Fótbolti

Manchester United með augastað á Rasmus Højlund

Hjörvar Ólafsson skrifar
Rasmus Højlund gæti verið á leið til Manchester United. 
Rasmus Højlund gæti verið á leið til Manchester United.  Vísir/Getty

Atalanta hefur samkvæmt því sem fram kemur í enskum fjölmiðlum hafnað kauptilboði Manchester United í danska landsliðsframherjann Rasmus Højlund. 

Þessi tvítugi leikmaður gekk til liðs við Atalanta frá Sturm Graz síðasta sumar og skoraði níu mörk í 32 leikjum fyrir ítalska liðið á fyrsta keppnistímabili sínu þar. 

Talið er að Erik ten Hag sé að leita að lausn á markmannsstöðu liðsins en óvissa er um framtíð David de Gea hjá félaginu. Þá vill hollenski knattspyrnustjórinn bæta við leikmanni í framlínu sína. 

Mason Mount varð á dögunum fyrstu kaup Manchester United í sumarglugganum en hann var keyptur á rúmlega 50 milljónir punda frá Chelsea. Enskir fjölmiðlar segja að Erik te Hag fái 100 milljónir punda til þess að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×