Jamaíka vann 5-0 sigur á Sankti Kitts og Nevis en það var þó ekki nóg til að vinna riðilinn. Bandaríkin vann 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó á sama tíma og vann riðilinn á markatölu en toppliðin tvö gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik riðilsins.
The Boyz have advanced to the last 8 of the @GoldCup!
— Official J.F.F (@jff_football) July 3, 2023
.#ReggaeBoyz #GoldCup #ThisIsOurs #JFF_Football pic.twitter.com/4TUaSUBS9r
Jamaíka komst í 2-0 fyrir hálfleik, með sjálfsmarki markvarðar Sankti Kitts og Nevis á 30. mínútu og marki Jonathan Russell í uppbótatíma.
DiShon Bernard, kom liðinu síðan 3-0 eftir aðeins fjögurra mínútna leik í seinni hálfleik og tvö mörk með tveggja mínútna millibili frá Daniel Johnson og Cory Burke innsigluðu síðan sigurinn.
Bandaríkjamenn unnu 6-0 sigur á Trínidad og Tóbagó þar sem Jesus Ferreira skoraði þrennu í öðrum leiknum í röð en hin mörkin skoruðu þeir Cade Cowell, Gianluca Busio og Brandon Vazquez. Þessi stórsigur tryggði bandaríska liðinu sigurinn í riðlinum á markatölu.
Heimir náði ekki að stýra Jamaíka til sigurs í átta fyrstu leikjunum en hefur nú unnið tvo leiki í röð og það með markatölunni 9-1. Næsta á dagskrá er leikur í átta liða úrslitunum þar sem liðið mætir sigurvegaranum í D-riðli sem er líklega Gvadelúpeyjar eða Gvatemala þótt að Kanada sé líka í þeim riðli.
Jamaíka komst líka í átta liða úrslitin á Gullbikarnum 2021 en liðið var í nótt að komast svo langt í fjórða Gullbikarnum í röð. Gullbikarinn er álfukeppni þjóðanna í Norður- og Mið-Ameríku.
DiShon Bernard with a great cut back and even better finish! #GoldCup pic.twitter.com/z9AkIfpRlt
— Gold Cup (@GoldCup) July 3, 2023