Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.  Visir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um NPA samningana svokölluðu en hátt í fimmtíu slíka samninga vantar upp á til að ríkið standi við skuldbindingar sínar.

Umhverfisráðherra friðlýsti Bessastaðanes í morgun. Þar var forseti Íslands að sjálfsögðu viðstaddur sem og fulltrúar bæjarstjórnar í Garðabæ. 

Við ræðum einnig við forstjóra Húsasmiðjunnar sem hafnar því að búðin hafi hækkað verð á vörum til þess að láta líta út fyrir að afsláttur væri meiri á sumarútsölu fyrirtækisins.

Þá tökum við stöðuna á jarðskjálftum í Mýrdalsjökli og spyrjum veðurfræðing hvar er best að vera um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×