Aðsóknin sprakk við komu besta verks aldarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 10. júlí 2023 23:19 Hlynur Hallsson er safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Vísir/Arnar Á Listasafninu á Akureyri er um þessar mundir sýnt eitt besta verk 21. aldar. Verkið er eftir Ragnar Kjartansson og segist safnstjórinn aðsóknina hafa sprungið í kjölfar þess að sýningar á verkinu hófust. Verkið The Visitors eða Gestirnir var fyrst sýnt árið 2012 í Sviss og hefur síðan þá verið sýnt víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Guggenheim safninu í Bilbao, The Broad í Los Angeles og hófust sýningar nýlega á Louisiana-safninu í Danmörku. Verkið hefur einungis einu sinni áður verið sett upp á Íslandi og var það í Kling og Bang árið 2013 til 2014. Verkið var síðan árið 2019 valið besta listaverk 21. aldarinnar af The Guardian. Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, segir verkið laða margt fólk að. „Það byrjaði strax með að aðsóknin sprakk hjá okkur og svo er gaman því við fáum að sýna þetta verk í svo langan tíma, hálft ár, að fólk er að koma aftur og aftur. Það á bara bæði við um heimafólk hér og líka ferðamenn sem gera sér ferð aftur og koma með vini sína með sér. Það er eitthvað við þetta verk sem sogar mann að sér. Langar til að sjá það aftur og sjá meira af því,“ segir Hlynur. Gestirnir er myndbandsverk sem sýnt er á níu mismunandi skjáum í sama rými og segir Hlynur að næstum því allir sem komi hrífist verulega af verkinu. „Það er búið að gera mjög miklar kröfur þegar það er búið að segja manni það að Guardian hafi valið þetta bersa verk 21. aldar. Það er dálítið stórt. Ég hef hitt tvo sem sögðu þetta ekki hafa uppfyllt væntingar þeirra. En mörg hundruð sem hafa komið til manns og þakkað fyrir að hafa fengið að sjá það hér í Listasafninu á Akureyri og vilja koma aftur. Þetta er eitthvað gæsahúðar móment sem maður fær,“ segir Hlynur. Í verkinu má sjá átta mismunandi tónlistarfólk en sjö þeirra koma frá Íslandi. Verkið verður sýnt á listasafninu alveg þar til um miðjan september. Akureyri Menning Söfn Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Verkið The Visitors eða Gestirnir var fyrst sýnt árið 2012 í Sviss og hefur síðan þá verið sýnt víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Guggenheim safninu í Bilbao, The Broad í Los Angeles og hófust sýningar nýlega á Louisiana-safninu í Danmörku. Verkið hefur einungis einu sinni áður verið sett upp á Íslandi og var það í Kling og Bang árið 2013 til 2014. Verkið var síðan árið 2019 valið besta listaverk 21. aldarinnar af The Guardian. Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, segir verkið laða margt fólk að. „Það byrjaði strax með að aðsóknin sprakk hjá okkur og svo er gaman því við fáum að sýna þetta verk í svo langan tíma, hálft ár, að fólk er að koma aftur og aftur. Það á bara bæði við um heimafólk hér og líka ferðamenn sem gera sér ferð aftur og koma með vini sína með sér. Það er eitthvað við þetta verk sem sogar mann að sér. Langar til að sjá það aftur og sjá meira af því,“ segir Hlynur. Gestirnir er myndbandsverk sem sýnt er á níu mismunandi skjáum í sama rými og segir Hlynur að næstum því allir sem komi hrífist verulega af verkinu. „Það er búið að gera mjög miklar kröfur þegar það er búið að segja manni það að Guardian hafi valið þetta bersa verk 21. aldar. Það er dálítið stórt. Ég hef hitt tvo sem sögðu þetta ekki hafa uppfyllt væntingar þeirra. En mörg hundruð sem hafa komið til manns og þakkað fyrir að hafa fengið að sjá það hér í Listasafninu á Akureyri og vilja koma aftur. Þetta er eitthvað gæsahúðar móment sem maður fær,“ segir Hlynur. Í verkinu má sjá átta mismunandi tónlistarfólk en sjö þeirra koma frá Íslandi. Verkið verður sýnt á listasafninu alveg þar til um miðjan september.
Akureyri Menning Söfn Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira