Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2023 08:05 Ekki er loku fyrir það skotið að Sven fái að koma inn í Efstaleitið á ný, hann þarf bara að passa sig betur. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. Árið 2022 var fjölmiðlalögum breytt á þann veg að bannað er að auglýsa nikótínvörur af öllum toga. Lögin hafa hins vegar verið skýrð þannig að þau banni ekki auglýsingar fyrir sölustaði nikótínvara. Það hefur verslanakeðjan Svens, sem mætti í raun kalla nikótínpúðarisa, nýtt sér vel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra: Í mars síðastliðnum áframsendi Neytendastofa Fjölmiðlanefnd ábendingar um að Ríkisútvarpið hefði birt auglýsingar fyrir nikótínpúða, ekki bara verslunina Svens. Vísaði til Apple og Steves Jobs heitins Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að fjöldi auglýsinga hafi verið metinn af nefndinni. Um hafi verið að ræða tíu viðskiptaboð, tvær skjáauglýsingar, með annars vegar mynd af teiknuðu persónunni Sven þar sem kemur fram heiti Svens og slagorð og hins vegar mynd af korti með staðsetningu verslana Svens á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ; þrjár stuttar auglýsingar fyrir vefverslun Svens til birtinga í útvarpi og fimm auglýsingar fyrir Svens til birtinga í sjónvarpi. Nefndin sá ekkert athugavert við auglýsingarnar tíu utan tveggja þeirra. Þær voru vísanir til gamalla auglýsinga fyrir iPod/iTunes frá fyrirtækinu Apple og Apple vörukynningar með Sven í hlutverki Steve Jobs, forstjóra Apple. „Í þeirri auglýsingu sem líkist gamalli auglýsingu fyrir iPod/iTunes frá Apple má sjá skuggamynd af persónunni Sven dansa undir rokktónlist með hvítt, hringlaga form í hendi, sem minnir á nikótínpúðadós. Jafnframt sést í hvítar „tennur“ Svens. Textinn „10.000 koddar í vasanum“ birtist undir,“ segir í áliti nefndarinnar. Í auglýsingunni sem vísar til vörukynningar Apple megi sjá Sven ganga inn á svið í hlutverki Jobs heitins og kynna vefverslun Svens. „Þar fer Sven í gegnum vefsverslun Svens í síma og í tölvu en hún er eftirmynd hinnar raunverulegu vefverslunar fyrir utan það að engin vörumerki sjást og allar nikótínpúðadósir í vefversluninni eru hvítar. Í auglýsingunni má greina heiti sumra vörumerkja nikótínvaranna og sést eitt þeirra mjög greinilega. Aftur er Sven með hvítar „tennur“. Auglýsingin endar á dansandi skuggamynd af Sven með hvítt, hringlaga form í hendi, líkt og í iPod/iTunes auglýsingunni.“ Hringlaga form og hvítar tennur urðu RÚV að falli Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að hvíta hringlaga formið sem Sven sést halda á í fyrrgreindri auglýsingunni hafi augljósa skírskotun til nikótínpúðadósa. „Einnig sést í hvítar „tennur“ Sven en þær ná aðeins yfir sama svæði efri góms persónunnar eins og nikótínpúði gerir undir vörum neytenda. Form og lögun „tannanna“ skírskotar til nikótínpúða að mati nefndarinnar, en púðarnir eru stuttir, aflangir og hvítir að lit. Áhersla er því lögð á nikótínvöruna sjálfa að mati Fjölmiðlanefndar og eru sterk hugrenningatengsl við vörurnar til staðar þó ekki sjáist beint í vörur eða vörumerki. Í auglýsingunni birtist einnig textinn „10.000 koddar í vasanum“ en nikótínpúðar eru oft kallaðir „koddar“ eða „púðar“ í daglegu tali.“ Þá segir að í síðarnefndri auglýsingunni megi greina heiti sumra vörumerkja sem seld eru í Svens og eitt þeirra sjáist mjög greinilega. „Að mati Fjölmiðlanefndar eru fyrrgreind viðskiptaboð ekki innan þeirra marka sem lög um fjölmiðla leyfa. Getur nefndin ekki tekið undir þau sjónarmið Ríkisútvarpsins að einungis sé verið að auglýsa sölustaði nikótínvara. Viðskiptaboð þar sem vísað er til nikótínvara og/eða vörumerkja, sýnd meðferð þeirra eða neysla, eða gefið í skyn með öðrum hætti að átt sé við nikótínvörur, hvort sem það er gert beint eða óbeint, teljast til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur að mati nefndarinnar og eru þar með óheimil. Að öðrum kosti myndi bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur ekki þjóna tilgangi sínum,“ segir í áliti nefndarinnar. Nikótínpúðar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Árið 2022 var fjölmiðlalögum breytt á þann veg að bannað er að auglýsa nikótínvörur af öllum toga. Lögin hafa hins vegar verið skýrð þannig að þau banni ekki auglýsingar fyrir sölustaði nikótínvara. Það hefur verslanakeðjan Svens, sem mætti í raun kalla nikótínpúðarisa, nýtt sér vel. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra: Í mars síðastliðnum áframsendi Neytendastofa Fjölmiðlanefnd ábendingar um að Ríkisútvarpið hefði birt auglýsingar fyrir nikótínpúða, ekki bara verslunina Svens. Vísaði til Apple og Steves Jobs heitins Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að fjöldi auglýsinga hafi verið metinn af nefndinni. Um hafi verið að ræða tíu viðskiptaboð, tvær skjáauglýsingar, með annars vegar mynd af teiknuðu persónunni Sven þar sem kemur fram heiti Svens og slagorð og hins vegar mynd af korti með staðsetningu verslana Svens á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ; þrjár stuttar auglýsingar fyrir vefverslun Svens til birtinga í útvarpi og fimm auglýsingar fyrir Svens til birtinga í sjónvarpi. Nefndin sá ekkert athugavert við auglýsingarnar tíu utan tveggja þeirra. Þær voru vísanir til gamalla auglýsinga fyrir iPod/iTunes frá fyrirtækinu Apple og Apple vörukynningar með Sven í hlutverki Steve Jobs, forstjóra Apple. „Í þeirri auglýsingu sem líkist gamalli auglýsingu fyrir iPod/iTunes frá Apple má sjá skuggamynd af persónunni Sven dansa undir rokktónlist með hvítt, hringlaga form í hendi, sem minnir á nikótínpúðadós. Jafnframt sést í hvítar „tennur“ Svens. Textinn „10.000 koddar í vasanum“ birtist undir,“ segir í áliti nefndarinnar. Í auglýsingunni sem vísar til vörukynningar Apple megi sjá Sven ganga inn á svið í hlutverki Jobs heitins og kynna vefverslun Svens. „Þar fer Sven í gegnum vefsverslun Svens í síma og í tölvu en hún er eftirmynd hinnar raunverulegu vefverslunar fyrir utan það að engin vörumerki sjást og allar nikótínpúðadósir í vefversluninni eru hvítar. Í auglýsingunni má greina heiti sumra vörumerkja nikótínvaranna og sést eitt þeirra mjög greinilega. Aftur er Sven með hvítar „tennur“. Auglýsingin endar á dansandi skuggamynd af Sven með hvítt, hringlaga form í hendi, líkt og í iPod/iTunes auglýsingunni.“ Hringlaga form og hvítar tennur urðu RÚV að falli Í áliti Fjölmiðlanefndar segir að hvíta hringlaga formið sem Sven sést halda á í fyrrgreindri auglýsingunni hafi augljósa skírskotun til nikótínpúðadósa. „Einnig sést í hvítar „tennur“ Sven en þær ná aðeins yfir sama svæði efri góms persónunnar eins og nikótínpúði gerir undir vörum neytenda. Form og lögun „tannanna“ skírskotar til nikótínpúða að mati nefndarinnar, en púðarnir eru stuttir, aflangir og hvítir að lit. Áhersla er því lögð á nikótínvöruna sjálfa að mati Fjölmiðlanefndar og eru sterk hugrenningatengsl við vörurnar til staðar þó ekki sjáist beint í vörur eða vörumerki. Í auglýsingunni birtist einnig textinn „10.000 koddar í vasanum“ en nikótínpúðar eru oft kallaðir „koddar“ eða „púðar“ í daglegu tali.“ Þá segir að í síðarnefndri auglýsingunni megi greina heiti sumra vörumerkja sem seld eru í Svens og eitt þeirra sjáist mjög greinilega. „Að mati Fjölmiðlanefndar eru fyrrgreind viðskiptaboð ekki innan þeirra marka sem lög um fjölmiðla leyfa. Getur nefndin ekki tekið undir þau sjónarmið Ríkisútvarpsins að einungis sé verið að auglýsa sölustaði nikótínvara. Viðskiptaboð þar sem vísað er til nikótínvara og/eða vörumerkja, sýnd meðferð þeirra eða neysla, eða gefið í skyn með öðrum hætti að átt sé við nikótínvörur, hvort sem það er gert beint eða óbeint, teljast til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur að mati nefndarinnar og eru þar með óheimil. Að öðrum kosti myndi bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur ekki þjóna tilgangi sínum,“ segir í áliti nefndarinnar.
Nikótínpúðar Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01