Fótbolti

Leicester festi kaup á enskum lands­liðs­mönnum

Jón Már Ferro skrifar
Harry Winks lék 203 meistaraflokksleiki fyrir uppeldisfélag sitt.
Harry Winks lék 203 meistaraflokksleiki fyrir uppeldisfélag sitt. vísir/getty

Leicester City gekk frá kaupum á Harry Winks og Conor Coady í dag. Þeir eiga báðir tíu landsleiki fyrir enska landsliðið.

Conor Coady gerir samning til þriggja ára og kemur frá Wolves á sjö og hálfa milljón punda auk eina milljón punda í viðauka. Hann spilaði 317 leiki fyrir Wolves á tíma sínum þar.

Coady er varnarmaður og gengur til Liecester frá Wolves en hann var á láni hjá Everton á síðustu leiktíð. Kaupverðið er sjö og hálf milljón punda auk milljón punda í viðauka.

Harry Winks er miðjumaður og kemur frá Tottenham, þar sem hann er uppalinn. Hann lék alls 203 leiki fyrir félagið en gengur nú til Leicester á um tíu milljónir punda. Á síðustu leiktíð var Winks á láni hjá Sampdoria sem féll úr Seríu A á Ítalíu.

Leikmennirnir tveir verða eflaust í lykilhlutverki hjá Leicester í Championship deildinni. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni en ætla sér eflaust beint upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×