankinn stóð ekki undir þeim kröfum sem til hans voru gerðar.“ Lárus og Jón segjast hafa upplifað sitt samstarf með forsvarsmönnum bankans sem gott samstarf. Þeim hafi ekki verið ljóst að Íslandsbanki hefði ekki farið eftir settum reglum fyrr en þeir hefðu lesið um það í skýrslu Fjármálaeftirlitsins. „Við lesum það bara í skýrslunni að Íslandsbanki hafi haft upplýsingar um að tilteknir einstaklingar hafi ekki uppfyllt skilyrði sem fagfjárfestar en ekki látið okkur vita. Þetta vitum við bara úr skýrslunni. Við höfum upplifað allt okkar samstarf með bankanum sem gott samstarf.“ Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, stýrði fundinum. Vísir/Vilhelm Ekki heppilegt að skipta um stjórn Þá voru forsvarsmenn Bankasýslunnar spurðir að því af Óla Birni Kárasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, hvort að til greina kæmi að óskað yrði eftir því á hluthafafundi bankans í júlí að stjórn bankans myndi endurnýja umboð sitt. Svaraði Lárus því að það væri viðamikil aðgerð að framkvæma stjórnarkjör á þessum tímapunkti en það væri til skoðunar. Það kunni þó að vera að það sé heppilegt að stjórnin endurnýji umboð sótt en Bankasýslan þurfi einnig að verja bankann og stöðugleika. „Það er ekki heppilegt að skipta út heilli stjórn í banka. Það tekur tíma að komast inn í málin og vera virkur stjórnarmaður. Þannig að við erum líka að tryggja hagsmuni bankans og hluthafa hans.“ Telur útboðið enn hafa verið farsælt Þá spurði Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, Jón Gunnar að því hvort hann væri enn á því að útboðið væri best heppnaða hlutafjárútboð Íslandssögunnar líkt og hann fullyrti á nefndarfundi að útboði loknu. Jón Gunnar sagðist enn á þeirri skoðun. „Ég sagði hér fyrir framan nefnd að þetta væri farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar. Ég stend við það og held að síðari skoðun renni enn frekari stoðum undir það. Þetta tók stuttan tíma og var þriðja stærsta útboð Íslandssögunnar. Það var tæpur mánuður frá innrás Úkraínu og erfiðar markaðsaðstæður, við nýttum okkar glugga og erlendir miðlar sögðu okkur hafa opnað hlutabréfamarkaðinn. Þetta var ekki bara farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar, heldur eitt það farsælasta sem átti sér stað í Evrópu.“ Nefndi Jón því næst hagnað annarra Evrópuríkja líkt og Írlands og Bretlands eftir sölu þeirra á nokkrum eignarhlutum í bönkum þar sem sömu útboðsaðferð var beitt og við sölu á hlut ríkisins í Íslandbanka. Íslenska ríkið hefði fengið ívið meira í sinn hlut við söluna en írska og breska ríkið. „Þannig að öll gögn styðja þá fullyrðingu mína að þetta var ekki bara farsælasta hlutafjárútboð Íslandssögunnar heldur eitt farsælasta útboð sem átti sér stað í Evrópu.“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði þá Jón hvort að virðið sem fengist hafi fyrir hlutinn væri eini mælikvarðinn á farsæla sölu. Svaraði Jón því að það væri forgangshlutverk Bankasýslunnar lögum samkvæmt. Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingkona Framsóknar og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona Pírata. Vísir/Vilhelm
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Stjórnsýsla Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira