Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.
Fundurinn fer fram þann 28. júlí í fundarsalnum á Grand hótel Reykjavík.
Öllum hluthöfum er heimilt að sækja fundinn, taka til máls og neyta atkvæðisréttar síns. Auk hluthafa hafa umboðsmenn þeirra, endurskoðendur, stjórnarmenn og bankastjóri rétt til að sitja fundinn.
Einnig hafa fulltrúar fjármálaeftirlitsins heimild til að vera viðstaddir fundinn en hafa hvorki tillögurétt né atkvæðisrétt á fundinum.