Krefjast birtingar á starfslokasamningi Birnu: „Auðvitað á að birta hann strax“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 20:03 Þórarinn Ingi Pétursson, Bryndís Haraldsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir eru í fjárlaganefnd Alþingis og hafa öll óskað eftir því að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, verði birtur. Samsett/Vilhelm Þrír nefndarmenn fjárlaganefndar, einn úr hverjum stjórnarflokkanna þriggja, hafa óskað eftir því að starfslokasamningur Birnu Einarsdóttur, sem sagði upp störfum sem bankastjóri Íslandsbanka í vikunni, verði birtur. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að engin ástæða væri til að bíða með að opinbera samninginn og hann hygðist beita sér fyrir því innan fjárlaganefndar þar sem hann situr. „Leggjum öll spilin á borðið og byggjum upp traust, því að ef við gerum það ekki þá getum við ekki haldið áfram með þetta mikilvæga ferli að losa um eignarhlut ríkisins í þessum fjármálafyrirtækjum,“ sagði hann í Vikulokunum. Tók undir með kollega sínum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd, tók undir með Þórarni í viðtali við Rúv í kvöld. Hún segir nauðsynlegt að birta allt í kringum söluna og sér enga ástæðu til að bíða eftir uppgjöri bankans. Bryndís Haraldsdóttir segir skipta máli fyrir íslenska almenning að starfslokasamningurinn verði birtur.Vísir/Vilhelm „Þarna er verið að selja ríkiseignir og því miður þá var framkvæmdin ekki eins og við, sem studdum söluna, hefðum viljað óska og það er bara mjög eðlilegt að allar upplýsingar í tengslum við þetta mál verði birtar og sem fyrst,“ sagði hún við Rúv. Það skipti máli fyrir íslenskan almenning, gagnsæi og upplýsingagjöf um málið. Bryndís segir þó að ekki eigi að þurfa að kalla fjárlaganefnd saman til að samningurinn verði birtur, en hún mæti á þann fund verði boðaðu til hans. „Við höfum lært ýmislegt, en ég hefði svo sannarlega viljað að þessi menning væri horfin úr íslenska fjármálakerfinu,“ sagði hún um það hvort Íslendingar hefðu lært af reynslunni frá fjármálahruninu. Formaðurinn krefst birtingar strax Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, bættist í hóp þeirra sem krefjast birtingar starfslokasamningsins rétt fyrir sjö. Hún segir að það eigi að birta hann strax. „Ég mun óska eftir því fyrir hönd fjárlaganefndar að fá afhentan starfslokasamning fyrrum bankastjóra Íslandsbanka. Það er algjörlega ótækt að þurfa að bíða eftir einhverskonar uppgjöri bankans og auðvitað á að birta hann strax,“ skrifaði hún í færslu á Facebook-síðu sinni. Þrýstingurinn á stjórn Íslandsbanka um að birta starfslokasamning Birnu eykst áfram en það er spurning hvort hún láti undan fyrir ársuppgjör. Þá er spurning hvort fjárlaganefnd óski einnig eftir starfslokasamningi Ásmundur Tryggvasonar sem steig í kvöld til hliðar sem framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka. Salan á Íslandsbanka Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Íslenskir bankar Alþingi Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Ásmundur Tryggvason hættur hjá Íslandsbanka Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. 1. júlí 2023 18:59 Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. 28. júní 2023 14:34 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að engin ástæða væri til að bíða með að opinbera samninginn og hann hygðist beita sér fyrir því innan fjárlaganefndar þar sem hann situr. „Leggjum öll spilin á borðið og byggjum upp traust, því að ef við gerum það ekki þá getum við ekki haldið áfram með þetta mikilvæga ferli að losa um eignarhlut ríkisins í þessum fjármálafyrirtækjum,“ sagði hann í Vikulokunum. Tók undir með kollega sínum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd, tók undir með Þórarni í viðtali við Rúv í kvöld. Hún segir nauðsynlegt að birta allt í kringum söluna og sér enga ástæðu til að bíða eftir uppgjöri bankans. Bryndís Haraldsdóttir segir skipta máli fyrir íslenska almenning að starfslokasamningurinn verði birtur.Vísir/Vilhelm „Þarna er verið að selja ríkiseignir og því miður þá var framkvæmdin ekki eins og við, sem studdum söluna, hefðum viljað óska og það er bara mjög eðlilegt að allar upplýsingar í tengslum við þetta mál verði birtar og sem fyrst,“ sagði hún við Rúv. Það skipti máli fyrir íslenskan almenning, gagnsæi og upplýsingagjöf um málið. Bryndís segir þó að ekki eigi að þurfa að kalla fjárlaganefnd saman til að samningurinn verði birtur, en hún mæti á þann fund verði boðaðu til hans. „Við höfum lært ýmislegt, en ég hefði svo sannarlega viljað að þessi menning væri horfin úr íslenska fjármálakerfinu,“ sagði hún um það hvort Íslendingar hefðu lært af reynslunni frá fjármálahruninu. Formaðurinn krefst birtingar strax Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, bættist í hóp þeirra sem krefjast birtingar starfslokasamningsins rétt fyrir sjö. Hún segir að það eigi að birta hann strax. „Ég mun óska eftir því fyrir hönd fjárlaganefndar að fá afhentan starfslokasamning fyrrum bankastjóra Íslandsbanka. Það er algjörlega ótækt að þurfa að bíða eftir einhverskonar uppgjöri bankans og auðvitað á að birta hann strax,“ skrifaði hún í færslu á Facebook-síðu sinni. Þrýstingurinn á stjórn Íslandsbanka um að birta starfslokasamning Birnu eykst áfram en það er spurning hvort hún láti undan fyrir ársuppgjör. Þá er spurning hvort fjárlaganefnd óski einnig eftir starfslokasamningi Ásmundur Tryggvasonar sem steig í kvöld til hliðar sem framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka.
Salan á Íslandsbanka Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Íslenskir bankar Alþingi Tengdar fréttir Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Ásmundur Tryggvason hættur hjá Íslandsbanka Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. 1. júlí 2023 18:59 Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36 Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. 28. júní 2023 14:34 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Ásmundur Tryggvason hættur hjá Íslandsbanka Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. 1. júlí 2023 18:59
Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. 29. júní 2023 12:36
Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. 28. júní 2023 14:34
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent