Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.  Visir/Vilhelm

Í hádegisfréttum verður fjallað um ákvörðun Persónuverndar um að sekta Landlæknisembættið um tólf milljónir króna. 

Embættið er sektað fyrir að hafa ekki tryggt öryggi persónuupplýsinga á hluta vefsvæðis Heilsuveru með fullnægjandi hætti. Landlæknir harmar málið en hafnar því að starfsmenn embættisins hafi gefið Persónuvernd misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins.

Þá verður rætt við nýjan bankastjóra Íslandsbanka. Þrír yfirmenn hjá bankanum hafa látið af störfum undanfarna viku, síðast í gær. Bankastjóri segir starfsmannabreytingum með þessu lokið.

Einnig fjöllum við um bílastæðamál í miðborginni og þá fagna Eyjamenn goslokum í dag og næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×