Búnir að ná besta árangri Íslands síðan Dagur og Óli Stef léku um bronsið Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2023 07:01 Íslenska liðið getur tryggt sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins með sigri á Portúgal í dag. IHF/Jozo Cabraja Ísland mætir í dag Portúgal 8-liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 árs liða í handknattleik. Þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem liðið kemst þetta langt í keppninni en síðast þegar það gerðist vann liðið bronsverðlaun. U-21 árs Landslið Íslands og Portúgals mætast í dag í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fer fram í Berlín í Þýskalandi. Íslenska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og virðist vera að gera góða hluti undir stjórn þjálfaranna Einars Andra Einarssonar og Róberts Gunnarssonar. Það er orðið ansi langt síðan Ísland komst svona langt á heimsmeistaramóti U-21 árs landsliða. Það gerðist síðast árið 1993 en þá voru margir leikmenn í íslenska liðinu sem fyrir löngu eru orðnar goðsagnir í íslenskri handboltasögu. Hársbreidd frá úrslitaleik Mótið árið 1993 fór fram í Egyptalandi og komust sextán lönd í úrslitakeppnina en Ísland var í riðli með heimamönnum Egyptum, Rúmeníu og Grikklandi í riðlakeppninni. Öll liðin unnu örugga sigra á Grikkjum en Ísland lagði þar að auki Egypta en tapaði fyrir Rúmeníu í lokaleik riðlakeppninnar. Ísland fór því áfram í milliriðla þar sem liðið mætti Svíum, Argentínu og svo mótherjum liðsins í dag; Portúgal. Ísland vann alla leiki sína í riðlakeppninni en það gerðu Egyptar líka og urðu því í efsta sæti á markatölu en innbyrðisviðureignin í riðlakeppninni taldi ekkert. Fréttin eftir sigur Íslands gegn Portúgal þar sem Ísland tryggði sér sæti í bronsleiknum.Skjáskot af timarit.is Fyrirkomulag keppninnar var með þeim hætti að efsta liðið fór beint í úrslitaleik og liðið í öðru sæti fór í leik um bronsverðlaun. Þar mætti Ísland liði Rússa. Leikurinn um bronsið var æsispennandi. Í grein DV um leikinn á sínum tíma kemur fram að Aron Kristjánsson, núverandi þjálfari Barein og íþróttastjóri handknattleiksdeildar Hauka, var hetja liðsins. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum um leið og flautan gall og tryggði Íslandi 21-20 sigur. Aron Kristjánsson var hetja Íslands á móti Rússum árið 1993.Skjáskot af timarit.is Í liði Íslands voru meðal annars Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Róbert Sighvatsson. Í viðtali við Þorberg Aðalsteinsson sem birtist í tölublaði DV þann 20. september 1993 kemur fram að 25 þúsund áhorfendur hafi verið í höllinni þar sem leikurinn fór fram. „Það var stórkostlegt að vinna í svona spennu. Það voru 25 þúsund manns í höllinni sem voru allir á bandi Rússanna og því var sigurinn enn sætari. Það er svolítið erfitt að kyngja því að hafa ekki farið alla leið. Við töpuðum aðeins einum leik en Danir komust í úrslitaleikinn þrátt fyrir tvö töp,“ og í viðtalinu við Þorberg kemur einnig fram að Patrekur og Ólafur hafi átt góðan leik gegn Rússum en þeir voru markahæstir Íslendinga. Egyptar unnu sigur í úrslitaleiknum gegn Dönum 22-19. Á forsíðu íþróttablaðs DV þann 20. september 1993 má sjá mynd af liðinu þegar það kom til landsins eftir mótið í Egyptalandi. Þar kemur fram að um sé að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga í flokkaíþrótt á heimsmeistaramóti. Forsíða íþróttablaðs DV þann 20. september 1993. Á myndinni má sjá íslenska hópinn við komuna til landsins eftir mótið í Egyptalandi og glittir í mörg kunnugleg andlitSkjáskot af timarit.is Síðan á mótinu í Egyptalandi hefur Ísland best náð 9. sætinu en það var árið 2005. Mótið í ár er fyrsta heimsmeistaramótið sem hefur verið haldið síðan 2019 en mótið árið 2021 féll niður vegna kórónuveirufaraldursins. Það verður því áhugavert að sjá hvort íslenska liðið nær að koma sér í undanúrslit á eftir með því að leggja Portúgal. Liðið hefur bætt sig með hverjum leiknum og eftir brösuga byrjun í riðlakeppninni hefur því vaxið ásmegin eftir því sem á mótið hefur liðið. Leikurinn í dag hefst klukkan 13:45 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Youtube. Ísland U21 mætir Portúgal í 8-liða úrslitum HM á fimmtudaginn.Portúgal töpuðu í úrslitum á EM gegn Spánverjum í sama aldursflokki í fyrra. Þá með Costa bræðurna sem eru ekki með þeim á þessu móti vegna álags. Ísland er því ekki að mæta sterkasta liði Portúgals. https://t.co/M0LuO5G8Ul— Arnar Daði (@arnardadi) June 27, 2023 Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
U-21 árs Landslið Íslands og Portúgals mætast í dag í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik en leikurinn fer fram í Berlín í Þýskalandi. Íslenska liðið hefur unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og virðist vera að gera góða hluti undir stjórn þjálfaranna Einars Andra Einarssonar og Róberts Gunnarssonar. Það er orðið ansi langt síðan Ísland komst svona langt á heimsmeistaramóti U-21 árs landsliða. Það gerðist síðast árið 1993 en þá voru margir leikmenn í íslenska liðinu sem fyrir löngu eru orðnar goðsagnir í íslenskri handboltasögu. Hársbreidd frá úrslitaleik Mótið árið 1993 fór fram í Egyptalandi og komust sextán lönd í úrslitakeppnina en Ísland var í riðli með heimamönnum Egyptum, Rúmeníu og Grikklandi í riðlakeppninni. Öll liðin unnu örugga sigra á Grikkjum en Ísland lagði þar að auki Egypta en tapaði fyrir Rúmeníu í lokaleik riðlakeppninnar. Ísland fór því áfram í milliriðla þar sem liðið mætti Svíum, Argentínu og svo mótherjum liðsins í dag; Portúgal. Ísland vann alla leiki sína í riðlakeppninni en það gerðu Egyptar líka og urðu því í efsta sæti á markatölu en innbyrðisviðureignin í riðlakeppninni taldi ekkert. Fréttin eftir sigur Íslands gegn Portúgal þar sem Ísland tryggði sér sæti í bronsleiknum.Skjáskot af timarit.is Fyrirkomulag keppninnar var með þeim hætti að efsta liðið fór beint í úrslitaleik og liðið í öðru sæti fór í leik um bronsverðlaun. Þar mætti Ísland liði Rússa. Leikurinn um bronsið var æsispennandi. Í grein DV um leikinn á sínum tíma kemur fram að Aron Kristjánsson, núverandi þjálfari Barein og íþróttastjóri handknattleiksdeildar Hauka, var hetja liðsins. Hann skoraði sigurmarkið í leiknum um leið og flautan gall og tryggði Íslandi 21-20 sigur. Aron Kristjánsson var hetja Íslands á móti Rússum árið 1993.Skjáskot af timarit.is Í liði Íslands voru meðal annars Patrekur Jóhannesson, Ólafur Stefánsson, Dagur Sigurðsson og Róbert Sighvatsson. Í viðtali við Þorberg Aðalsteinsson sem birtist í tölublaði DV þann 20. september 1993 kemur fram að 25 þúsund áhorfendur hafi verið í höllinni þar sem leikurinn fór fram. „Það var stórkostlegt að vinna í svona spennu. Það voru 25 þúsund manns í höllinni sem voru allir á bandi Rússanna og því var sigurinn enn sætari. Það er svolítið erfitt að kyngja því að hafa ekki farið alla leið. Við töpuðum aðeins einum leik en Danir komust í úrslitaleikinn þrátt fyrir tvö töp,“ og í viðtalinu við Þorberg kemur einnig fram að Patrekur og Ólafur hafi átt góðan leik gegn Rússum en þeir voru markahæstir Íslendinga. Egyptar unnu sigur í úrslitaleiknum gegn Dönum 22-19. Á forsíðu íþróttablaðs DV þann 20. september 1993 má sjá mynd af liðinu þegar það kom til landsins eftir mótið í Egyptalandi. Þar kemur fram að um sé að ræða fyrstu verðlaun Íslendinga í flokkaíþrótt á heimsmeistaramóti. Forsíða íþróttablaðs DV þann 20. september 1993. Á myndinni má sjá íslenska hópinn við komuna til landsins eftir mótið í Egyptalandi og glittir í mörg kunnugleg andlitSkjáskot af timarit.is Síðan á mótinu í Egyptalandi hefur Ísland best náð 9. sætinu en það var árið 2005. Mótið í ár er fyrsta heimsmeistaramótið sem hefur verið haldið síðan 2019 en mótið árið 2021 féll niður vegna kórónuveirufaraldursins. Það verður því áhugavert að sjá hvort íslenska liðið nær að koma sér í undanúrslit á eftir með því að leggja Portúgal. Liðið hefur bætt sig með hverjum leiknum og eftir brösuga byrjun í riðlakeppninni hefur því vaxið ásmegin eftir því sem á mótið hefur liðið. Leikurinn í dag hefst klukkan 13:45 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Youtube. Ísland U21 mætir Portúgal í 8-liða úrslitum HM á fimmtudaginn.Portúgal töpuðu í úrslitum á EM gegn Spánverjum í sama aldursflokki í fyrra. Þá með Costa bræðurna sem eru ekki með þeim á þessu móti vegna álags. Ísland er því ekki að mæta sterkasta liði Portúgals. https://t.co/M0LuO5G8Ul— Arnar Daði (@arnardadi) June 27, 2023
Landslið karla í handbolta Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira